Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 47

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 47
FRJÁLST m f FJALLASAL EFTIR ÓLÖFIi JÓNSDÓTTUR (V. HLUTI Þegar hann vaknaSi var hann endurnærður og hress í skapi. Gekk nú út fyrir og var þokunni létt. Hann sá að hann var staddur í litlu dalverpi með jökul á allar hliðar. Hann leit nú betur á húsið ög sá að í dyrunum hékk mikill málmhringur útflúraður. Sömu- leiðis var hurðin mjög járnslegin og útskorin myndum. Fór um smalann beygur og fannst honum þetta allt með ólík- indum. Hann flýtti sér af stað og stefndi í suðurátt eftir sólu. Hann hafði ekki gengið lengi, er honum fannst sem grjót væri í skóm sín- um, tyllti sér á þúfu til að losa úr skónum. Brá svo við að í stað steina ultu gulllauf úr skónum. Minntist hann nú laufsins, er hann hafði gengið í og harmaði sáran að hafa ekki fyllt vasa sína með Iauíi. Þetta átti sér stað á Jónsmessu- nótt, en á þeirri nóttu verða marg- ir undarlegir hlutir. Ásgrímur hafði á inneftirleið- inni setið hryssu þá, er Gráskjóna nefndist og var í eigu afa gamla. Þessi hryssa gerðist nú svo heim- fús, að drengnum varð erfitt að hemja hana. Hún lagðist í taum- ana, svo að ungir handleggirnir máttu sín lítils þar í mót. Kom þar, að hún tók af honum stjórn- ina og geystist áfram sem kólfi væn skotið. Ásgrímur hélt sér dauðahaldi í hnakkinn og faxið, sem bylgjaðist í fang honum. Og þó að hann væri gripinn ótta, fann hann jafnframt fara um sig fagn- aðarstraum, sem breiddist út um æðarnar, svo að blóðið tók að ólga. Svo hvarf óttinn, og hann náði aftur stjórn á hestinum. Það var engu líkara en hryssan fyndi breytinguna, sem orðið hafði á drengnum. Hún varð öll viðráðan- legri og þýðari. Nú var komið kvöld. Þung hita- molla blandin svita og blóði lá í loftinu. Jarmur kindanna yfir- gnæfði annan hávaða. Þær höfðu margar týnt lömbunum sínum og leituðu þeirra árangurslaust. Áfram rann fylkingin og varð stöðugt stærri og stærri. Alltaf bættust fleiri í hópinn. Að síðustu voru þær orðnar alveg sinnulaus- ar, létu berast með straumnum, viljalaus reköld og hugsuðu um, hvað það væri gott að standa and- citak og kasta mæðunni. En eng- in grið voru gefin, því að menn- irnir vissu vel, að jafnskjótt oe stanzað yrði, myndu þær taka *ð rása, þó að þær væru orðnar þreyttar, og það yrði ekki auð- velt að ná þeim saman að nýju. Þeir ætluðu að ná til byggða fyrir morguninn. Litlu lömbin voru orðin svo þreytt. Þau skildu hnld- ur ekkert í þessu, þetta var svo skrýtið allt. Hundarnir voru líka svo ljótir og mmntu á rebba, sem bjó uppi í fjöllunum. Þau höfðu ekki öll séð rebba, en mamma hafði sagt þeim frá honum. Það smá dró úr ferðinni og loks var lötrað fetið. Nú sást líka til bæja. Það fyrsta sem sást var reykur, sem liðaðist í kvöldkyrrð- inni í hlykkjum beint upp í loftið. Mikið urðu allir fegnir að sjá hann. Hann minnti á kaffi og hvíld og jafnvel kindurnar vissu að förin var brátt á enda, að hvíldin var nálæg. Það var liðmn réttur sólar- hringur frá því lagt var af stað, þegar kindurnar voru komnar inn í nátthagann. Mennirnir fóru heim á bæinn, þar sem langþráður mat- ur og kaffi beið þeirra. Síðan fóru þeir aftur út í réttina og nú bætt- ust í hópinn margir nýir menn, sem ekki höfðu verið í rekstiinum. Framh. t næsta blaði. BANGSI OG LISTA- VERKIÐ Nú munaði litlu, að þeir hröpuðu allir þrir niður á jörð, en Marío tókst að grípa í þakrennuna á síðustu stundu, og eins og þið sjáið festist kaðallinn um hálsinn á honum. Þeir voru hvcr öðrum hræddari, því að þeir vissu, að illa myndi fara fyrir þeim ef hjálp hærist ekki fljótt. Dódó og Tonío æptu eins hátt og þeir gátu, en Marío kom varla upp nokkru hljóði fyrir kaðiinum sem var alveg að kyrkia hann. Rangsi hevrði óhljóðin í þeim, en hann var bundinn svo rækilega, að hann gat enga hjörg sér veitt. En til ailrar hamingju hcyrði Láki lögga í þeim. „Það er verið að kalla á hiáln.“ tautaði hinn frægi leyni- lörrc‘,1">>iónn. ..Af því dreg ég þá álykt- un, að einn eða fleiri þarfnist aðstoðar.*4 FALKINN 47

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.