Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 39
NEWg:j Toiií:| faady-ní? cremíS XMtrali^ Toni NEW HOME PERM ast eru úr garði gerðar eru blöðin jafnstór, en stundum er auðséð að sá sem handritið lét gera hefur orðið að nýta hvern snepil af bókfellinu, og er þá skrifað á útnára, hálf blöð eða götótt blöð, þannig að allt skinnið hefur verið nýtt, nema skæklarnir. En hér höfum við hlaupið •yfir einn þátt. Ef bók var í litlu broti var algengast að skrifa einn dálk á hverja blað- síðu, en tvo ef bókin var stærri. En ef bókin átti að líta þokka- lega út var nauðsynlegt að dálkar væru jafnháir og breið- ir í allri bókinni; ennfremur varð að gæta þess að línur hölluðust ekki og bil milli þeirra væri jafnt. Þetta var gert þannig, að stungin voru göt við jaðar blaðsins; til hlið- ar voru gerð göt með jöfnu millibili, jafnmörg og línurnar skyldu vera, en að ofan og neðan voru stungin göt sem markað var með fyrir dálk- breidd og bili milli dálka, ef tveir áttu að vera á blaðsíðu. Síðan hefur verið tekin reglu- stika (nefnd -regla eða rétti- skíð í Stjórn) og stíll væntan- lega úr beini, og markað fyr- ir línum og dálkum með fín- um dráttum, eftir því sem göt- in á jöðrum blaðanna sögðu til Um. Auðséð er af sumum hand- ritum að götin við jaðrana hafa verið stungin á eitt kver í einu, og hefur það þá verið gert áður en tvinnin voru brotin saman í miðju. Þegar kverið var tilbúið var komið að skrifaranum. Þeir sem skrifuðu skinnbækur á ís- landi munu einvörðungu hafa notað fjaðrapenna: ’Þessi penni þóknast mér, því hann er úr hrafni. . .* stendur í vísu, sem raunar mun ekki vera ákaf- lega gömul. Líklega hefur ver- ið töluverður vandi að skera penna, og getur hver reynt sem vill: fundið sér fjöðurstaf og beittan hníf og séð hvernig gengur. Auk pennans hafði skrifarinn hjá sér fáein önnur áhöld; í enskri fróðleiksbók um þessi efni (Old English Libraries eftir Ernest A. Savage) er þetta talið: pensill (þ. e. áhald það sem Konráð Gíslason nefndi pentaraskúf), sirkill, skæri, alur, hnífur til að skafa af ef rangt var skrif- að, reglustika og eins konar lóð til að halda bókfellinu niðri. Hér á landi virðist eingöngu hafa verið notað jurtablek, sennilega búið til úr sortu- lyngi á þann einfalda hátt, að lyngið var soðið í vatni. Efna- fræðingur einn íslenzkur gerði eitt sinn að gamni sínu að búa til þannig blek og skrifaði með því á skinnsnepil, og virtist þetta blek hans vera mjög svipað og á gömlum skinnbók- um íslenzkum; t. d. virtist það haga sér mjög svipað í útbláu Ijósi. í sortulyngsbleki kvað vera dálitið af sútunarsýru. og víst er um það að blek það sem gömlu mennirnir notuðu hefur gengið mjög vel í sam- band við bókfellið. Það er mjög sterkt og hefur þolað slit furðu vel, en mikla bleytu hefur það hins vegar ekki þol- að. Svo virðist sem bókfellið hafi fúnað síður þar sem skrif- að var á það, og er miklu meira um fúagöt á spássíum og milli lína í handritunum en í línunum sjálfum. A sumum skinnbókum, einkum 15. ald- ar handritum, er svart blek og gljáandi, og virðist svo sem það hafi verið þykkt. Þarnig blek er hægt að fá úr sortu- lyngi með því að sjóða það lengi. Þegar lokið var að skrifa bók var hún bundin inn. K'mr- FÁLKINN 39 Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentið.Ólíkt útlit TONI lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleifr að leggja og greiða hár yðar hvemig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hcr eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Um Toni—Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spóíumar og þrýstið bindivökvantnn í hvem lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stifir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skinandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.