Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 8

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 8
12 ÁRA EITUHHYltJLAlt I ? Fjölskyldan hér á myndinni er spönsk og heimilisfaðirinn heitir Andres Martinez del Aguila, en það er alls ekki hann, sem er höfuöpersónan, heldur stúlkan sem stendur bakatil og á milli foreldra sinni. Hún heitir Piedad og er 12 ára gömul. Fyrir skömmu dóu fjögur af systkinum henn- ar á dularfullan hátt og allir héldu að skæð drepsótt hefði tekið sig upp á heimilinu og nágrannarnir forðuðu sér í önnur hverfi. Við nánari rannsókn kom í Ijós að bömin dóu af cyankaliumeitrun og nú berast böndin að Piedad litlu, að hún hafi byrlað þeim eitrið. Ekki er málið samt fullrannsakað ennþá. IUERKAR FORIYILEIFAR Við Sakkara í Nilardal fundust nýlega 5000 ára gamlar grafhvelfingar sem eiga að líkindum eftir að varpa nýju og skemmtilegu Ijósi á daglegt líf manna í Egyptalandi fyrir fimmtíu öldum. Grafirnar fundust fyrir hreina tilviljun, þegar fornfræðingar voru að rannsaka áletranir á vegg í annarri gröf. Veggurinn opnaðist allt í einu óvænt og þeir gátu gengið beint inn í dýrðina.' Þar voru fyrir hundruð smurlinga og það sem meira var: Fjöldi askja með efnum til líksmurningar. Áletranir báru með sér að þarna voru m. a. smurlingar konunglegs hirð nagla- hreinsunarmanns, en það er embætti, sem menn vissu ekki fyrr að hefði verið til; konunglegs kjötöflunarmanns og hirðslátrara. WP |I I f II fl DOTTIR DIETRICII Svo sem kunnugt er var Marlene Dietrich lengi handhafi titilsins „falleg- asta amman" og svo var lengi álitið, að hún hefði fallegustu fætur í heimi. Kannski er svo enn. En konan hér á myndinni er einmitt sú dóttir Marlene, sem gerði liana að ömmu á sínum tíma. Hún lætur ekki mikið á sér bera og virðist ekki notfæra sér frægð móðurinnar sér til framdráttar á nokkurn hátt. Hún er gift ítölskum leikfangaframleiðanda. Aga Khan í kvennaleit Að því er segir í heimspressunni, er á því nokkur vafi að Karim Aga Khan haldi titli sínum sem trúarleiðtogi ismalískra í Indlandi. Hann hefur nefnilega ekki látið fallerast í hjóna- band enn sem komið er og veldur þegnum sínum miklum áhyggjum vegna þess. Fyrir nokkru átti að pússa hann saman við prinsessu nokkra, Shahanaz að nafni, en sá böggull fylgdi skammrifi að konukindin hafði verið gift áður og var skilin. Nú er hann helzt orðaður við einhverja Anoucha von Mekhs, og allir eru heldur vongóðir að úr rætist. Þrjátíu mánuðum eftir dauða sinn hefur hinn ágæti páfi, Jóhannes 23. gert kraftaverk. Hann birtist fimni ára gömlum dreng í draumi, en drengurinn var lamaður á báðum fótum. I draumnum tók hann fætur drengsins milli handa sinna og fullvissaði hann um að eftir fjórar vikur gæti hann hlaupið um eins og félagar hans. Nákvæmlega fjórum vikum síðar, stóð drengurinn upp úr hjólastólnum og tók til fótanna. Lækn- ar segja að hér hafi kraftaverk gerzt. 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.