Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 19

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 19
neðri hlutinn var hvítur. Og hann var glóandi. Hann flaug einu sinni yfir bílinn, nam stað- ar, flang síðan aftur yfir. Hann gaf lítið hljóð frá sér, bara eins konar suð, eins og köttur sem malar.“ Frú Virginia Hale, frá Thom- sen Road, Hampton, sem er fréttaritari þar á staðnum, sá skýrt og greinilega til fljúg- andi disks yfir 10—20 mínútna tímabil. ,,Ég stóð við vaskinn og horfði út um eldhúsglugg- ann um klukkan 6:25 um kvöldið. Ég kom auga á hann vegna þess að hann var lýs- andi og fór mjög hægt. Svo staðnæmdist hann alveg yfir húsinu þarna. Ég merkti við á gluggarúðunni með striki úr uppþvottavatninu til þess að geta munað hvar hann nam staðar. Snögglega beygði þessi hlutur í suðvesturátt og lækk- aði flugið svo ört að ég hélt að hann myndi hrapa til jarð- ar. Er hér var komið gat ég séð, að hann var hvelfdur, og flatur að neðan.“ Að heimili frú Rudy Pearce, milli Exeter og Hampton, hitti ég fyrir sendinefnd húsmæðra úr nágrenninu. Frásagnir þeirra af fjölda fyrirbæra stóðu yfir í rúma klukkustund. Sum- ar konurnar voru hræddar við að fara einar út að kvöldlagi. „Sumir þessara hluta,“ sagði frú Alfred Deyo, „sitja kyrrir í loftinu allt upp í hálfa klukku- stund. Hanga þar bara.“ Svo margar upplýsingar tóku nú að berast frá lögreglu- skýrslum, dagblöðum og venju- legum borgurum, að ógerning- ur reyndist að fylgja þeim öllum eftir. En þó tók ég upp alllöng viðtöl við rúmlega sex- tíu manns. Viss sameiginleg einkertni komu í Ijós: Margir sjónarvottar voru tregir til að greina frá atburð- um vegna ótta við aðhlátur. Flest það fólk, sem tilkynnti um sjónviðburði var kunnugt flutninga og hernaðarflugtækj- um vegna hinnar stöðugu flug- umferðar um Pease flugher- stöðina. Flestir sjónarvottar greindu frá lýsandi, disklaga hlutum, annað hvort hvítum eða rauð- gulum, eða lithverfum. Margir kváðust hafa séð rauð, depl- andi ljós umhverfis diskbarm- inn. Flestir kváðu hlutina alger- lega hljóðlausa enda þótt í sumum tilvikum heyrðist há- tíðnilegur hvinur. Nokkrir tóku eftir einkenni- legu háttalagi dýra, svo og raf- magns- útvarps- og kveikju- truflunum. í 200 blaðsíðna vélrituðu eftirriti var á 73 stöðum minnzt á fljúgandi hluti, sem sézt höfðu nálægt eða yfir há- spennulínum. Engar þessara upplýsinga eru sérstakt nýnæmi fyrir NICAP ’ (National Investigations Com- mittee on Aerial Phenomena, í Washington) fyrirtæki, rek- ið af einkaaðilum, sem hefur gert samanburð á framburði sjónarvotta síðustu 20 ár og beitir sér fyrir kröfum um aukna fræðslu almennings varðandi hugsanleg undur frá öðrum hnöttum. Sérhver flugstöð, sem fær tilkynningu um ókunnan fljúg- andi hlut, sendir fulltrúa til að athuga málið. Upplýsingar eru sendar áfram til Wright-Patter- son stöðvarinnar í Dayton, Ohio, þar sem þær eru skil- greindar af vísindamönnum og tæknifræðingum. Skýrsla er síðan send til Pentagon, sem heldur því fram, að af þeim þúsundum fyrirbæra, sem til- kynningar berast um, séu að- eins 6,4 af hundraði, sem ekki tekst að skýra. Öll hin eru kennd orsökum svo sem hita- stigsbreytingum, veðurathug- unarbelgjum, flugvélum, sem villzt er á, stjörnum, skýjum, endurspeglunum og svo fram- vegis. í nóvember síðastliðnum sneri ég aftur til Exeter til þess að fá enn frekari staðfest- ingar á fyrirbærunum. Sérlega greinargóða lýsingu fékk ég hjá Joseph Jalbert, 16 ára menntaskólapilti. Heimili hans er svo að segja undir stöng- um þeim sem bera uppi há- spennulínurnar meðfram leið 107. Kvöld eitt í rökkurbyrjun síðast í október, tók hann eftir rauðleitum, vindillöguðum hlut hátt uppi í loftinu. Augnabliki síðar sá hann minni, rauðgulan disk koma út úr hinum og svífa hægt niður á við til jarðar. Hann kom nær, fleytti sér síðan fram með rafmagnsþráð- unum og nam staðar um 200 fet frá honum, örfá fet fyrir qfan vírana. Þá skeður það, að silfurlit pípa eða lengingar- súla sígur hægt niður úr diskin- um þar til hún nemur við raf- magnsvírana. Hún var í snert- ingu við háspennulínuna nokkr- ar sekúndur en var síðan dreg- in inn í diskinn. Að lokum skauzt diskurinn aftur upp í loftið með eldingarhraða og hvarf á ný inn í vindillagaða hlutinn. Framh. á bls. 43. LÍF OG HEILSA SKÓLASKOÐUN Á 7 ÁRA BÖRNUM IV HLUTI Eftir Ófeig J. Ófeigsson lœkni HRYGGSKEKKJA er sjald- gæf lijá börnum innan ! |7 ára nema þeini, sem hafa fengið lamanir eða vaxtar- truflanir í lirygg, hryggviiðva, I jmjaðmir eða ganglimi. önn- j ur börn, sem koma í skólann imeð hryggskekkju eru lielst j itelpur, sem hafa verið látnar halda á börnum og börn, sem eru látin bera þungar byrðar 1 t. d. sækja mjólk að stað- aldri. J>au bera þá byrðina í þeirri liendinni, sem sterkari i er og skekkist hryggurinn eftir því. Þetta er þeim full- orðnu að kenna og ástæður óvíða þannig að það sé nauð- syn. Sumar nágrannakonur leyfa sér líka þá ósvinnu að láta börn annars fólks snatta fyrir sig í verslanir, oft yfir hættulegar götur, án þess að foreldrar barnanna viti af. Barn er oft hrætt við að segja foreldrum sínum frá þessu af ótta við ákúrur. Það sem foreldrin ættu að gera er að fara sjálf og tala við þessi sníkjudýr. Ef það ekki nægir, þá við barnaverndarnefnd eða lögreglu. SKÓKREPPA er mjög al- geng bæði lijá börnum og fullorðnum. Hún lýsir sér með óþægindum og vanlíðan í fótunum, ristarbein og tá- berg vaxa' ekki á eðlilegan óþvingaðan liátt, tærnar smá skekkjast: stórutærnar út á við litlutærnar inn á við, því meir eftir þvi sem fólk eldist. Hreyfingar í táliðum verða litlar eða engar og á þær setjast oft viðkvæm j likþorn. Ef tákreppan er mikil geta tœrnar myndað eins og þríliyrnda totu fram úr tá- berginu. Þær eru þá orðnar illfærar til að gegna sínu hlut- verki, sem er að halda góðu jafnvægi og spyrna Iíkaman- um áfram við gang, lilaup, stökk, dans, klifur o. s. frv. íþróttamenn með skakkar tær komast því ekki eins , langt og ef Jæir liefðu þær eðlilegar. Eðlilegar tær eru ávallt beinar og vísa beint fram af fætinimi. Skókreppa stafar aðallega af tvennu: 1. of þröngum (litlum) skóm og 2. támjóum skóm. Of þröngir skór hafa alltaf verið í tísku lijá íslendingum. Þeir hafa alltaf verið lialdnir {Miirri hjátrú að Jiægilega víð- ir skór væru ljótir og gerðu fótinn afkáralega stóran. Þetta er lireinasti misskiln- ingur. Fyrst er nú Jiað að maður tekur aldrei eftir að nokkur hafi of stóran fót, en flestir veita Jiví athygli ef fólk er í skókreppu. Kjúkurn- ar standa þá út í skóna sem verða teygðir og ljótir. Fólki í of þröngum skóm líður aldrei reglulega vel í fótun- um, verður auk Jiess álappa- legt í göngulagi. Támjóir skór hafa verið í tísku hér i nokkur undanfarin ár. Þeir hafa stórskemmt fætur ungu kynslóðarinnar. Þessi „tíska“ er skókaupmönnum að kenna því nóg er og hefur verið framleitt af hollum og falleg- um skófatnaði erlendis, sem vel hefði mátt flytja hingað til landsins, enda er víðast hvar erlendis lilegið að börn- um og unglingum á támjóum hælaháum skóm. Maður á. aldrei að kaupa svo þrönga skó að Jiurfi að „ganga J>á til“ eins og margoft hefur verið ráðlagt af afgreiðslufólki í skóbúðum. Þetta fólk þarf að kunna skil á hvað er heppi- legt fyrir fætur fólks og ráð- leggja viðskiptavinunum eftir Jiví. Það er misskilningur að skór geti ekki bæði farið vel með fæturna og verið falleg- ir og smekklegir. Skór, sem ekki uppfylla þessi atriði eru ekki góðir skór. Góðir skór þurfa að vera mátulega víðir um liælinn, tábergið og tærn- ar. í góðum skóverslummi erlendis eru kvarðar, sem fæt- ur kaupenda eru mældirjmeð (Eftirprentun hönnuð). Næsta grein: Skólaskoðun hjá 7 ára börnum, finuuti hluti. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.