Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 41
setla, ef nokkrar bækur eru til með sömu hendi, að þær hafi verið ritaðar af manni sem hafði skriftir að atvinnu. Af þessu verður þó ekki dregin ein- hliða ályktun. Það er alkunn- ugt að menn skrifa misjafnlega vel, og þess. eru mörg dæmi frá síðari öldum, að menn sem höfðu góða rithönd hafa gripið í að skrifa bækur, þótt aðal- atvinna þeirra væri'önnur, og verður vitanlega ekkert full- yrt um hve mikill hluti ís- lenzkra skinnbóka hefur verið skrifaður af þeim sem höfðu bókagerð að aðalstarfi. Það efni hefur ekki verið kannað til hlítar, en svo virðist sem nokkra vitneskju megi fá um þetta með skipulegum rann- sóknum. Á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu voru skrifstofur í klaustrum, og sums staðar sátu munkar við skriftir í eins konar básum. Þar sem regla var ströng unnu skrifarar sex klukkustundir á dag; þeir skrifuðu við dagsbirtu, en ljós voru ekki leyfð. Um aðstöðu íslenzkra skrifara eru engar heimildir til. Stöku sinnum kemur þó fyrir að þeir hafa klórað athugasemdir um líðan sína á spássíur bóka þeirra sem þeir voru að skrifa; mest af þessu er barlómur: ’illt er að skrifa í útnyrðingi' — ’augna- veikur ér aulinn' — ’Jesús Máríuson sjá þú til augna þræls þíns'. Þetta stendur allt í rímnahandriti frá 16. öld, ÁM 604 fol. Ugglaust mætti fá nokkra mynd af högum skrifar- anna og viðhorfum þeirra til verksins með því að tína allt til sem þeir hafa krotað um þetta efni á spássíur bóka sinna, en það hefur aldrei ver- ið gert. Gaman er að veita því athygli, þegar sögur eru mis- munandi skemmtilegar, svo sem Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta, sem er hundleiðinleg á köflum, að orðamunur í hand- ritunum er greinilega meiri í leiðinlegu köflunum en þar sém efnið er skemmtilegt. Stundum hefur skemmtilegt éfni þó ekki nægt til að halda skrifaranum vakandi; Páll Sveinsson úr Flóa skrifaði Njálu upp eftir skinnbók á seytjándu öld; þegar hann var langt kominn með verkið hefur hann skrifað á spássíu í skinn- bókinni: ’fá þú ómak, so drjúg sem þú ert; það mun þeim þykja, sem eftir þér klórar.* FÁLKINN FLÝGUR ÚT ____Melka STRETCH ENKALON Framh. af bls. 17. vilja grafast eftir frumtexta einhvers ritverks sem geymt er í mörgum handritum. Þá þurfa þeir að bera handritin saman orð fyrir orð, skipta þeim í flokka, og vega og meta ein- staka lesháttu. Þegar handrit er aðeins eitt eru menn að sjálf- sögðu lausir við öll þvílík heilabrot, en nærri má geta hversu traustur textinn er þegar aðeins er til ein uppskrift sem máske er mörgum öldum yngri en frumrit verksins. Því fleiri handrit sem til eru, því meiri von er um réttan texta. Hvaða íslenzkt fornrit skyldi þá vera til í flestum uppskrift- um? Ekki er það nú Njála, þó að hún hafi vinsæl verið. Það rit sem ber af öllum öðrum að uppskriftafjölda er lögbókin gamla sem Magnús Hákonar- son Noregskonungur setti ís- lendingum, og kölluð er Jóns- bók eftir lögmanni þeim er flutti hana hingað út árið- 1281. í fyrstu voru íslendingar tregir til að taka við þessum nýju lögum, en með tímanum breyttist viðhorf þeirra, og þótti þá konungur sá sem lögin hafði sett rétt nefndur lagabæt- ir. Ekki varð því við komið er grein þessi var samin að kasta tölu á öll handrit Jónsbókar, en ég ætla að þau séu einhvers staðar á þriðja hundraðinu. Notagildi lögbókarinnar í skipt- um manna, bæði við friðsemd og deilur, hefur mestu valdið um útbreiðslu hennar, og aldrei þótti of snemma byrjað að kenna ungum sveinum krókstigu laganna. Það er í frásögur fært að Páll Vídalín lögmaður var látinn læra að lesa á gamla lögbók sem skrifuð var á skinn, enda varð hann allra manna lögfróðastur um sína daga og ritaði merkilegar skýringar yfir fornyrði lögbók- arinnar. Á sextándu öld urðu geysi- legar byltingar í andlegu lífi íslenzku þjóðarinnar, og var þeirra mest trúarbyltingin frá kaþólsku til Lútherssiðar, með öllum sínum slóða. Siðaskiptin urðu afdrifarík fyrir einn flokk skinnbóka: þann sem geyjndi kaþólsk helgirit. Öllum pápísk- um villuritum skyldi nú tor- tímt, og skal hér engum getum að því leitt hvað farizt hefur í þeim hreinsunareldi, en mest- megnis hafa það verið latinu- ER NÝJUNG Sérstaklega mjúkur FLIBBI — Þetta er hifl mjúka, þægilega skyrta sem þrettgir hvergi að. melka HERRADEILD i; "J Austurstræti 14, sími 12345 Laugavegi 95, sími 23862 rit. Jón lærði segir frá því í Bragasögu sinni, sem máske er ekki óyggjandi heimild, að bók- um Helgafellsklausturs „ásamt því öðru gömlu kirkjurusli" hafi verið eytt í tveimur eða þremur geysimiklum brennum. Hætt er við að ekki hafi þá altént verið vandlega lesnir sauðir frá höfrum, enda gat verið blandað efni í einni og sömu skinnbókinni. En á móti kom bókaást íslendinga og bók- menntaást sem lífi hélt í mörgu skinnhandritinu; og bryndreki hins lúterska rétttrúnaðar, Guðbrandur Hólabiskup, tók frægasta helgikvæði úr ka- þólskum sið upp í Vísnabók sína. Svo hagaði til að samtímis siðaskiptunum urðu tvennar stórbreytingar í bókagerð hér á landi: Farið var að rita á pappír í staðinn fyrir skinn, og fyrsta prentsmiðjan var flutt til landsins fyrir atbeina Jóns biskups Arasonar. Elzta papp- írsbók íslenzk sem varðveitzt hefur er einmitt bréfabók fyrsta lútherska biskupsins, Gissurar Einarssonar. Úr þessu var skammt að bíða að pappír- inn leysti bókfellið gersamlega af hólmi, og þótt stöku skinn- bækur væru enn búnar til sam- kvæmt gamalli hefð, þá hafði það litla hagnýta þýðingu. Pappírinn færði fornbókmennt- unum að sumu leyti böl, en þó meiri blessun. Þegar komin var pappírsuppskrift gamallar skinnbókar, hrein og auðlæsi- leg, með leturgerð og stafsetn- ingu samtímans, þá hafði skinn- bókin glatað notagildi sínu og var gjarna rifin í tætlur. En pappírinn var s^vo mörgum sinnum auðfengnari og ódýrari en bókfellið að uppskriftir forn- rita færðust nú stórkostlega í aukana, þekking jókst og áhugi glæddist á fornritunum, enda studdu hér að áhrif hinnar suð- rænu fornmenntastefnu sem hingað barst um þessar mund- ir. Mörg skinnbókin sem átt hefði glötun vísa hvort eð var, öðlaðist eilíft líf í uppskriftum á pappír, þótt þær uppskriftir væru sjaldan alveg villulausar. Prentlistin var tekin í þjónustu kirkjunnar og hafði þar þe?ar FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.