Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 39
en fótunum, aC þetta bæri árang- ur; Hattie gæti séð á augnaráði Mrs. Manson, hvort stykkið hún vildi. George sagðist hafa verið kom- inn að allra heilagra messu i lækningaeintali sínu, höfuð úr graskerum og þar fram eftir göt- unum, þegar Hattie flóði allt I einu í tárum og byrjaði að blaðra. „Mér lá við að örvænta," sagði George. „Ég hafði gleymt þvi að grasker stóðu í nánu sam- bandi við afmælisdag Robbie. Eri það hafði Hattie ekki. Hún lét móðan mása um graskers- Ijósin, sem þau hefðu verið vön að láta í herbergi hans á af- mælisdögum. Það var gert frá því hann var þriggja ára þangað til hann var átján ára. Þá lét hann þau hætta því. Vissuð þér það?“ „Já,“ sagði Cory. „Þau dekr- uðu öll við hann.“ „Einmitt," samsinnti George. „Jæja, meira var það ekki, en það dró Mrs. Manson aftur niður á byrjunarstigið og gerði mig að öldungi. Hattie kemur enn með diskinn og hráa kjötið en hún segir ekki orð.“ Litli skemmtigarðurinn var nú beint framundan og handan við garðinn stóð stóra húsið um- kringt björtu haustskrúði sinu. Milly varð hugsað til hinnar hreyfingarlausu veru, sem hún hafði skiiið eftir við gluggann og fótatak hennar varð tregt. Hún hlustaði annars hugar á samtalið. Þeir komust vel af án hennar; George var orðinn ræð- inn, eftir því sem gerðist með hann. Gaf frá sér upplýsingar í stað þess að sanka þeim að sér, talaði við Cory sem jafningja sinn. Nú var hann að segja eitt- hvað iágum rómi um draum- lynt barn. „Hann var það alltaf,“ sagði George. „Lifði alltaf í öðrum heimi. Robbie hafði andlitsfall rrióður sinnar, en hann hafði ekki — örlyndi hennar. Ég sá auðvitað aldrei föður hans; en ef miðað er við yður þá myndi ég ekki segja að Robbie hafi likzt Coryunum heldur.“ Þetta voru augljósir gullhamr- ar, rödd Georges var full virð- ingar og aðdáunar og Cory roðn- aði. Milly sagði við sjálfa sig: „Sko George karlinn, hann á eftir að herja atvinnu út úr Cory." „Þegar bróðir minn dó,“ sagði Cory hæglátlega, „vonaði ég í og með að hún myndi giftast aftur. Það gladdi mig að hún skyldi gera það. Nei, Robbie var ekki líkur bróður mínum. Robbie var — hann sjálfur." George sagði: „Mér fellur illa að tala um það. Ég vil jafnvel helzt ekki hugsa um það.“ En Milly hugsaði um það er þau gengu inn í garðinn, undir gullaufguðum hlyn, meðfram glóandi breiðum af dumbrauð- COÍYSE SALONE FEGIJRÐ - LlFSGLERI - II AMIMi.l A ERU OSKIR ALLRA STÚLKNA - OG FAGURT UTLIT STYÐUR AÐ UPPFYLLINGU ÞEIRRA. mm SALOHÉ snyrtivörurnar ásamt góðri umhyggju, er öruggasta hjálpin til aukins kvenlegs þokka. valhOjl, ..augavegi í 7^ cím’ 99

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.