Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 38

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 38
EKCO SJÓNVARPSTÆKIÐ SEM VEKUR ATHYGLI. MJÖG HAGSTÆÐIR AFBORGUNARSKILMÁLAR (SM3Í&C3J Laugavegi 178, sími 38000. RAF-VAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, ADLER vél er allra bezt allir nota ADLER, ADLER hér og ADLER þar, ADLER alls staðar. SKRIFSTOFUÁHÖLD Skúlagötu 63 - Slmi 1 79 66 MYNDAMOT HF. MORGUNBLAÐSHÚSINU SfM117152 • Bókagerð Framh. af bls. 14. veitzt um aldir þau ritverk sem hvað mest áhrif hafa haft á trú og hugmyndir a. m. k. vestrænna Þjóða; með tilkomu þeirra var fundin aðferð til að varðveita fróðleik og skáld- skap frá kynslóð til kynslóðar, þannig að einn maður gat með því að taka sér bók í hönd og lesa á hana numið á skömmum tíma vísdóm sem margir menn höfðu safnað til á áratugum og öldum. Að vísu hefur margt óþarft verið skráð á bækur, en allí um það er bókin sú máttarstoð sem hið hátimbraða menningarhof nútímans stend- ur á. Landnámsmenn, forfeður vor- ir, hafa vafalaust sumir hverj- ir kunnað að rista rúnir. Rún- ir voru ýmist höggnar á stein eða ristar á tré, en ekki er neitt varðveitt af því sem landnáms- menn á íslandi kunna að hafa krotað með rúnum sér til minnis eða skemmtunar. Sum- ir hafa látið sér detta í hug að elztu bókmenntir íslendinga hafi verið skráðar með rúnum, en hvorki verður það sannað né afsannað. Aftur á móti má telja öruggt að íslendingar hafi lært að skrifa bækur skömmu eftir að kristni var lögtekin. Kristnin var innflutt og allt hugmyndakerfi hennar var landsmönnum framandi, en um árið 1000 höfðu margar og þykkar bækur verið skrif- aðar um kristin fræði. Grund- vallarrit kristninnar, biblían, er svo mikið rit að óhugs- andi er að varðveita boðskap hennar nema á bókum. Það 38 var því ómögulegt að boða kristna trú nema styðjast við bækur, og má því búast við að þeir Þorvaldur víðförli, Stefn- ir Þorgilsson og Þangbrandur prestur hafi haft með sér eitt- hvað af skræðum. Einnig var loku fyrir það skotið að prest- ar gætu gegnt embætti sínu nema þeir væru læsir. Af þessu er ljóst að bókagerð hefur hlotið að hefjast hér á landi á elleftu öld, en á næstu öld- um hefur hún vaxið og blómgazt til svo mikilla muna, að bókmenntir eru sá þáttur í menningarsögu þjóðarinnar sem við erum stoltastir af og raunar eini þátturinn sem bor- ið hefur hróður lands og þjóð- ar um víða veröld. Eftir því sem kristni efldist í landinu og prestar urðu fleiri hefur eftirspurn eftir bókum vaxið. Fyrstu bækurnar hafa vafalaust komið frá útlöndum, en bækur voru dýrar og ómögu- legt hefur verið að fullnægja þörfinni með innfluttum bók- um. fslendingar hafa því fljót- lega neyðzt til að læra að búa til bókfell og skrifa sínar bæk- ur sjálfir, en þeir sem lærðu að draga til stafs hafa von bráðar komið auga á hvílíkt þarfaþing bók gat verið. Skömmu eftir 1100 komu for- ustumenn þjóðarinnar auga á þá augljósu staðreynd, að lög landsins mundu betur geymd á skinni en í minni lögsögu- mannsins. Sumir halda að frumdrög Landnámu hafi ver- ið skráð á bók um það leyti sem tíund var lögtekin árið 1097. Um það leyti má búast við að farið hafi verið að skrá veraldlegan fróðleik á skinn- bækur hér á landi; það hefur síðan smám saman farið vax- andi á tólftu öld, en á þrettándu öld er blómaskeið veraldlegra bókmennta á íslandi; á þeirri öld hafa margar skinnbækur verið skrifaðar hér á landi, og eru sumar þeirra enn til, en á fjórtándu öld náði bókagerð- in mestum vexti og þroska. Frá þeirri öld eru varðveittar bæk- ur sem eru gerðar af þeirri list- fengi, að íslendingum hefur ekki hingað til tekizt að gera betur. Á íslenzkar skinnbækur er skráð margs konar efni: kirkju- legar bókmenntir, lög, sagn- fræði, íslendingasögur, kvæði og margt annað. En hvergi hafa þeir sem skrifuðu hand- ritin lýst því, hvernig þeir fóru að því að búa til bækur: hvernig skinnið var verkað, hvaða áhöld voru notuð, hvern- ig penni var búinn til, hvernig og úr hverju blek var gert og svo framvegis. Hins vegar eru til allgamlar lýsingar á bóka- gerð í erlendum ritum, og má ætla að svipaðar aðferðir hafi verið notaðar á íslandi, þar sem íslendingar hljóta að hafa lært handverkið af erlendum mönnum. Svo virðist sem íslendingar hafi einvörðungu notað kálf- skinn í bókfell; sumar þjóðir notuðú einnig sauðskinn, t. d. má nefna að allmörg norsk handrit eru varðveitt, sem gerð eru úr sauðskinni. Skinnið hef- ur að sjálfsögðu fyrst verið rakað og var nauðsynlegt að það væri vandlega gert; að öðrum kosti varð illt að skrifa á háraminn. — ’Sá má skrifa á ull, sem hér skrifar á; hér má ekki skrifa', stendur á spássíu í rímnahandriti frá því skömmu fyrir 1500, sem varð- veitt er í Wolfenbiittel í Þýzka- landi. Ef til vill hafa skinnin stundum verið rotuð; um það brestur heimildir. En víða í handritum sjást leifar af hár- um, einkum þar sem útnárar hafa verið notaðir í blöð, og bendir það til að algengast hafi verið að raka skinnin. Vafa- laust hafa skinnin verið hæld og hert, en síðan hafa þau ver- ið elt. Áuðséð er að holdrosinn hefur verið vandlega skafinn og ef til vill háramurinn líka, til þess að fá sem mýksta og jafnasta áferð. Þegar vel tókst til um verkun bókfellsins varð það hvítt og þjált, og þannig er það ennþá í þeim skinnbókum íslenzkum sem bezt eru varð- veittar. Þegar bókfellið var tilbúið til notkunar varð fyrst fyrir að sníða það í hæfilega stóra hluta, eftir því í hve stóru broti bókin skyldi vera. Síðan var hver hluti tekinn og brotinn saman, þannig að úr honurh fengust tvö blöð samföst í kil- inum. Ekki er kunnugt um hvað fyrri tíðar menn nefndu þessi tvö samföstu blöð; Danir hafa á síðari tímum nefnt þau bladpar, en ég hef stundum leyft mér að nefna þau tvinn og geri það hér eftir. Algeng- ast var að fjögur tvinn væru lögð saman í kver (örk), þann- ig að átta blöð urðu í kverinu, og var þá fyrsta blað áfast við áttunda, annað við sjöunda, þriðja við sjötta og fjórða við fimmta. Stöku sinnum voru þó tíu eða tólf blöð í kveri, og stundum var stökum blöðum skotið inn í milli, þannig að í kverinu urðu sjö, níu eða ellefu blöð. í bókum þeim sem ríkuleg- FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.