Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 31

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 31
R I FRETTUM? YNDASTYTTUR BORGARINNAR EINAR BENEDIKTSSON skáld hefur snúið baki við glauminum á Miklubraut- inni og einblínir löngunaraugum á Flókagötuna. Auð- vitað dettur okkur ekkert betra í hug en spyrja hann um álit ha'ns á nútímaskáldskap íslenzkum: — Útburðarvæl yfirleiH. Enginn neisti. enginn stór- hugur og yfirleitt ekkert. Síðan Þórbergur losnaði af klafanum hjá mér, hefur eiginlega ekkert verið ort af viti á íslandi, svo mér sé kunnugt. Af hverju yrkja menn ekki löng og tyrfin ljóð um áburðarverksmiðiu, sementsverksmiðju og alúmínverksmiðju. Já og jafnvel togaraútgerð. Nei, það er rétt aðeins að maður verði var við glimt hjá Sigfúsi Elíassyni. því hann er hirð- skáld. Hér kann ég annars mjög skikkanlega við mig, nema hvað mig langar úr frakkanum, þegar heitast er á sumrin og svo væri gott að fá í staupinu við op við. INGÓLFUR ARNARSON MÓÐURÁST stendur á Arnarhóli og horfir löng- unaraugum upp á Snæfellsnes, þann- ig að maður hefur á tilfinningunni að hann blóðsjái eftir að hafa nokk- urn tíma stofnað til byggðar í Reykjavík. Við spyrjum hann um álit hans á úrslitunum í nýafstöðn- um borgarstjórnarkosningum: — Ég er á móti kosningum og lýðræði er píp! Ókunnugir gætu haldið að Móður- ást hafi verið fleygt út úr Kópavogs- strætó vegna klæðleysis, en Ólafur Jónsson forstjóri strætisvagnanna er ekki svo harðbrjósta. Við spyrjum konuna, hvers vegna hún hafi ein- mitt tekið sér stöðu þarna: Sjáið þið ekki að ég er með hvítvoðung í fanginu? Einnig ætti að liggja í augum uppi að ég, sem ekki hef einu sinni efni á að hylja sárustu nektina, hef heldur aldrei haft efni á að kaupa mér dagatal. Þess vegna hef ég ekki hugmvnd um hvað ég er búin að standa hér lengi og bíða eftir plássi fyrir barnið mitt á vöggustofu. En það er alltaf sama sagan, allar vöggu- stofur fullar og fyllast jafnóðum og þær eru vígðar, en það er ekki nema á fjögurra ára fresti eins og þið vit- ið. Ég hef sem sé valið þennan stað til að vekja athygli almennings á ástæðum mínum og mér eru það sár vonbrigði hvað undirtektirnar eru daufar. En ég lifi í voninni og ailtaf þegar líður að kosningum og veturinn sverfur sem harðast að mér kviknakinni, ylja ég mér og króan- um við tilhugsunina um að bráðum verði farið að vígja. Ég er ekki mik- ið fyrir að barma mér, en ósköp sárnar mér þó að Vetrarhjálpin skuli ganga fram hjá mér og barninu við hverja fataúthlutun. FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.