Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 34
stað, var aöeins tekinn úr um- ferð með hnefahöggi. Neyðar- bjalian fór ekki af stað af þeirri einföldu ástæðu, að leiðslurnar höfðu verið skornar í sundur. Ræningjarnir höfðu lyft kreppt- um hnefum í kveðjuskyni. Það lá i augum uppi, að þeir hlutu að hafa meðsekan kommúnista í bankanum sjálfum. Það var sömuleiðis augljóst, að hér var um að ræða enn eitt rán, sem framkvæmt var í hagnaðarskyni fyrir flokkssjóð kommúnista. Eins og gefur að skilja var hinn hugrakki skrifstofumaður grun- aður um aðild að ráninu. Myndi hann hafa þorað að hreyfa við neyðarbjöllunni, ef hann heíði ekki vitað fyrirfram, að það var hættulaust? Auðvitað ekki? Lög- reglan hafði hann til yfirheyrslu. Þetta var lýsing hins æsta dyravarðar á atburðinum. Barþjónninn staðfesti hana í aðalatriðum en bar fram flókn- ari kenningu um tilgang glæpa- mannanna. Hvernig stóð á því, að sérhvert meiriháttar rán átti nú að vera verk kommúnista? Voru allir aðrir hættir að stela? Vafalaust höfðu pólitísk rán átt sér stað áður fyrr, en þau voru ekki eins mörg og menn héldu. Og hvers vegna áttu þorpararnir að hafa kvatt með krepptum hnefa, þegar þeir héldu burt? Til þess að sýna að þeir væru kommún- istar? Fjarstæða! Öllu heldur höfðu þeir reynt að láta lita svo út til þess að gabba iögregluna með því að leiða athyglina frá sjálfum sér. Þeir gátu reiknað með því, að lögreglan myndi skella skuldinni á kommúnista. Sjálfur var hann auðvitað ekki kommúnisti, en ... Og þannig lét hann dæluna ganga. George hlustaði annars hugar. 1 augnablikinu hafði hann meiri áhuga á þvi, að matarlyst hans var að vakna aftur og hann gat hugsað til kvöldverðar án ógeðs. Florina stendur við mynnið á djúnum dal, um tólf kilómetra sunnan við júgóslavnesku landa- mærin. Hér um bil sextíu kíló- metra í vestur hinum megin við fjöllin liggur Albanía. Florina er stjórnarfarslegur miðdepill sam- nefnds héraðs og mikil járn- brautarmiðstöð. Florina var ennfremur ein 34 FÁLKINN af upprunalegum heimabyggð- um IMRO. Sumarið 1896 áttu sextán menn fund í Saloniki. Þar lögðu þeir grundvöll að stjórnmálalegri hreyfingu, sem síðar átti eftir að verða mesta ógnarstofnun, sem Balkanlöndin og öll Evrópa, ef því er að skipta, hafa komizt í tæri við. Hún nefndist Inter- nationai Macedonian Revolution- ary Organisation — eða IMRO. Hún krafðist „Makedóníu fyrir Makedóniumenn", fáni hennar var rauð hauskúpa og kross- lagðir ieggir á svörtum grunni, og einkunnarorð hennar voru „Frelsi eða dauða“. Hinir vopn- uðu félagsmenn, sem dvöldust í fjöllunum, voru kallaðir comi- tadjis. Röksemdir bræðralagsins voru hnífurinn, riffillinn og sprengjan. Skemmdarstarfsemin, launsát- ursárásin, mannránin, ofbeldi, rán með vopnavaldi og morð eru hluti af menningararfi Florinu. Og enda þótt nú þurfi innrás og stríð til þess að fá löghlýðna borgara héraðsins til að taka upp aftur þessa gömlu iðju, þá eru alltaf — jafnvel á friðartímum — fáeinar djarfar sálir reiðu- búnar að leita upp í fjöllin og minna ógæfusama nágranna sína á, að siðir forfeðranna haldist enn með fullum blóma. George og ungfrú Kolin komu þangað með lestinni frá Saloniki. Parthenon gistihúsið var þriggja hæða bygging nærri miðbiki borgarinnar. Þar var kaffistofa á neðstu hæðinni og veitingasalur með beinan aðgang að utan. Herbergin voru lítil og hreinlætistæki mjög frumstæð. Rúmið í herbergi Georges var úr járni en ramminn um fjaðra- botninn var úr tré. Að undirlagi ungfrú Kolin eyddi George fyrsta hálftímanum í að úða rif- urnar í trérammanum með DDT. Að því loknu gekk hann niður í kaffistofuna og kom ungfrú Kolin þangað til hans skömmu síðar. Þegar hinn smávaxni, veiklu- legi gistihúseigandi sá ungfrú Kolin koma inn, yfirgaf hann vínstúkuna, þar sem hann hafði verið á tali við liðsforingja einn, og gekk til þeirra. Hann hneigði sig og sagði eitthvað á frönsku. „Spyrjið, hvort hann vilji drekka glas með okkur,“ sagði George. Þegar boðið hafði verið þýtt, hneigði maðurinn sig á ný, settist og gaf barþjóninum merki. Þau fengu hvert sinn oyzo. Skiptust á hinum venjulegu kurteisisorðum. Gistihúseigand- inn baðst afsökunar á því að hann skyldi ekki skilja ensku og byrjaði strax að fiska með gætni upp erindi þeirra til bæjarins. „Það koma svo fáir ferða- menn hingað," sagði hann. „Ég hef svo oft sagt, að það sé synd og skömm.“ „Hér er sannarlega fagurt landslag." „Ef yður gefst timi til þess í heimsókn yðar hér, þá ættuð þér að fara i ökuferð. Ég skal með ánægju útvega yður bíl.“ „Það er mjög vingjarnlégt af honum. Segið honum, að við höf- um frétt í Saloniki, að ágæt veiði sé kringum vötnin hér vestur- frá.“ „Hefur herrann hugsað sér að fara á veiðar?" „Ekki að sinni, því miður. Við erum hér í viðskiptaerindum. En okkur var sagt, að mikið væri af villibráð þarna uppi.“ Litli maðurinn brosti. „Það er alls konar villibráð i nágrenninu. Það eru lika ernir í fjöllunum," bætti hann við kank- víslega. „Ernir, sem sjálfir fara kann- ski stundum á veiðar?" „Það hefur herrann án efa einnig heyrt í Saloniki." „Ég hef alltaf hugsað mér þennan landshluta mjög róman- tiskan." „Já, örninn er líka rómantisk- ur fugl,“ sagði maðurinn kíminn Hann var bersýnilega af þeirri tegundinni, sem ekki sleppir hinu minnsta gamni ef hann á annað borð hefur náð á því taki. „En hann er einnig ránfugl.” „Iss já, það er hann svo sann- arlega. Þegar stríðsher leysist upp, verða alltaf fáeinir eftir, sem kjósa heldur að halda áfram sínu einkastriði við samfélagið. En hér í Florina þarf herrann ekkert að óttast. Ernirnir hafast við uppi í fjöllunum.'1 „Það var leitt. Við höfðum gert okkur vonir um, að þér gætuð hjálpað okkur að finna einn þeirra." „Finna örn? Verzlar herrann með fuglafjaðrir?" En nú var George að verða þreyttur. „Gott og vel — við skulum hætta skrípaleiknum. segið honum, að ég sé lögfræð- ingur og ef mögulegt sé, óskum við eftir að ná tali af einhverjum, sem verið hafi í ELAS flokki Phengaros 1944. Skýrið fyrir honum, að þetta komi ekkert stjórnmálum við, heldur óskum við aðeins eftir að komast fyrir um, hvar þýzkur liðþjálfi, sem drepinn var í námunda við Vodena, sé grafinn. Segið, að við höfum umboð fyrir ættingja mannsins i Ameríku." Hann fylgdist með andlitssvip litla mannsins, meðan ungfrú Kolin þýddi þetta. 1 fyrstu varð hann mjög undarlegur, eins kon- ar sambland af áhuga undrun, hneykslun og ótta. Svo var eins og tjald væri dregið fyrir og andlit hans varð sviplaust. Gisti- húseigandinn lyfti glasi sínu og tæmdi það. „Mér þykir fyrir þvi,“ sagði hann varfærnislega, „en í þessu máli get ég með engu móti orðið yður hjálplegur." Hann stóð á fætur. „Bíðið augnablik,“ sagði George. „Ef hann getur ekki hjálpað mér, þá þekkir hann ef til vill einhvern, sem getur það.“ Maðurinn hikaði snöggvast og leit í átt til liðsforingjans, sem sat við barinn. „Andartak," sagði hann stuttlega. Hann gekk til liðsforingjans og talaði við hann i hálfum hljóðum. Skömmu síðar sá George að liðsforinginn gaut til þeirra horn- auga, en spurði svo gistihús- eigandann einhverrar spurning- ar. Litli maðurinn svaraði með axlaypptingu. Liðsforinginn stóð upp og gekk til þeirra. Hann var hár og grannvaxinn, ungur maður með glóð í augum, í mjög víðum reiðbuxum og mið- mjór eins og stúlka. Hann bar tignarmerki höfuðsmanns. Hann hneigði sig stimamjúkur fyrir ungfrú Kolin og brosti alúðiega við George. „Afsakið, sir,“ sagði hann á ensku. „Ég frétti að þér fengj- uzt við vissar rannsóknir." „Það stendur heima." Liðsfor- inginn skellti saman hælunum.. „Streftaris höfuðsmaður. Þér eruð Ameríkumaður, herra...?“ „Carey... Já, ég er Ameríku- maður." „Og frúin?" „Ungfrú Kolin er frönsk. Hún er túlkur minn.“ „Þakka yður fyrir. Ég gæti ef til vill orðið yður að liði, herra Carey." „Það er mjög vinsamlegt af yður, höfuðsmaður. Viljið þér ekki fá yður sæti?“ „Þökk fyrir." Höfuðsmaðurinn sneri stólnum við og settist og studdi olnbogunum á stólbakið. Það var eitthvað undarlega ó- skammfeilið í framkomu hans. Bros hans varð ekki eins alúð- legt. „Þér hafið komið illa við taugar gistihúseigandans, herra Carey." „Það þykir mér leitt... Ég bað hann einungis að koma mér í samband við einhvern, sem ver- ið hefði í flokki Phengaros árið 1944. Ég tók það greinilega fram, að það væri ekki stjórnmálalegs eðlis." Höfuðsmaðurinn andvarp- aði þunglega. Framh. á bls. 45.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.