Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 20
Er manneskjan fljótari að læra í svefni en vöku? Vísindamenn í austri og vestri vinna að því að fullkomna „næturháskól- ann“. I rannsóknarstofnunum lækn- isfræðinnar verður það sífellt algengara að fólk leggist til svefns með „silfurskaut“ á höfðinu. Þetta fólk minnir einna helzt á yfirgefnar brúður í brúðuleikhúsi, þar sem það liggur í rúminu með fjöldann allan af blýþráðum út frá höfð- inu. Læknar og draumarann- sakendur snúa sólarhringnum við og fylgjast með sítitrandi fjöðrum heilalínuritans, sem ritar upplýsingar um starfsemi hinna ýmsu heilastöðva á margra metra langar pappírs- ræmur. Vísindin leggja um þessar mundir mikla áherzlu á að lyfta hulunni af svefni og draumum. En Þó að þau geti raunar ekki gefið fullnægjandi svar við spurningunni: hvað er 20 FÁLKINN svefn? né skýrgreint hvernig þeirri endurnæringu er varið, sem við öðlumst við það að sofa, er fjöldi fólks reiðubúinn að deila herbergi og rúmi með ýmiss konar tækjum, sem gegna því hlutverki að veita orðum og setningum inn í und- irvitund þess, á meðan það sef- ur. Aðeins fátt af þessu fólki gerir sér grein fyrir að til- raunasvefn þess er framlag í þágu vísindanna. Það lítur á hann sem framlag til eigin vel- gengni í lífinu, og er óðfúst að nota þennan þriðjung sólar- hringsins sem við eyðum í rúm- inu til slíkra hluta. Slagorðið „Lærðu sofandi — sofðu meðan þú lærir“ finnur hvarvetna góðan hljómgrunn. Fyrstu tilraunirnar með svefnfræðslu voru gerðar í Bandaríkjunum. Á síðastliðnu ári barst þessi nýja náms- aðferð yfir Atlantshafið til Englands og þar risu upp margar svefnfræðslustofnanir. Sums staðar var fyrirkomulag- ið þannig, að komið var upp stórum svefnskálum, þar sem hópur nemenda lærði sameigin- lega, en annars staðar létu fyr- irtækin viðskiptamönnum sín- um í té segulbönd, endurtekn- ingartæki og annan útbúnað til svefnfræðslunnar. Áhugi á þessari nýju námsaðferð hefur nú einnig vaknað á meginlandi Evrópu. Bréfaskóli 1 Zúrich, er nefnist „Cosmophone-School Ltd.“ og kennir tungumál, hef- ur frá því á síðastliðnu vori auglýst svefnfræðslu við nám í ensku, frönsku, spænsku og ítölsku. Sennilega eru þáð ekki færri en eitt þúsund Svisslend- ingar sem fá um þessar mund- ir tungumálainngjöf í undir- vitundina öðru hvoru alla nótt- ina og nótt eftir nótt. Sjálf- stýrður plötuspilari byrjar að spila á ákveðnum tímum og spænskar setningar hljóma við rúmstokkinn eða er hvíslað í eyra nemandans úr tæki sem stungið er undir koddann. Löngu áður en farið var að gera tilraunir með svefn- fræðslu, skrifar Aldous Huxley um hana í bók sinni um heim framtíðarinnar „Fagra, nýja veröld“ og gerir óspart gys að henni. Meðan Tommy litli sefur fær hann hvísllexíu í landafræðit „Níl er lengsta fljót Afríku og næstlengsta fljót jarðar. Hún er næstum eins löng ...“ Við morgunverðinn er hann spurð- ur hvert sé lengsta fljót Afríku. Það veit hann ekki. „Manstu ekki eftir einhverju, sem byrj- ar á þessa leið: Níl er lengsta ... ? Þá bunar upp úr Tommy: „NílerlengstafljótAfríkuognæst lengstafljótjarðarhúnernæstum einslöng . ..“ En spurningin um lengsta fljót Afríku er jafn- óleysanleg fyrir honum og áð- ur. Ályktun Huxleys er sú, að maðurinn geti ekki tileinkað sér vizkuna, ef skilningurinn er ekki fyrir hendi. En sjálfsagt finnst mörgum þetta ótímabært spaug hjá Huxley, því þegar allt kemur til alls, er þetta ekki nýtt fremur en annað undir sólinni. Öldum saman hefur það tíðk- azt í tíbetskum klaustrum, að munkarnir hvísluðu hinum heilögu textum í eyru munka- efnanna meðan þeir sváfu. Sömuleiðis var þessi aðferð notuð í heimsstyrjöldinni fyrri, þegar verið var að festa loft- skeytamönnum bandaríska flot- ans í minni hin ýmsu hljóð- merki, sem þeir þurftu að kunna fullkomin skil á. Og í heimsstyrjöldinni síðari, þegar starfsmenn neðanjarðarhreyf- ingarinnar þurftu að fá falsað- ar persónulegar upplýsingar, mállýzkueinkenni og önnur tæknileg atriði svo rækilega á heilann að þau yrðu þeim sem meðfædd, var þetta bæði stagl- að í þá á daginn og þulið í eyru þeirra á nóttunni. Og frá stríðslokum hafa bæði franskir rússneskir og banda- rískir vísindamenn birt niður stöður tilrauna með svefn- fræðslu sem þeir hafa gert við vísindalegar aðstæður. Aðstæð- urnar gera það að verkum að meira er á árangrinum að byggja en þeim sem náðist í neyðartilfellum á stríðstímum. Jacques Genevay gerði eftir- farandi tilraun á nemendum í bekk einum í menntaskóla í París: Helmingur bekkjarins, og fremur sá slakari eftir náms- árangri að dæma, fékk svefn- fræðslu í ákveðnu efni í sögu. Lítill hátalari undir kodda nem- endanna staglaði í eyra þeirra sömu þriggja mínútna romsuna

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.