Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 46

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 46
S af \awk RtfAKðT Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur ÞAÐ HALSA LITLIR BÍLAR Á JÓLUNUM Jólin voru rétt ókomin. Pabbi var inni í stofu að raða pökkun- um kringum jólatréð, mamma var í eldhúsinu að Ijúka við að búa til matinn, en Labbi og Bói sátu inm í herbergmu sínu og voru bara að bíða. Þeir voru komnir í jólafötin, og þá er svo sem ekkert hægt að gera annað en telja mínúturnar. Allt í einu sagði Labbi: „Bói, veiztu hvað! Það hanga litlir bílar á jól- unum.“ Bói skildi ekki alveg, hvað bróðir hans átti við, og fór að hlæja. Labbi varð þá reiður og sár og fór að gráta, en einmitt þá barst daufur klukknahljómur inn um gluggann, og mamma og pabbi komu bæði í dyrnar og sögðu: „Gleðileg jól!“ Inni í stofu beið þeirra mikil gleði. Pabbi hafði fært húsgögnin til, svo að það var nóg pláss fyrir stórt jólatré, sem Ijómaði og skem alsett marglitum ljósstjörnum og skrauti. Við fótinn á trénu voru pakkar með gjöfum handa öll- um. „Fyrst borðum við jólamatinn,“ sagði mamma, þegar Labbi rétti út höndina til að taka einn pakk- ann. Labbi, Bói, mamma og pabbi settust öll á gólfið við tréð. Pabbi las á pakkana: Til Labba frá mömmu og pabba, Til Bóa frá Labba, Til Labba frá Bóa . . . „Viltu ekki opna pakkana þína,“ sagði pabbi. Labbi var alls ekki glaður á svipinn. Pabbi tók utan af fallegri myndabók fyrir hann. „Eg held hann hafi langað í bíla,“ sagði Bói. „Kannski fær hann bíla,“ sagði mamma. „Sjáðu hvað jólatréð okkar er fallegt, Labbi minn.“ Labbi fór að skoða skrautið á trénu. „Nei, sko! Það hanga litlir bíl- ar á jólatrénu,“ hrópaði Labbi. Andlitið varð eitt bros. „Þeir eru handa þér,“ sagði pabbi. Labbi fór að tína bílana af trénu. Hann fann alltaf fleiri og fleiri. Þeir voru faldir inn á milli greinanna eða héngu bak við skrautkúlurnar. Aldrei hafðiLabbi skemmt sér svona vel. Hann raðaði bílunum kringum sig á gólfinu. Alveg eins og stóru bílunum var raðað á stæðunum kringum húsið. Þeir voru gulir, rauðir, bláir og grænir. Bronkó, sítróm, skóda eða hvað þeir nú heita allir bílarnir. Nú var Labbi ekki lítill drengur, sem horfði á heiminn út um gluggann og gat. ekkert farið, hann var stór maður, sem ók í bíl. „Bíbb, bíbb,“ sagði Framh. á bls. 50. BANGSI OG LISTA- VERKIÐ Nú fór Dódó að gfruna, að myndin væri verðmæt, úr því að reynt hafði verið að stela henni. Eftir nákvæma rannsókn ó henni mcð stækkunargleri og öðru tilheyrandi leit hann hróðugur á vin sinn. „Bangsi minn góður!“ sagði hann og ræskti sig. „Þessi mynd er ekki mál- uð á léreft, hcldur papýrus. Með öðrum orðurn: hún er nýtízkulegt Iistaverk, málað fyrir meira en tvö þúsund árum! Einstæð í sögunni, ja, nálega einstæð vildi ég sagt hafa.“ Hann Ieit með lotn- ingu á myndina og liengdi hana á heiðursstaðinn í stofunni. „En hvcrnig gátu bófarnir vitað þetta?“ sagði Bangsi. „Og af hverju kölluðu þeir hana AUGA KÝKLÓPSINS? Kannski af því að það er auga í miðjunni?“ Kumpán- arnir tveir sem hefðu getað svarað þess- ari spumingu voru ekki langt í burtu. Þeir stóðu grafkyrrir fyrir utan glugg- ann, héldu niðri í sér andanum og störðu á hið lcyndardómsfulla lista- verk... 46 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.