Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 26

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 26
HJDRTUR HALLDDRSSDN FUR HIM ISALDiR Mestan hluta hinnar löngu jarðsögu hefur veðurfar verið miklu hlýrra um alla jörð en það er á vorum dögum. En á síðustu milljón árum hefur jörðin fengið að reyna eitt þess- ara fátíðu og köldu tímabila — tímabil sem einkennist af mikilli upphleðslu jökuls og fanna á norðurhjara, sem breiðast svo suður um tempraða belti norðurhvelsins í áföngum — hinum svonefndu jökulskeiðum. Hið sérstaka ástand okkar tima birtist m. a. í hitastigi Atlantshafsins, sem er nú um 10 gr. lægra en „venjulega11. Með orðinu venjulega er átt við meðalhitastig hafsins um þessi 4—5000 milljónir ára sem nú er álitinn aldur jarðar. Síðustu milljón ára hafa meiriháttar jökulskeið, með hlý- viðrisskeiðum á milli, gengið yfir nyrðri hluta norðurhvels. Er jökulbreiðan komst lengst náði hún frá norðurskauti langt suður í Þýzkaland og Bandaríki Norðurameríku. Jökulskeið þessi hafa staðið um 50—70 þúsundir ára hvert. Hinu síðasta lauk fyrir skömmu, í jarðfræðilegum skilningi, eða fyrir 8—10 þúsund árum. Vegna þess að hvert jökulskeið eyðir mjög menjum næsta jökulskeiðs á undan, er miklu meir vitað um hið síðasta, en þau sem áður voru gengin. Hið sérkennilegasta við hið síðasta er ef til vill það, hve því lauk með skyndileg- um hætti. Jökullinn bráðnaði óðfluga og rann i stríðum straum- um og stórfljótum til hafs. Á einum tveim eða þrem þúsund- um ára hörfaði jökullinn til heimsskautssvæðanna, og á þess- um skamma tíma hefur loftslag tempruðu beltanna breytzt úr hreinu heimskautaloftslagi til þess að verða mun hlýrra en það jafnvel nú er. KEMMIMGIM LM CEIMLPPWLMA ÍSALPA Um orsakir ísalda er ekki vitað með neinni vissu, en ein hin athygiisverðasta kenning í því sambandi mætti virðast sú, sem hér verður rædd að nokkru. Leitast hún við að gera grein fyrir isöldum með hliðsjón af þeim áhrifum, sem að iörðunni steðja utan úr geimnum. En ekkert bendir þó til þess — hvorki á forsendum fræði- kenninga né beinna athugana — að neinar breytingar fari fram á útgeislan sólar. Það er erfitt að hugsa sér, að nokkuð það, sem fram fer í iðrum sólar geti valdið merkjanlegum sveiflum á svo skömmum tíma sem 3000 árum. Timi sá, sem þarf til þess, að miklar breytingar eigi sér stað á sólu, verður að mælast í áramilljónum, eða jafnvel þúsundum áramiiljóna. Það er ennfremur víst, að breytingar á geislamagni sólar frá ári til árs eru mjög litlar sem stendur. Tæki sólin upp nokkra nýbreytni í dagfari sínu mundi þess fljótlega verða vart með nútíma mælitækni. Þegar sólin er nú þannig úr leik, verður að svipast að ein- hverjum óvæntari orsökum veðurfarsbreytinga. Skulum við því snúa okkur beint að nokkrum nýjum hugmyndum, sem virðast langtum væniofrr-i fíi vinnir>f»s pn hinar eldri tileátur. HIÐ MIKLA CRÓÐLRHLS Tökum þá fyrst dæmi af venjulegu gróðurhúsi undir gler- þaki og athugum orsakir þeirrar staðreyndar að inni í húsinu er hitastig mun hærra en úti, enda þótt um enga innri upp- hitun sé að ræða. Gegnum glerþakið streymir mikið af hita og ljósi sólar inn í gróðurhúsið og hitar.plönturnar og annað, sem í húsinu er. En þótt meir og meir af sólskini bætist við, verða plönturnar þó ekki æ heitari. Ástæðan er sú, að fyrr eða síðar taka bser til að veita frá sér jafnmikilli orku og þeirri, sem þær taka við frá sólarljósinu. En þessi orkuútrás liggur ekki mjög i aug- um uppi. Hún verður fyrir það, að plönturnar fá innrauða út- geislan. Það kann að koma sumum spánskt fyrir, að sérhver hlutur, sem við höfum daglega með höndum veitir frá sér ósýnilegum geislum, en það eru hinir innrauðu geisiar, sem eiga þó engan þátt í að gera hlutinn sýnilegan. Það verða þeir einungis við að endurvarpa venjulegu ljósi. En snúum okkur nú að því, sem öllu máli skiptir í þessu sambandi. Glerþak gróðurhússins leyfir ijósinu greiða leið inn í húsið, en það hleypir ekki hinum innrauðu geislum plantnanna og annars, sem inni er, jafngreiðlega út aftur. Því er hitastigið inni fyrir hærra en hitastig loftsins fyrir utan. Nú gegnir gufuhvolf jarðar sama hlutverki og glerþak gróðurhússins. Það hneigist til að binda hina stöðugu út- geislan yfirborðs jarðar og hækkar því lofthitann mjög veru- lega. Þessi hitaaukning hefur úrslitaþýðingu fyrir alla okkar tilveru. Að öðrum kosti mundi eilíf ísöld ráða ríkjum á jörðu hér. Ef nú þessir glerþaks-eiginleikar gufuhvolfsins rýrnuðu til muna, er bersýnilegt að ný ísöld mundi ríða yfir. Þetta yrði, ef þéttleiki þeirra lofttegunda, sem mestan þátt eiga í að binda hina innrauðu útgeislan, minnkaði verulega. En sú loft- tegund, sem mestu máli skiptir í þessu sambandi, er vatns- gufa. Stundum þéttist vatnsgufa lofthvolfsins og fellur niður sem regn. Slíkt verður að sjálfsögðu til að draga úr vatnsgufu- magni loftsins, en uppgufun hafanna hefur gagnstæðar verk- anir. Vatnsgufumagn lofthvolfsins er því í jafnvægisstöðu milli þessara tveggja atverkana Þetta jafnvægi getur bersvni- lega breytzt, þannig að vatnsgufumagnið minnki vegna auk- innar tilhneigingar gufunnar til að falla sem regn, Því eins og áður var lýst, er vart hægt að gera ráð fyrir breytingu á því magni Ijóss og hita sem við fáum frá sólu. Með hverjum hætti er þá hægt að hugsa sér slíka aukn- ingu úrfellis? Með því að gera ráð fyrir, að lofthjúpnum ber- ist mikil mergð af loftsteinaögnum. En í geimloftinu á milli plánetanna er mikill araerúi slíkra agna. og stöðugt berst 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.