Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 33
um það. En það yrði að rannsaka þær fyrst. George tók upp pakka og rétti honum hann. Umsjónarmaðurinn leit í pakkann og fékk George hann aftur. George stakk hon- um inn um grindurnar. Dauft bros hafði leikið um varir Phengaros. Hann horfðist í augu við George. Með hæðnislegri hneigingu tók hann við sígarett- unum og byrjaði siðan að tala. Ég skil mætavel þá blygðunar- tilfinningu, sem kemur yður til að bjóða mér þessa gjöf, herra,“ þýddi ungfrú Kolin. „Ef ég væri glæpamaður, skyldi ég þiggja hana með þökkum. En örlög félaga minna í höndum fasist- anna hvíla þegar of létt á sam- vizku heimsins. Ef yðar eigin samvizka ónáðar yður, herra, má telja yður það til lofs. Ég er enn ekki orðinn svo spilltur, að ég geti leyft yður að létta á samvizku yðar með einum síga- rettupakka. Nei! Hve gjarnan sem ég hefði viljað fá að reykja hann, held ég að hann ætti að hafna á sama stað og önnur Amerikuaðstoð." Með einni handhreyfingu fleygði hann sígarettupakkanum til fangavarðarins að baki sér. Hann féll á gólfið. Þegar vörð- urinn tók hann upp, byrjaði um- sjónarmaðurinn að hrópa reiði- lega til hans gegnum grindurn- ar, og vörðurinn opnaði dyrnar í skyndi. Phengaros kinkaði lauslega kolli og gekk út. Umsjónarmaðurinn hætti að hrópa og sneri sér afsakandi til Georges. „Une espéce de fausse- couche," sagði hann. „Je vous demande pardon, monsieur." „Fyrir hvað?“ spurði George. „Ef honum finnst ég vera lús- ugur leigufasisti og auðvaldsþý, þá er hann í fullum rétti að hafna sigarettunum frá mér.“ „Pardon?“ „Hann var samt nógu siðaður til að henda þeim ekki í haus- inn á mér. Það hefði ég ef til vill gert í hans sporum." „Qu’est ce que monsieur a dit?“ Umsjónarmaðurinn leit ör- væntingarfullur á ungfrú Kolin. George hristi höfuðið. „Látið þýðinguna eiga sig, ungfrú Kolin. Hann skilur þetta ekki hvort eð er. En þér skiljið mig, er það ekki, liðsforingi? Ég hélt það. Ef þér hafið ekk- ert á móti því, þá vildi ég gjarnan komast héðan burt i einum andskotans hveili, áður en eitthvert ólán hendir mag- ann í mér.“ Þegar þau komu aftur til gisti- hússins, lágu þar skilaboð frá Chrysantos ofursta. í þeim voru þær upplýsingar, að ekki hefði fundizt neinn Schirmer á listun- um... „Ungfrú Kolin, hvað drekkið þér, þegar þér fáið þetta í mag- ann?“ „Koníak er bezt.“ „Fáum okkur þá koníak!" Seinna, þegar þau höfðu gert nokkrar tilraunir með þetta lyf sagði hann: „Þegar við vorum í Köln, veitti fyrirtæki mitt mér heimild til að vera þrjár vikur til viðbótar, ef ég teldi það ómaksins vert. Nú er vika liðin og það eina, sem við höfum komizt að, er að Franz Schirmer hefur að lík- indúm ekki verið tekinn til fanga af þessum andartes, sem fyrir- sátina gerðu." „Jæja, það er þó alltaf eitt- hvað.“ „Það er nógu gaman að vita það, en við erum engu nær. Ég gef málinu eina viku í viðbót. Ef við höfum þá ekki komizt nær sannleikanum, þá höldum við heim. Samþykkt?" „Eins og þér viljið. Hvað ætl- ið þér að taka yður fyrir hend- ur þessa viku?" „Dálítið, sem ég hefði átt að gera fyrir löngu: Fara til Vodena og íeita að gröf hans." ATBURÐUR í FLORINA. Þeim var ekið til Vodena i leigubíl frá Saloniki. Það var engin skemmtiferð. Hitinn var óþolandi og vegurinn slæmur. Magakvilli þeirra hindraði þau jafnvel í að njóta þeirrar hugg- unar, sem góður matur og vín- flaska gat veitt. Meðan bílstjór- inn hélt hinn ánægðasti af stað í leit að hádegisverði, settust þau inn á kaffistofu og buðu flugunum byrginn nógu lengi til að drekka eitt koníaksglas, en að því loknu byrjuðu þau með hálfum huga á eftirgrennslunum sínum. Heppnin var með þeim nærri frá byrjun. Kjötmangari á torg- inu mundi vel eftir atburðinum með þýzku flutningabilana — hann hafði verið að störfum á vinekru skammt frá. Andartes- liðarnir höfðu skipað honum að halda sér í fjarlægð. Þegar bílstjórinn kom aftur á vettvang, töldu þau mangarann á að skilja kerru sina með flugnasmituðum varningnum eft- ir í vörzlu kunningja síns og vísa þeim til vegar að staðnum. Benzinafgreiðsian hafði verið rétt hjá járnbrautarafleggjara um fimm kílómetra utan við Vodena, ekki langt frá veginum til Apsalos. Þýzku bílarnir höfðu numið staðar eftir um fjögurra kílómetra akstur eftir þessum vegi. Staðurinn var hinn ákjósanleg- asti til launsáturs. Vegurinn var snarbrattur og þarna var á hon- um kröpp beygja undir fjalls- hlíð með prýðiiegu skjóli fyr- ir árásarmennina milli trjáa og runna. Fyrir neðan veginn var ekkert skjól að finna. Sprengj- unum hafði verið komið fyrir hinum megin við beygjuna.þann- ig að þegar fremsti flutningabíll- inn spryngi i loft upp myndi hann loka veginum fyrir hinum á stað þar sem þeir gætu hvorki snúið við né fundið vörn fyrir skothríðinni að ofan. Þetta hlaut að hafa verið leikur einn fyrir grísku skæruliðana. Hið athyglis- verða var, að tveir hinna ellefu Þjóðverja skyldu yfirleitt hafa komizt undan lifandi eftir veg- inum. Annað hvort höfðu þeir verið óvenjulega fljótir á fæti eða skotin úr fjallshliðinni verið ónákvæm. Hinir látnu voru grafnir lengra niðri nálægt vegarbrún- inni. George leitaði að merkjum á gröfunum — fjöl með nafni og númeri mannsins ef ekki vildi betur. En hann fann ekkert. Undir runna i grenndinni fann hann ryðgaðan, þýzkan hjálm, það var allt og sumt. „Sjö grafir,“ sagði ungfrú Kolin, þegar þau gengu aftur upp eftir brekkunni. „Það kem- ur heim við bréf liðsforingjans til Frau Schirmer. Tiu manns lögðu af stað með liðþjálfanum. Tveir menn snúa aftur. Það vantar liðþjálfann og bílstjóra hans. Sjö hafa verið grafnir." „Já, en Phengaros sagði, að fanginn hefði aðeins verið einn — bílstjórinn. Hvar er þá lið- þjálfinn? Sennilega hefur hann einnig særzt. Hvað nú, ef hann hefur á einhvern hátt sloppið burt frá veginum en verið náð og síðan drepinn lengra i burtu?" „En hvernig, herra Carey? hvernig gat hann sloppið burt?“ Þau voru aftur komin að staðn- um. George gekk meðfram ytri brún vegarins og gægðist niður. Nakinn klettaveggurinn lá snarbrattur niður í dalinn. Það var út í bláinn að ætla að jafn- vel fullhraustur maður hefði reynt að-flýja þá leið undir lát- lausri skothríð að ofan. Þeir tveir, sém undan komust, gátu það vegna þess að þeir voru í aftasta bílnum og voru báðir ósærðir. Frá liðþjálfanum hafði verið fullum tvö hundruð metr- um lengra í skjól. Hann hefði ekki haft minnstu möguleika til að komast þangað. George hélt aftur áleiðis til bílsins. „Það er enn aðeins ein leið til að komast að hinu rétta, og hún er sú að finna einhvern, sem var þátttakandi." Ungfrú Kolin kinkaði kolli í átt til mangarans. „Ég hef talað lítið eitt við manninn. Hann segir að andar- tes þeir, sem gerðu atlöguna, hafi verið frá Florina. Það er í samræmi við ummæli ofurst- ans.“ „Þekkti hann nokkurn þeirra með nafni?" „Nei — þeir sögðust aðeins vera frá Florina." „Enn ein blindslóð ... Gott og vel, við förum þangað á morgun. Við ættum líklega að reyna að komast til baka núna. Hve mikið haldið þér, að ég ætti að gefa gamla manninum?" Það var komið kvöld, þegar þau komu aftur til Saloniki. f fjarveru þeirra virtist eitthvað óvenjulegt hafa gerzt. Á götun- um var aukalið lögreglumanna og búðareigendur ræddu hástöf- um við nágrannana á gangstétt- unum. Það var ös í öllum kaffi- húsum. f gistihúsinu heyrðu þau tíð- indin. Rétt fyrir klukkan þrjú síð- degis hafði lokuðum herflutn- ingabil verið ekið upp að Eur- asian Creditbank við Rue Egn- atie. Skyndilega var segldúks- lokunni svipt frá og sex menn stukku út. Þeir voru vopnaðir vélbyssum og handsprengjum. Þrir þeirra tóku sér strax stöðu við inngöngudyr bankans. Hinir þrír fóru inn. Eftir rúmar tvær mínútur voru þeir komnir út aftur með mörg þúsund dollara virði i útlendum gjaldeyri. Tiu sekúndum siðar voru þeir komn- ir upp í bílinn og óku leiðar sinnar. Fyrirtækið hafði verið skipu- lagt út í æsar. Ræningjarnir höfðu vitað nákvæmlega hvar peningarnir voru og hvernig þeir áttu að ná í þá. Enginn var skot- inn. Skrifstofumaður, sem reynt hafði að setja neyðarbjölluna af FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.