Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 48

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 48
Hrein húð, silkimjúkt hár, mjúkar hendur og umhugsun alls líkamans er merki um góða umhyggju. Árangur af góðri umhirðu húðarinn- ar og líkamans kemur fram með árun- um. Það er ætlazt til, að konur séu allar aðlaðandi. Samt sem áður gleyma marg- ar konur þessu. Illa hirt hár, óaðlaðandi hendur og neglur, ljót húð er vöntun á virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Daglegt bað þvær burt fitu og svita sem kemur yfir sólarhringinn um allan líkamann. Konan verður að finna rétta sápu sem hæfir húðinni (karlmaðurinn engu síð- ur). Hver og ein kona á að velja sér baðolíu, baðsalt og talkum af eigin smekk vegna ilmsins. Oft þarf líkaminn mýkjandi krem eða vökva eftir bað og ekki má gleyma fótunum. Hreinsun og uppfrískun líkamans er jafnáríðandi og góð umhirða andlits- ins. Ásamt sápu. baðolíu eða baðsalti haf- ið bursta með löngu skafti og vel þykk- an þvottapoka til að vekja frumurnar og blóðrennslið og að sjálfsögðu til að fjarlægja dautt skinn. Sturtubað eftir það er æskilegt. Hafið vikulega pimpstein eða því um líkt til að fjariægja sigg á fótunum. Notið naglabursta til að skrúbba fæt- urna, olnboga og hendur. Notið mikla sápu. Skolið húðina út tæru vatni þar sem sápan þurrkar jafnt húðina á líkam- anum og andliti. Þurrkið líkamann hressilega með góðu þykku handklæði. Skellið handklæðinu yfir herðarnar, undir handleggina þvert yfir bakið og mjaðmirnar. Þurrkið vel og líflega. Þetta er sagt það næstbezta við nudd. Ýmsar þekktar skemmtilegar vörur eru til til að gera böðun skemmtilega, afslappandi og um leið frískandi. FÆTUBNIR: Sárir fætur geta orsakað hrukkur í andliti. Áður hefur verið minnzt á, hvernig skal baða fæturna. Eftir bað þarf að þurrka fæturna vel, sérstaklega milli tánna til að varna að húðin springi. Ef einhver óvenjuleg sár eru á fótum, vitj- ið þá læknis. Hér koma nokkrar leiðbeiningar um meðferð fótanna. Verið viss um að skórnir passi. Ann- ars bezt að losa sig við þá. Lofið að fara aldrei aftur í skó sem hæfa ekki fætinum. Skerið aldrei líkþorn eða sigg. Það orsakast venjulega af skóm sem passa ekki. Ef sársauki er í líkþornum og siggi, látið fótasérfræðing fjarlægjá þessi óþægindi. Skiptið um skó að minnsta kosti einu sinni á dag. Þetta er afar áríðandi ef háir hælar eru notaðir meirhluta dags- ins. Setjið fótaduft eða talkum á fæturna og inn í skóna daglega. Ef fæturnir bólgna, hvílið þá í salt- vatni eða volgu vatni með góðu fóta- salti. Leggið fæturna upp við öll tæki- færi til að hjálpa blóðrásinni. Nudd hjálpar einnig. Þegar búið er með hina vikulegu hreinsun fótanna ætti mýkjandi krem eða vökvi að nuddast inn í fæturna. Það heldur húðinni mjúkri og hjálpar blóðrásinni. Setjið Cologne (Steinkvatn) á fætur sem eru heitir og þreyttir. Þetta minnk- ar hita húðarinnar og varnar bólgum. Gefið sjálfum ykkur góða fótsnyrt- ingu vikulega. Það er ekki nauðsynlegt að lakka neglurnar en til að láta sér líða vel í fótunum verður að hugsa vel um neglurnar og naglaböndin ásamt öðrum hlutum fótanna. Skerið eða klippið táneglurnar beint fyrir til að varna að nöglin vaxi inn í holdið. Rúnnið þær ekki eins og negl- urnar á fingrunum. Notið naglabandamýki og sérstaklega gerð lítil prik (orangewood) til að þrýsta aftur naglaböndunum á tánum. Aldrei að klippa naglaböndin. Munið að betra er að hafa ekkert naglalakk en illa gert. SVITAMEÐUL: Margir halda að svitameðul séu ný- næmi. Svo er ekki. Það er hægt að fara aftur á 13. öld þar sem búið var til duft til varnar svita. Formúlan var einhvers konar lauf, ýmis ,hvít“ púð- ur og svolítið af rauðvíni. Nú eru svitameðul alveg sjálfsagð- ur hlutur og margar gerðir til af þeim. Notið gott svitameðal reglulega, en ekki bara öðru hvoru. Leiðbeinið unglingum jafnt drengj- um sem stúlkum að nota svitameðul. Þá má ýta undir karlmennina og sumar konur með not á þessari afar nauðsynlegu vöru. Allt svitakrem verkar bezt, þegar bor- ið er á hreina þurra húð. Margs konar styrkleiki er fáanlegur, veljið þann sem hæfir bezt. Það er æskilegt að skipta öðru hvoru um svitakrem, maður getur orðið ónæm- ur fyrir þeim. Nota á svitakrem strax eftir daglegt báð. Þá daga sem tíðir fara fram eða eitthvað reynir á, er æskilegt að nota svitakrem tvisvar á dag. Bezt er að setja ekki svitakrem undir hendur fyrr en átta stundum eftir að hár hafa verið fjarlægð. HÚÐ OG MEÐFERÐ ANDLITSINS: Aukahár: Hár á andliti. Allar konur hafa eítt- hvað af hárum á andliti. Það er aldrei til leiðinda nema þau séu dökk eða mikið af þeim. Það kemur fyrir að hárvöxtur auk- ist á breytingartímabilinu. Þegar konur eru miðaldra. Einnig oft eftir móður- lífsaðgerðir. Möguleiki er á að læknar geti gert eitthvað í því tilfelli. Hár undir handleggjum. Það er tal- inn sjálfsagður hlutur að fjarlægja hár undir handleggjum. Auðveldast er að nota rakvél. Gætið þess að raka ekki of þétt að húðinni svo að hún skaðist ekki. Ef rakað er undir höndum, þá notið svitameðul átta stundum síðar. Ekki fyrr. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.