Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 44

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 44
1. HEFTI 1966 EFNI M.A. ANNAR ALHEIMUR HVAÐ ER MAÐUR? AÐ HORFAST í AUGU VIÐ DAUDANN HVAÐ MEINAR KRISHNAMURTI? HINIR NÍU SEM ENGINN ÞEKKIR __________________y McCutcheons. Matarservíettur, Stórar, þykkar, indælar þurrk- ur með íburðarmiklum upphaís- stöfum. Hún þurfti þeirra ekki, hún átti þegar of margar og þær voru varla nokkurn tima not- aðar. En þéttir, þykkir hlaðar af damaski, vandlega vafðir í mússulín og fylltu út í skáphill- urnar, það var fögur sjón. Og hentug, ef svo færi að manni dytti í hug að bjóða nokkur hundruð gestum til kvöldverðar. Það gæti dottið í mann. Það væri til dæmis hægt að halda brúðkaup. Hún þantaði tuttugu og fjórar. Tiffany. Aðeins að litast um, ekkert annað. Það gerðu allir Litast um eins og túristi, glápa á gimsteinana. Yndisfagra dem- antshringi, með einum steini, mjög hentngt, ef maður tii dæmis ætti... Hún flýtti sér upp á hæðina ,þar sem glervörur voru seldar, barðist við að halda andljtinu í skefjum og pantaði þrjár tylft- ir af sjússaglösum með veiði- mannamvndum. Hentugt, ef mann langaði til að bjóða til morgunverðar fyrir veiðiförina. Nei það var kampavin. Eða skiptir það ekki máli? Það skipt- ir máli. Hún pantaði kampavíns- glösin lika. Plaza. Hestvagnarnir, ökuþór- arnir, einn aldinn náungi hafði fölnaða orkídeu nælda i frakka- boðunginn. Einhvef sjúlka í gær- kvöld, lagleg, ung hnáta með bezta vininum sinum, á brokki gegnum Central Park. Ef til vill trúlofaðist stúlkan; ef til vill hafði hún gefið honum blómið sem happagrip. Yfirþjónninn. Robbie hafði hringt og sagzt verða nokkuð seinn fyrir og að hún ætti ekki að bíða. Þjónninn færði henni skilaboðin. „Mrs. Manson, Mr. Cory sagði að þér skylduð byrja á undan sér. Hann stakk upp á góðum, gamaldags kokkteil." Hún bað um drykkinn. Klukk- an varð kortér, tuttugu mínútur yfir eitt. Þá vissi hún að hann var kominn, jafnvel áður en hann laut yfir bakið á stólnum hennar og kyssti hana á háls- inn. Robbie flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum þannig að jafnaði. „Fyllibytta," sagði hann. „Robbie!" Hann var hræðileg- ur útlits. „Robbie, hvað hefurðu verið að gera?“. „Vinna fyr.jr-,kaupi. Hvers vegna spyrðiityi‘’iHann strauk sér um andlitið með hendinni. „Ég hef kannski gleymt að raka mig.“ „Þú gleymdir'því ekki! Robbie, ef ég vissi ekki fýrfr vist, að þú varst kominn i þitt eigið rúm klukkan tíu, myndi ég segja að þú hafir verið á kvennafari í nótt. Segðu mér hvað amar að. Skr.ökvaðu ekki að mér, segðu mér það!“ Hann sagðist vera þreyttur, það væri allt og sumt. Þreyttur, sem ég er lifandi. „Viltu að ég fari að rétta tiu fingur upp til guðs á svona stað?“ Hann vildi ekki horfa á hana. Hann bað um hádegisverð sinn án þess að ráðfæra sig við matseðilinn; egg, svart kaffi. Víhblöndu? Nei, ekk- ert áfengi. Hún talaði, taiaði frá sér allt vit, sagði honumTrá nýju pentu- dúkunum, nýju glösunum; en hann hlustaði ekki. Hann var veikur, hann hlyti að vera sár- þjáður. „Robbie, hvar finnurðu til? Svona, vertu nú ekki barna- legur. Þú hefur verk einhvers staðar og ég vil fá að vita um hann. Það getur ekki verið botn- langinn, hann er farinn. Hvað er eftir? Ég gleymi alltaf hvað var tekið úr þér og hvað úr mér. Engir hálskirtlar, enginn botn- langi, nei, nei, — Robbie, hjartað í þér!“ „Ég hef það énnþá,“ sagði hann fullvissandi. Svo hló hann; of hátt, of gjallandi. Hann bar af sér allar persónulegar tilvis- anir og hélt samræðunum við veikleika hennar gagnvart líni og kristal, kornið sem hún hafði flutt með sér frá Larchville í Bergdorf tösku, þótt hún hefði getað keypt það í bréfpoka af litlum manni, sem var á vákki í nánd Vi£f..-‘dömkirkjuna í þeim eina tilgaþgi. Hún gkfsf upp. Hún myndi ná honum á eintal um kvöldið; hún ætlaði að fara til herbergis hans, hvort sem honum líkaði betur eða verr; hún ætlaði að neyða hann til að segja sér hvað am- aði að honum. „Kemurðu heim í kvöldmat, Robbie?" „Það geturðu verið viss um." Annað var það ekki. Hann hringdi eftir bílnum hennar og beið þar til hann kom. Hann hjálpaði henni inn og skálmaði í burtu, yfir götuna, inn í Central Park. „Nora, víð ætlum niður til kvöldverðar, ástin. Miss Sills verður hjá þér þar til Emma kemur.“ Ralph. „Ekkert skautahlauþ í gang- inum, ljúfan. Þáð slítur gólf- ábreiðunum." Brucie. „Lánsama Mrs. Manson, að geta sofið svona vært. Yður er að batna, kæra vinkona, ég veit það, ég sé það. Ég hef verið að bíða eftir því. Ég held ég tali við nuddarann. Kannski ættum við að lengja tímana. Ef ég ætti geðró yðar og þetta yndislega herbergi, myndi ég ekki hafa á móti lítilsháttar sjúkdómslegu sjálfur!“ Dr. Babcock. „Ég þakka fyrir veitingarnar, Mrs. Manson. Góða nótt.“ George Perry. „Ég þakka ykkur fyrir að koma ykkur héðan út, öllsömun, og það í snatri.“ Miss Sills. „Það var rétt, skellið bara hurðinni. Guð varðveiti mig fyr- ir karlmönnum í sjúkrastofum!“ Miss Sills aftur, klappar henni aftur á öxlina. „Ég hélt þau myndu kæta yður, en þér virð- ist ekki sérlega kát. Heyrðuð þér hvernig ég rak Babcock út með hinum? Ég veit ekki hVað liræðsla er. Ég segi hvað sem er. Éf hann lætur reka mig, þá kém ég óðara aftur, tvíefld. Ég klifra upp vafningsviðinn og skríð inn um gluggann. Ljúfan mín hér og ljúfan mín þar. Þér skuluð ekki fara í neinar grafgötur um hvaða ljúfa þér eruð. Þér eruð mín ljúfa.“ Miss Sills var treystandi, þáð hlaut að vera, það varð að vera. Er sá, tími kæmi, myndi Miss Sills halda velli. Hún var ung — hve ungf d’uttugu og fjögurrja eða fimm? En hún var sterk- byggð og hún hafði verið þjálfúð til að hugsa og framkvænfa fljótt. Halda velli. Halda. 1 varþ- arstöðu? Nei, ekki í varnarstöðu. Það myndi ekki koma þannig. Það myndi koma í myrkrinú, hljóðum fetutn, eins og það hafðí komið áður. Koma þegar hún vséri ei.n-'Ep’ef engan tíma mæjtti missa, ef míhútur, jafnvel sék- úndur, væru dýrmætar, þá myndi það gera atlöguna tafar- laust, fyrirvaralaust. Ef það kæmi þannig, myndi Miss Sills einnig verða að deyja. Ekki Miss Sills, ekki ung stúlka, sem ekkert hafði af sér gert! „Er þessi ábreiða ekki orðin of heit? Mrs. Manson, ég held að yður sé órðið of heitt með Framh. á bls. 49. 44 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.