Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 30
ROLLS-ROYCE FRÁ 1911 FÓR FYRIR MILLJÓN Bandaríkjamaður nokkur borgaði 9800 £ (meira en milljón ísl. kr.) fyrir Rolls-Royce ..Silver Ghost“ —smíðaár 1911. Tilsvarandi nútímaútgáfa af Rolls-Royce heitir „Silver Shadow“. Hann kom á markaðinn fyrir nokkrum mánuðum og kostar aðeins 6557 £, eða tæplega 800 þúsund ísl. kr. Það var hið fræga uppboðsfyrirtæki Sotheby í London, sem bauð upp 56 gamla bíla á tveimur klukkustundum, og voru þeir slegnir á samtals um átta milljónir króna. Þetta var í fyrsta skipti sem haldið var uppboð á „bílaöldungum" hjá Sotheby. Annars hafa þar eingöngu verið á boðstólum lista- verk og gamlar bækur, eins og við íslendingcir könnumst við síðan Skarðsbók var borin þar upp, sællar minningar. Talsmaður fyrirtækisins lét svo um mælt, að Sotheby liti á þessi úrvals sýnishorn gamalla bila sem listaverk á sína vísu. Meðal bílaöldunganna var glæsilegur vagn, sem hafði verið í eigu framkvæmdastjóra Rolls-Royce verksmiðjanna sir Henry Royce, eins og gefur að skilja af gerðinni Rolls-Royce. Yngstur á uppboð- inu var Horchbíll frá 1939. Nýi eigandinn að hinum 6 m langa „Silver Ghost“, sem á sínum tíma var smíðaður fyrir austurlenzkan maharaja, sagði: „Þessi vagn er ein- stök gersemi. f mínum augum verður hann ekki metinn til fjár.“ Tveggja sæta skemmtiferðavagn, Sun,- beam, af árgerð 1903, með 12 hestafla vél. Þessi bíll fannst fyrir nokkrum ár- um og var þá 1 mjög slæmu ásigkomu- lagi. En það þurfti aðeins að endumýja fáeina hluti í honum til þess að gera hann gangfæran á ný. Hann fór á upp- boðinu fyrir ca. 370.000,00 kr. Minervette var þessi tveggja sæta bif- reið frá belgísku bílaverksmiðjunni Minerva nefndur. Hann er frá árinu 1904 og hefur 5 hestafla vél. Þetta farar- tæki ber mikinn svip af fjórhjóla hest- vagni. Bíllinn á myndinni er einn af þremur sinnar tegundar í heiminum. Skiltið undir númersplötunni gefur til kynna að þessi vagn er ! eigu „Bílaöld- ungaklúbbs". Fjögurra-lítra-Bentley frá árinu 1931, byggðu Vélarorka þessa tveggja sæta Swift bíls með blæjuþaki er 7 hestöfl. Hann var smíðaður 1906 af fyrirtæki, sem áður framleiddi reiðhjól, og vélin hef- ur aðeins einn strokk. Þetta aldna farar- tæki hefur eðeins einu sinni skipt um eiganda áður. SwiftbíIIinn tók þátt á mörgum kappökstrum og stóð sig vel, þó að ekki sé tryllitækið margra gata.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.