Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 17

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 17
pappírsuppskriftir séra Jóns og eru þær nú í Árnasafni. Tjón- ið hefði verið ómetanlegt ef íslendingabók hefði tortímzt, því að hún er, svo langt sem hún nær, hyrningarsteinn undir öllum rannsóknum á elztu sögu íslands. Ófáar eru þær íslendingasögur sem aðeins eru til í einu skinnhandriti, oft óheilar og afbakaðar á ýmsa lund. Pappírs- uppskriftir, þótt til kunni að vera, eru þá allar runnar frá þessari einu skinnbók. Möðruvallabók er mest allra handrita ís- lendingasagna, geymir alls 11 sögur, þar á meðal Njálu og Eglu, og eru þær báðar til í ýmsum öðrum handritum. En Möðru- vallabók má kallast eina handrit Kormákssögu, Víga-Glúms- sögu og Droplaugarsonasögu, og mundi vera allmikið skarð í fornbókmenntir okkar ef þær sögur hefðu allar farið for- görðum. Aðrar sögur hafa þó orðið enn harðar úti, þótt svo sé kallað að þær hafi varðveitzt. Heiðarvígasaga sem líklega er elzt allra íslendingasagna er aðeins til í einu skinnhand- riti. Þegar handrit þetta kom fram í dagsljósið á síðari öld- um vantaði framan af sögunni, enginn veit hve mikið. Síðan brann miðhluti sögunnar í eldinum mikla í Kaupmannahöfn 1728, og er sá hluti aðeins til í endursögn Grunnavíkur-Jóns. Er nú aðeins síðari — eða síðasti hluti sögunnar til í því sem kalla má upphaflega mynd. Svarfdælasaga er ekki lengur til í þeirri fornu gerð sem um er talað í Landnámu, en sagan hefur varðveitzt í endursaminni gerð frá 14. eða 15. öld, og er því líkast sem henni háfi þá, að mati nútíðarmanna, verið stórlega spillt. En þessi afskræmda gerð hefur ekki einu sinni fengið að geymast ósködduð. Þegar séra Jón Erlendsson skrif- aði söguna eftir skinnbók nær miðri 17. öld, þá vantaði í hana langt skeið á einum stað, fyrir utan margar minni eyður. Þessi óheila skinnbók, og aðrar heillegri, sem til kunna að hafa verið, voru glataðar fyrir daga Árna Magnússonar, og engu til að tjalda nema uppskrift séra Jóns. — Þannig mætti lengi halda áfram að rekja harmsögu fornra rita: Sum hafa týnzt gersam- lega með skinnbókunum, svo að gott má heita ef við þekkj- um nafnið eitt; sum hafa komið afbökuð og sködduð úr eld- skírn handritaaldar; sumum hefur verið bjargað á elleftu stundu af barmi glötunarinnar. Eftir þessa raunarollu getum við aftur horfið til upphafs þessa greinarkorns og rifjað upp það sem þar segir um hand- rit Njálu. Þar sjáum við góða varðveizlu íslenzkrar fornsögu. Sagan hefur fljótlega öðlazt þær miklu vinsældir sem hún hefur haldið allt til þessa dags, og eru elztu handritin litlu yngri en ritunartími hennar. Síðan var sagan endurrituð æ eftir æ, og lesin í uppskriftum, langt fram á 19. öld; þá hafði hún raunar löngu verið gefin út á prent, í fyrsta sinn árið 1772. En svo má þykja sem þessi uppskriftastarfsemi hafi alls ekki mátt minni vera, því að á móti gekk eyðingin, og hún var langtum stórvirkari. Engin ein skinnbók geymir Njálu alveg heila, og þurfa þær því að bæta hver aðra upp. Þó eru fáein Njáluhandrit sem kalla má næstum ósködduð, en hin eru þó miklu fleiri sem aðeins eru ofurlítil brot, fáein blöð sem eftir lifa úr miklum skinnbókum. Óhætt er að gera ráð fyrir því að jafnframt þessum skinnbókum sem varðveitzt hafa að meira eða minna leyti hafi verið til enn fleiri sem nú eru svo gersamlega glataðar að ekki er urmull eftir. Pappírshandrit hafa einnig verið lesin upp til agna eða farið forgörðum á annan hátt hrönnum saman. Flest pappírshand- ritanna eiga rætur að rekja til skinnbóka sem varðveitzt hafa, en þó eru sum komin frá glötuðum skinnbókum, Njála er dæmi um varðveizlu fornrits eins og hún gerist bezt. En hún sýnir þó vel hverjir annmarkar eru á því að rit- verk geymist aðeins í uppskriftum, samanborið við það sem nú gerist, að allt sé óðara gefið út á prent, og hafi svo fengið fasta mynd um aldur og ævi. Þótt elztu Njáluhandritin séu ekki miklu yngri en sjálft hið glataða frumrit sögunnar, þá ber þeim þegar býsna mikið á milli. Skipt er um orð, setning- ar felldar brott fyrir vangá, en öðrum bætt við til nánari skýringar, meira að segja ortar margar vísur til viðbótar og lagðar í munn sögupersónum (sbr. vísnaaukann aftast í Njálu- útgáfu Fornritafélagsins). Þetta sýnir að fornir uppskrifarar hafa talið sér heimilt að fara frjálslega með textann og breyta eftir geðþótta sínum. Og fyrir vikið eru þeir sem fást við útgáfur og rannsóknir fornrita í mikinn vanda settir, ef þeir Framh. á bls. 41. UNDARLEGIR HLUTIR EINKENNILEGUR STAÐUR STRAX og þú sérð staðinn, verður þú þess á einhvern hátt var að náttúrulögmálin láta ekki að stjórn. Sértu hestríðandi. mun eðlisávísun hestsins beina honum frá. Fuglar taka skyndilega sveig á fluginu og hraða sér á öruggara svæði. Jafnvel er auðséð á trjánum, að þau eru undir áhrifum krafta, sem þau komast ekki undan. Það sést á því, að innan þessa einkennilega hrings, þar sem þyngdarlögmálið hlítir ekki sínum eiginlegu reglum, drúpa greinar þeirra augljóslega og stofnarnir sjálfir hall- ast í segulnorður þrátt fyrir að trén allt í kring standi þráðbein. Þetta er hið heimsfræga „Oregon loftgat“, en sá stað- ur er .við bakka, Sardínulækjar, um það bil þrjátíu míl- ur frá Grantsskarði í Oregonfylki í Bandáríkjunum. Hvað þarna gerist er öllum ljóst, en hvers vegna og hvernig: Það eru spurningar, sem enn hefur ekki auðn- azt að svara. Loftgatið er hér um bil 165 fet í þvermál og því sem næst hringlaga, en mælingar með þar til gerðum tækj- um sýna að nákvæm stærð þess breytist lítils háttar á níutíu daga fresti. Innan þessa svæðis er gamall timbur- kofi, þar sem einu sinni var málmrannsóknarstöð, en hún var yfirgefin árið 1890, þegar vogirnar fóru að leika ýmsar einkennilegar kúnstir. Á sínum tíma stóð kofinn um það bil 40 fetum utan við takmöi’k loftgatsins og uppi í hlíðarslakka. Síðar rann hlíðin fram og kofinn með, þangað sem hann stendur nú. Byggingin er öll skökk og skæld, en hvort það er vegna áhrifa loftgats- ins eða eftir ferðina niður hlíðina, um það geta menn ekki orðið sammála. Þegar þú stígur inn i húsið, er eins og þú sért kom- inn í annan heim. Þú finnur gífurlegan þrýsting niður á við, rétt eins og þyngdaraflið hafi allt í einu áuk'izt. Þú hallar þér ósjálfrátt um 10 gráður í áttina að miðju hringsins. Ef þú hallar þér aftur á bak, það er að segja í áttina frá miðju, færðu þá óhugnanlegu tilfinningu, að þú sért dreginn að miðjunni — og mælitæki sýna einnig að svo er. Fjöldi vísindamanna hefur framkvæmt langvarandi rannsóknir á loftgatinu til að reyna að leysa gátuna. Þeir hengdu 14 kílógramma þunga stálkúlu í keðju neðan í einn af loftbitum kofans. Gestir geta virt þessa kúlu fyrir sér, þar sem hún hangir á skjön og lætur þyngdar- lögmálið lönd og leið. Hún hangir í áttina inn að miðju loftgatsins og í þá átt er auðvelt að ýta henni. Hins vegar er miklu erfiðara að ýta henni í áttina út úr hringnum. Sígarettureykur hagar sér líka undarlega inni. Reykj- arstrókur, sem maður blæs frá sér í kyrru loftinu inni í kofanum, snýr upp á sig líkt og gormur og snarsnýst með síauknum hraða þangað til hann hverfur algerlega. Skemmtiferðamenn geta sjálfir gert skemmtilegar til- raunir inni í kofanum. Ein er t. d. sú að leggja gler- krukku á hallandi borð og horfa á hana velta upp í móti. Setji maður bolta, jafnvel venjulegan barnabolta, á slétta grundina úti við takmörk hringsvæðisins, veltur hann undantekningarlaust af stað inn að miðjunni. Hand- fylli af pappírssnifsum, sem hent er upp í loftið, tekur til við að snarsnúast í loftinu, rétt eins og ósýnileg hönd stjórnaði hreyfingu þeirra. Heldur þykir þetta drauga- leg sjón. Framh. á bls. 43. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.