Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 50

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 50
r\ fi/^x^pn SKARTGRIPIR U=LL=3 trúlofunarhrlngar HVERFISGÖTI) 16 SÍMI 2-1355 ULRICH FALKNER oullsm LÆKJARGÖTU 2 2. HÆD 1R U ** SeQjl? D1 0 01 01 u 0 n ... J ] 1 Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIOJAM H.F. Skúlagötu 57 — Símar 23200. • Arfur án erfingja Framh. af bls. 45. uð mikið, finnst yður ekki?“ Höfuðsmaðurinn baðaði út hönd- unum. „Þá segjum við tvö hundruð. það er ekki upphæðin, sem mest er um verð.“ „Hvers vegna segjum við þá ekki eitt hundrað?" „Eins og þér viljið. En mynd- uð þér borga?“ „Já, með vissum skilyrðum." „Hvaða skilyrðum?" „Ég get sagt yður strax, að ég hef ekki í hyggju að borga hundrað dollara aðeins fyrir að heyra einhvern segja, að hann þekki annan, sem þekkir mann, sem tekið hafi þátt í fyrirsátinni og að þýzki liðþjálfinn hafi ver- ið drepinn. Ég verð að hafa ein- hvers konar sannanir fyrir þvi, að sagan sé ekki uppspuni." „Ég skil það, en hvers konar sannanir gætu komið til mála?“ „Tja, ég myndi til dæmis vilja fá frambærilega skýringu á því, hvers vegna þýzki leitarflokkur- inn hafi ekki fundið lík liðþjálf- ans. Ósvikið vitni ætti að vita deili á því.“ „Já, það á við rök að styðjast." „En eru nokkrir möguleikar á að afla þessara upplýsinga?" „Það er það, sem ég er að brjóta heilann um. Ég eygi einn möguleika, en ég get engu lofað. Þegar peningar eru í spilinu og enginn þarf að eiga neitt á hættu persónulega, gætu einhverjir af smáþorpurum okkar ef til vill komizt að því. En ég verð fyrst að spyrjast fyrir með gát, til þess að ganga úr skugga um að það sé hættulaust. Ég held að Chrysantos ofursti tæki mér það mjög óstinnt upp, ef ég legði líf yðar i hættu, herra Carey —“ hann sendi unglrú Kolin geisl- andi bros — „eða ungfrúarinn- ar!“ Ungfrú Kolin kerrti hnakk- ann og starði kuldalega á hann. George var skemmt. „Nei, við megum ekki gera ofurstanum gramt í geði! En það er mjög vingjarnlegt af yður að gera yður alla þessa fyrirhöfn, höfuðsmaður." Höf- uðsmaðurinn bandaði frá sér með hendinni. „Það er aðeins smáræði. Ef yður byðist tækifæri til að nefna það við ofurstann, að ég hafi getað lagt yður iið, þá eru það mér nóg laun.“ „Ég skal minnast þess. En hver er þessi „smáþorpari", sem þér haldið að muni geta aflað okkur upjflýsinga?" „Það er kona. Opinberlega er hún eigandi vínkjallara en bak við tjöldin verzlar hún með vopn. Ef maður vill eignast marg- hleypu eða riffil, fer hann til hennar. Hún útvegar honum það. Hvers vegna við tökum hana ekki fasta? Jú, þá myndi einhver annar byrja að verzla, einhver, sem við ekki þekkjum og getum þess vegna ekki haft eftirlit með. Einn góðan veður- dag, þegar við getum verið ör- uggir um að stöðva vöruupp- sprettur hennar, gripum við hana kannski. Þangað til er betra að láta það kyrrt liggja." „En veit hún ekki, að hún er undir eftirliti?" „Jú, en hún mútar mönnum minum. Sú staðreynd, að þeir taka við peningum hennar, ger- ir hana örugga. Þetta fer fram í allri vinsemd. En við megum ekki fæla hana upp, þess vegna verð ég að tala við hana fyrst.“ Hann stóð skyndilega á fætur. „Ef til vill í kvöld.“ „Það er prýðilegt, höfuðsmað- ur. Viljið þér ekki vera kyrr og fá yður glas með okkur?" „Nei, þakka yður fyrir. Ég á nokkrum erindum að gegna ein- mitt núna. Á morgun skal ég senda yður boð um heimilisfang það, sem þér eigið að snúa yður til, ef hún fellst á þetta, og ef til vill nánari fyrirmæli." „Gott.“ Þessu fylgdi mikið af hæla- skellum og kurteisissnakki, en að því búnu fór höfuðsmaður- inn. George gaf barþjóninum merki. „Jæja, ungfrú Kolin,“ sagði hann, þegar glösin þeirra höfðu verið fyllt á ný. „Hvað haldið þér nú?“ „Ég held að erindi höfuðs- mannsins hafi vafalítið verið við ástmey hans.“ Framh. í næsta blaði. • Sagan af Labba Framh. af bls. 46. hann og brunaði inn á stæðið. „Bíbb, bíbb,“ sagði hann og bakkaði út úr bílaröðinm. Þetta var sagan af Labba Pabbakút, sem átti heima í stóru húsi, sem var eins og eyja í bílahafi, og það var enginn staður fyrir hann til að leika sér á, þess vegna langaði hann til að verða stór maÖur og aka í bíl eins og hmir. Donn? gefur vinsælustu plötuna frá Hljóöfæraverzlun Sigríöar Helgadóttur Galdurinn er sá að finna plötuna, sem er falin einljvers staðar á síðum Fálkans. — Að verðlaunUm fær sá fundvísi nýja plötu, sem liann velur sér eftir listanum hcr að ncðan og platan er auðvitað frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur í Vesturveri. — Dregið verður úr réttum laúsnum. Vinsælar plötur í dag: 1. Ná reiser jeg hjem — Jan Hörton 2. Thunderball — Tom Jones 3. Memory — Thorshammers 4. Over and over — Dave Clark Five 5. Beech Boys — Barbara Ann. Platan cr á blaðsíðu Nafn: .................................. Heimili: ............................... Ég vel mér nr............. Til vara nr. Geirfinna G. Ólafsdóttir Klettstíu, Norðurárdal. VINNINGS MÁ VITJA Á SKRIFSTOFU FÁLKANS. 50 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.