Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 16

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 16
Fomctr bœkur í Ámasafni. Af myndinni má fá nokkra hugmynd um band á íslenzkum skinnbókum. með blaðið úr Heiðarvígasögu sem fannst í Landsbókasafninu fyrir nokkrum árum. Sjaldan munu fornrit okkar hafa verið svo heillum horfin að engin uppskrift væri gerð eftir frumriti höfundar. En þó fáein eftirrit væru komin, þá var lífi ritverksins ekki þar með borgið. Eyðingin er máttug, og enginn fær gizkað á fjölda þeirra handrita sem glatazt hafa. í fornritum okkar, einkum í Landnámabók, eru nefndar ýmsar sögur sem nú eru ekki lengur til. Ugglaust má telja að sögur þessar hafi þó verið skrifaðar upp oftar en einu sinni og dreifzt nokkuð í eftirrit- um, en þau eftirrit hafa öll farið forgörðum fyrir daga Árna Magnússonar. Týndar sögur sem nefndar eru berum orðum í Landnámu eða öðrum fornritum eru til dæmis: Böðmóðs saga gerpis og Grímólfs, Esphælingasaga (gerist í Eyjafirði), Vébjarnarsaga Sygnakappa og Þorgilssaga Höllusonar (gerast báðar vestanlands). í hinu mikla og ágæta safnhandriti ís- lendingasagna. Möðruvailabók, sem rituð er á fyrra hluta 14. ■ aldar, er í máðri spássíugrein talað um að láta rita Gaukssögu Trandiissonar. Hefur sú saga gerzt í Þjórsárdal og um þessar mundir enn verið til í uppskriftum, en samin alliöngu fyrr, því vikið er að efni hennar í Njálu. samanber einnig hið alkunna gamla mansöngsstef: Þá var öldin önnur er Gaukur bjó í Stöng, þá var ei til Steinastaða leiðin löng. Fjölmargar eru þær sögur aðrar og ýmisleg rit sem ráða má af líkum að til hafi verið, þótt hvergi séu nefnd berum orðum. Tilvist þeirra má ráða af því að efni úr þeim kemur fram í yngri ritum sem varðveitzt hafa. Oft hafa rit beinlínis verið endursamin, stundum til að steypa saman fleiri en 16 FÁLKINN einu riti, stundum til að þóknast bókmenntasmekk nýrrar aldar. Þannig má glögglega sjá hvernig Snorri Sturluson bræð- ir upp og sýður saman eldri konungasögur í Heimskringlu sinni. Hafa mörg heimildarrit Snorra varðveitzt til þessa dags, sum þó aðeins í brotum, og talið víst að önnur séu með öllu glötuð. Og f jórar íslendingasögur, að minnsta kosti, hafa verið endur- samdar upp úr eldri gerðum sem nú eru gersamlega glataðar: Harðarsaga, Hávarðarsaga, Svarfdælasaga og Þorskfirðinga- saga. Nú kunna menn að segja: það mun vera bættur skaðinn þótt rit þessi færu forgörðum, varla hafa þau verið mjög merkileg úr því að enginn nennti að skrifa þau upp, enda oft búið að hagnýta efni þeirra í öðrum ritum sem varðveitzt hafa. En svarið er að það er eins liklegt að þessi glötuðu rit þættu hin merkilegustu, ef þau hefðu varðveitzt til okkar daga. Meginreglan er sú að því eldra sem ritið er því meiri er hættan á tortímingu; en á hinum elztu tímum sögu okkar er rökkrið einmitt mest, og væri því allt vel þegið sem bregða mætti birtu þangað inn. f annan stað má á það benda að litlu hefur munað að ýmis rit týndust sem enginn mundi nú vilja án vera. íslendingabók hin eldri eftir Ara fróða hefur glatazt, en við huggum okkur við það að mikið af efni hennar hafi verið tekið upp í þá íslendingabók sem varðveitzt hefur. En litlu hefur munað að sú bók færi einnig forgörðum. Þegar kom fram á 17. öld, var hún aðeins til í einu skinnhandriti mjög gömlu. Brynjólfur biskup Sveinsson spurði þetta handrit uppi og fékk Jón Erlendsson í Villingaholti til að gera tvö eftirrit þess. Framtakssemi biskun'- .....* íslendingabók til bjargar, því að skinnbókin var glöti ’ '<vum áratugum síðar þegar Árni Magnússon kom til skju±unna, en hann eignaðist báðar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.