Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 7

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 7
hefði haldið að hefðu ærnu starfi að gegna. Öll þessi blöð bera gott vitni um þá staðreynd, að ritstjórunum er annað ofar í huga en upplýstur almenningur. Mánudagsblaðið er elzt þessara núlifandi vikublaða. Ritstjóri þess hefur aldrei sýnt nokkra tilburði til blaðamennsku. Hann er raunar þekktastur ‘ sem baráttumaður fyrir sjónarmiðum smáborgarans, er hrif- inn af því að búa „vestan við læk“, og einn þeirra sem teldi sig réttborinn erfingja Reykjavíkur, ef borgin gengi í erfðir. Hann þekkir hugarfar litlu Reykjavíkur og hefur fóðrað hana á slúðursögum og kjaftæði með dvínandi árangri þó, vegna þess að samkeppnin hefur harðnað. Hann gerir sér ákaflega tíðrætt um ýmiss konar menningu, en með þeim hætti að menn grunar að hann hafi verið staðinn að því að borða sós- una með hnífnum. Honum hefur aldrei tekizt að fjalla um neitt sem máli skiptir í blaði sínu, og þar hefur aldrei verið tekið á hlutum, sem almenning varðar. Kannski hefur hon- um þótt slík jákvæð upplýsingastarfsemi ófín, og verður þá að hafa í huga að menn vilja halda mannorði sínu flekklausu. Aftur á móti hefur hann verið duglegur við að deila á veit- ingamenn. En stundum hefur hann þá til skýjanna, og ryðst þá úr blaðinu lofrollan, eins og tappi hafi verið tekinn úr flösku. Ný vikutíðindi koma næst að árum óháðra vikublaða í Reykjavík. Ritstjóri þess telur sig ekki hafa neinu Messíasar- hlutverki að gegna, hvorki hvað snertir smáborgarann eða blaðamennskuna. Hann var lengi ritstjóri Heimilisritsins sál- uga, tók vel á móti skáldum og sá um þennan skemmtiþátt Ragnars í Smára af þeirri alúð, að ritið dugði vel. En svo fór Ragnar á enn hærra plan og nokkru seinna dó Heimilis- ritið. Þótt blaðið heiti nú Ný vikutíðindi er því stjórnað með sama hugarfarinu og Heimilisritinu, af velvild og trúgirni sem hefur komið ritstjóranum í bobba oftar en einu sinni, þegar óvandaðir menn hafa logið í hann. Hann talar ekki lengur við skáldin og lætur sér nægja að selja slúður. Hjálmtýr í Nonna og Helgi Benediktsson í Vestmannaeyjum senda hon- um öðru hverju línu, þegar þeir þurfa að létta á sér, og hann gætir þess ekki alltaf sem skyldi, að slíkt aðsent efni ; skrifast á reikning ritstjórans. Ný vikutíðindi hafa aldrei flutt neitt sem máli skiptir fyrir almenning. Þjóðmál fyrir- finnast engin í því blaði. Aftur á móti hefur það flutt lang- hund, sem það kallar Mafiubæinn, og er víst átt við Vest- SVART HÖFÐI SEGIR mannaeyjar. Höfundur er ókunnur, en mönnum er frjálst að geta. Yngst vikublaðanna er Nýr stormur. Tveir menn ritstýra blaðinu, sem er að deyja innan frá. Það hefur innleitt nýja tegund slúðursagna. Þegar Mánudagsblaðið er til með að nafn- greina veitingamanninn, sem hefur brugðizt skyldu sinni við guð og föðurlandið og Ný vikutíðindi segja umbúðalaust fra kynsjúkdómum á einhverjum ákveðnum stað, segir Nýr storm- ur eitthvað á þá leið, að ólyginn hafi sagt en það megi ekki nefna nein nöfn. Úr þessu verður svo aumkunarvert slúður, að það reitir jafnvel slúðurkerlingar til reiði sem þó þrífast á lestri svona blaða. Nýr stormur hefur uppi tilburði til að skrifa um pólitík. Blaðið virðist jafnvel vera í stjórnarand- stöðu um þessar mundir. En pólitísk þekking ritstjóranna ristir ekki djúpt. Hún er eins konar kaffihúsarabb um krón- una. Þessi þrjú blöð eiga það sameiginlegt að þau höndla með slúður. Ritstjórar þeirra kæra sig ekki um upplýsingar og kunna ekki að leita þeirra, en berist góð saga inn úr dyr- unum þykir sjálfsagt að birta hana, þótt engan varði um hana og ekki sé fótur fyrir henni. Skrif þessara blaða bera keim af upphrópunum, sem strákar krota á veggi símaklefa og annarra afhýsa — og þetta eru óháðu blöðin í landinu. í boðsferðmn ÞAÐ lýsir svo ótta manna við slúðursalana, að ritstjórar fyrrgreindra vikublaða munu varla komast yfir öll þau boð sem berast. Flugfélag fslands og Loftleiðir bjóða þeim í langar reisur til útlanda. Þeir eru gestir í öllum kokteil- boðum sem stofnanir og fyrirmenn halda og þeir eru svo eftirsóknarverðir á veitingastöðum, að þjónar mega engu öðru sinna ef einhver þeirra birtist. Einn og annar telur sér vernd í því að flaðra upp um þá, í trausti þess að þeir stingi næstu slúðursögu um þá undir stól. Ráðamenn þessara vikublaða vita að óttinn er harður húsbóndi og opnar þeim flestar dyr. Mönnum er að sjálfsögðu frjálst að þjóna undir þennan ótta með þeim ráðum sem tiltæk eru. En það ber vott um sálarástandið almennt, að þriðja flokks blöð skuli vera orðin að stórveldum í augum ýmissa framámanna þjóð- félagsins — og að hér skuli ekkert raunverulegt óháð blað þekkjast nema af afspurn. við höfum verið gift í nærri tvö ár, þá tölum við aldrei um neitt svoleiðis. Nú virðist hann telja að konur séu til þess eins að halda hús og ganga með börn og getur ekki talað um nokkurn skapaðan hlut Iengur af viti. Ef ég reyni að tala við hann er eins og hann hlusti bara með öðru eyranu. Hvers vegna hefur hann breytzt svona? Svaraðu mér sem fyrst. Einmana, eiginkona. Svar: Það er ekki víst að liann hafi breytzt, og það er heldur ,ekki víst að ]>ú hafir breytzt. En aðstæður ykkar beggja hafa breytzt. Nú ert þú heima mest- allan daginn, ein að gæta bús og barna, ]iú ert þreytt á ein- veru og hefur engan til oð blanda geði við mestallan dag- inn. Hann vinnur á daginn, kannski í miklu þvargi. Hann er þvi þreyttur á hávaðanum og vill fá frið. Þetta þurfið þið bœði að skilja, og þið verðið bæði að lmgsa svolítið hvort um annað, þú að lofa honnm að þegja, og hann að lofa ]>ér að tala. Þetta er algengur misskilningur i hjónáböndum. Manninum finnst konan vera. málgefin og nöldursöm. Kon- unni finnst maðurinn vera þög- ull og drumbslegur. En skiln- ingurinn kemur af því að Uta ekki á málið bara frá sínu sjónarmiði. Annað skaltu llka muna.. Þangað til þið genguð i hjónaba.nd hafið þið sennilega verið að leika ykkur. Ungt fólk nú á dögum leikur sér mikið. Hinn grái hversdags- leiki er kominn. Ykkur finnst hann kannski báðum leiðinleg- ur, en hann er lífið sjálft, allt annað en hann er blekking. Mundu þetta góða, og skrifaðu mér aftur ef þér sýnist. * PCJSTl hölfI 14111 FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.