Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 16.05.1966, Blaðsíða 25
laxaeldi, en síðastliðið haust sneru þeir sér að bleikju- rækt sem ekki hefur verið fengizt við í stórum stíl fram að þessu. „Laxinn er ekki eins öruggur — nú er farið að veiða ósköpin öll af hon- um við Grænland, og maður veit ekki nema útlendingar geti tekið þar allan stofninn okkar. Danir hafa veitt merktan lax frá Svíum og Norðmönnum, og það er til lítils að vera að ala upp seiði sem maður sér svo aldrei neitt meira af. Bleikjan er alveg innlendur stofn og fer ekkert frá landi svo að vitað sé, og með því að rækta hana höfum við eitthvað eftir ef laxinn bregzt.“ Þeir eiga á vestur í Skötu- | firði og hafa í hyggju að flytja nokkuð af seiðunum þangað, en selja önnur. „Það er þegar búið að panta mikið hjá okkur til að setja í ár og vötn. Við erum núna með eitthvað á annað hundrað þúsund laxaseiði og upp undir hundrað þús. bleikju- seiði. Þetta er mjög góður á trégrindum sem Bjarni og Magnús hafa sjálfir smíðað. Þau eru nálægt fjórum fer- metrum að stærð hvert um sig og innlend að gerð, en áður hafa verið flutt inn plastker miklu dýrari. Ef til vill er þetta vísir að stórrí ræktunarstöð, umfangsmik- illi starfsemi og nýrri út- flutningsgrein. „Við vitum, að góð mat- vara er ekki háð neinni tízku,“ segir Bjarni, „og þörfin fer vaxandi fyrir hana alls staðar í heiminum. Hér á landi væri auðvelt að setja upp ræktunarstöðvar víða í ám og vötnum og sleppa ekki seiðunum, held- ur rækta þau og selja sem neyzlufisk. Það er ólíklegt, að nokkurn tlma verði fram- leitt svo mikið af lúxusmat- vöru, að markaðurinn offyll- ist.“ EIR ræða framtíðarmögu- leikana af eldmóði brautryðjandans. Og að sjálf sögðu óskar maður þeim góðs gengis ... jafnvel þótt það kunni að hafa þær óá- kjósanlegu afleiðingar í för með sér, að Reykjavíkurborg missi tvo reynda og ágæta lögreglumenn úr sinni þjón- ustu. ★ ★ ÞEIR bogra yfir alúmín- kerunum vopnaðir lang- skeftum burstum og hreinsa til af kappi. í vatninu iðar allt af lífi, seiðin skjótast eldsnöggt hvert framhjá öðru, leita upp að yfirborð- inu til að ná sér í hádegis- verðinn, dýrindis laxafóður frá Svíþjóð, eða sogast í átt til niðurfallsins þegar vatni er hleypt úr kerinu. Sum eru agnarlítil ennþá og dökk á lit, en önnur eru farin að stækka, og á þau slær silfruðum blæ. Þau hafa ekki hugmynd um, að miklar vonir eru bundnar við framtíð þeirra. Þau lifa bara sínu lífi eins og það sé sjálfsagður hlutur að alast upp í alúmínkeri og vera færður maturinn tíu til tólf sinnum á dag. „Þetta er tilraun sem ætti að geta heppnazt vel,“ segir Magnús. „Við höfum gullvæg tæki- færi hér á landi til að gera bleikjurækt að stórkostleg- um framtíðaratvinnuvegi,“ segir Bjarni. ÞEIR eru báðir starfandi lögregluþjónar, Bjarni H. Bjarnason og Magnús Kristinn Guðmundss. Bjarni hefur verið þrettán ár í lög- reglunni og Magnús ellefu, en í frístundum sínum fást þeir við bleikjurækt og eru nú komnir með upp undir hundrað þúsund seiði. Fyrir tveim árum byrjuðu þeir á stofn, sumt af þessum seið- um er úr átta til tíu punda fiskum, við erum með lax af Sogssvæðinu og bleikjur úr Reyðarvatni. Vel alin bleikja er einhver bezti neyzlufiskur sem til er og gæti orðið þýðingarmikil út- flutningsvara. Danir rækta regnbogasilung til útflutn- ings og fá sextíu krónur fyr- ir kílóið af honum. Þeir flytja út fleiri tonn af hon- um á mánuði, og þetta er eftirsótt lúxusmatvara. Þó er regnboginn ólíkt lakari matfiskur en bleikjan." KERIN eru staðsett rétt fyrir utan Reykjavík, standa í snyrtilegum röðum BLEIKJUitÆKT FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.