Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 9

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 9
ilSdraður tvíburafaðir Maðurinn heitir Severino De Felice og honum svipar að ýmsu leyti til Jakobs þess, sem sagt er frá í helgum ritum Gyðinga þeim, er ganga undir nafninu Gamla testamenti á vesturlöndum. Gamli maðurinn missti konu sína og einka- son í heimsstyrjöldinni, cn vegna þess að maðurinn er þróttmikill þrátt fyrir háan aldur, tók hann sig til um áttrætt og kvæntist rúmlega fertugri konu og nú hafa þau hjón eignazt tvíbura. Geri aðrir betur á níræðisaldri! SKII'T UM ÍILUTVERK Maðurinn á myndinni heitir Harry White og var til skamms tíma cinkabílstjóri og dyravörður sendiráðs Kambodía í London. Nú hefur sköpum skipt heldur betur fyrir mann- inum, því stjórnin í Kambódíu ákvað fyrir skemmstu að kalla heim allt starfsfólk sendiráðsins í sparnaðarskyni. White er því einn eftir og sinnir öllum venjulegum störfum ambassadorsins. Ekki einasta að hann svari póstinum og haldi húsinu hreinu, heldur fer hann í móttökur fyrir hönd stjórnarinnar og hin sendiráðin í borginni hafa viðurkennt hann sem fulltrúa Kambódíu. Segi menn svo, að ekki sé hægt að vinna sig upp í veröldinni...! NÚ ER VANDALÍTIÐ AÐ VIÐHALDA UNGU ÚTLITI □□ AUKA Á FEGURÐ SÍNA EINFALDLEGA MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA SNYRTIVÖRURNAR FRÁ: REYNIO ÞESSAR HEIMSFRÆGU GÆÐAVQRUR □ G SANN- FÆRIZT UM ÁHRIFAMÁTT ÞEIRRA FÁST Í FLESTUM LEIÐANDI SN YR TIVÖ R UVERZLUNU M SIVYRTIVÖRUR Hf. heildverzlun simi 11020 >1021 FALKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.