Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 22

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 22
BRI3NNIMKRKT Látum það vera, að Hoffmann, sem komið hafði sem flóttamað- ur til Svíþjóðar, hafði ekki get- að flutt með sér vagnhlass af persónulegum munum. En hver var sá maður, sem forðaðist stað- fastlega að safna um sig neinu, er minnt gæti á uppruna hans? Jú — á mjórri arinhillunni i skálanum var þrátt fyrir allt einn hlutur, sem hafði tilfinninga- legt gildi. Ólistræn Ijósmynd af tveim miðaldra manneskjum, tekin á gamaldags hátt. Konan sat í körfustól, maðurinn stóð við hlið hennar og studdi hend- inni verndandi á öxl hennar. Hoffmann fylgdi eftir augna- ráði Stenfeldts. — Þetta eru for- eldrar mínir, sagði hann. En nú skulum við setjast að borðum. Ráðskona Hoffmanns hafði framreitt alsænska máltíð með innbakaðri sild, sem var hreint lostæti. Siðan kom ofnsteiktur unggrís með fínu bordeauxvíni og ábætirinn var ósvikinn Italsk- ur gorgonzolaostur, sem fram- reiddur var við nákvæmlega rétt hitastig. Stenfeldt notaði sér tækifærið til að borða sig al- mennilega saddan, en hann drakk ekki mikið. Hoffmann borðaði litið eitt, en drakk þeim mun meira. Er kom að kaffinu dró Hoff- mann aðstoðarlækni sinn aftur fram í skálann og Stenfeldt vissi eins og B kemur á eftir A, að nú ætlaði Hoffmann að halda fyrirlestur. Því að nú lá tiigang- urinn með heimboðinu alveg Ijós fyrir. Hoffmann lá eitthvað á hjarta, og myndinni af foreldr- unum hafði verið stillt upp sem umræðuvaka. Að þetta væri hennar venjulegi staður kom ekki til mála. Á heimili Hoff- manns myndi stækkuð ljósmynd ekki vera uppi við, öðruvisi en innrömmuð í harðvið, rautt leð- ur eða silfur. — Þú ert að horfa á foreldra mina, sagði Hoffmann. —Hjá því verður varla kom- izt, sagði Stenfeldt þurrlega. — Þau voru sómafólk, sagði 3 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.