Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 42

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 42
K Vörubíladekkin endasl y ti r 100 þús. km. BRIDGEST OIME mest seldu dekk á Islandi T rey stift BRIDGEST ONE mikil áhrif, einkum með því að Nýja testamentið, og síðan Biblían öll var prentuð á ís- lenzku. Lítið var í fyrstu prent- að af veraldarbókum, og hafði tilkoma pappírsuppskriftanna þar miklu meiri áhrif en prent- listin framan af. En smám saman tóku prentaðar bækur einnig við af pappírsuppskrift- um veraldarrita, þó ekki að fullu fyrr en langt var liðið á nítjándu öld. Af fornmennta- stefnunni leiddi það að skinn- bækurnar hækkuðu i metum, því að lærdómsmenn vildu fá sem elzta og réttasta texta, enda sum fornrit aðeins til í skinnhandritum, en ekki í nein- um uppskriftum á pappír. Sví- ar og Danir viðuðu allmiklu að sér 1 opinber söfn sín, og síðan kom Árni Magnússon fram og sankaði til sín nálega hverjum skinnsnepli sem eftir var í einkaeigu. Á vorum dög- um eru því flest íslenzk skinn- handrit saman komin í þremur söfnum: Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn og Árna- safni, þar sem þau eru lang- flest. í öllum þessum söfnum er margt íslenzkra pappírs- handrita frá síðustu öldum, en langstærsta safn slíkra pappírs- handrita er þó handritasafn Landsbókasafnsins í Reykja- vík. Seint á liðinni öld gerði bóka- vörður Árnasafns, Kristian Kálund, vandaða skrá um handrit safnsins, sem prentuð var í tveimur stórum bindum (Katalog over den Arnamag- næanske hándskriftsamling). Þar eru í Árnasafni sjálfu, fyrir utan yngri viðbótarsöfn sem því fylgja, talin 2572 „númer“. Sum þeirra eru að vísu aðeins brot, en þar á móti kemur að í sumum númerum eru mörg brot eða jafnvel margar bækur. í skránni er handritunum skipt eftir efni í 18 aðalflokka, en hverjum flokki síðan í ýmsar smærri deildir. Aðalflokkarnir eru þessir: 1. Fornleifafræði. 2. Stjörnufræði, stjörnu- speki, tímatal. 3. Bókfræði, þ. á m. hand- ritaskrár. 4. Alfræði (ýmisl. blandað efni). 5. Málfræði (þar með orða- söfn, bókmenntaskýring- ar o. fl.). 6. Heimspeki og uppeldis- fræði. 7. Eðlisfræði og veður- fræði. 8. Landafræði og ferðir, staðalýsingar, mann- fræði. 9. Skjaldarmerkjafræði. 10. Saga. 11. Áletranir (rúnir), mynd- ir, stafróf, myntfræði, fornskriftarfræði. 12. Lögfræði. 13. Stærðfræði, reikningur. 14. Goðafræði (þar með Eddukvæði), hjátrú. 15. Náttúrufræði, lífeðlis- fræði, læknisfræði. 16. Hagskýrslur og hagfræði (þar með verzlun, gjald- miðill, mál, vog, verð- lag). 17. Guðfræði. 18. Skáldskapur. Þessar fyrirsagnir veita þeg- ar í stað vitneskju um hina geysilegu fjölbreytni Árna- safns. Þar eru ekki aðeins geymd handrit fornsagnanna, heldur heimildir um hluttöku feðra okkar í flestum greinum andlegrar viðleitni menningar- þjóða í fyrri daga. Tengslin við menningu umheimsins eru ávallt óslitin og sterk, en af- burðir í tilteknum greinum frumlegra þjóðbókmennta. Lítum nánara á einstaka aðal- flokka safnsins. Þeirra stærst- ur mun vera 10. flokkur, rit um söguleg efni (Historie). Upptalning númeranna einna saman fyllir 18 blaðsíður, og flokkurinn skiptist í 4 deildir: a) annálar, b) persónusaga c) fornsögur og þættir, d) ríkis- saga (Statshistorie). í annála- safninu eru bæði hinir fornu annálar sem lýkur með Nýja annál árið 1430, og annálar sem ritaðir eru eftir siðaskipti, þeirra elztur annáll Björns Jónssonar á Skarðsá. í persónu- sögu-deildinni eru meðal ann- ars bréfasöfn og bréfabækur, og ýmiss konar fróðleikur varð- andi íslenzka biskupa og aðra nafngreinda menn. Fornsögurn- ar skipa að sjálfsögðu mikið rúm. Þar eru íslendingasögur sem fjalla um menn er lifðu á 10. og 11. öld. Þar eru kon- ungasögur svonefndar sem fjalla um atburði í grannlönd- um íslands, einkum í Noregi. Þar eru fornaldarsögur sem eiga að gerast fyrir íslands byggð, og sögur um samtíma viðburði á íslandi, svo sem biskupasögur og Sturlunga. Þar eru riddarasögur þýddar eftir frönskum kvæðum, og sögur um Maríu mey, postulana og aðra helga menn. Þannig mætti lengur telja. í síðustu deildinni er ýmiss konar fróðleikur, ann- ar en samfelldar íslenzkar sög- 42 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.