Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 48

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 48
SNYRTIVÖRUR H F. LAUGAVEGI 2D SÍMAR 11 □ 2□ - 11 □ 21 - 35 □ 3 3 V ; ’• '■■■' PRENTMYNDAGEF(ÐIN MYNDAMÓT H.F. MOHGUNBLAÐSHÖSINU - SfMI U7152 48 HENDUR OG NEGLUR SNYRTING Hendur segja meira um konuna, en nokk- ur annar líkamshluti. ’ Það er ekki hægt að fela hendurnar, en það er hægt áð hjálpa þeim. Kvarta'nir' um að hendur,. - séu grófar, rauðar pg sprpngnar eru mjöíg álgehgar. - ' ■ - .', •«. * . Allt mögúíegt er tií, til að bætá þetta, en það þarf, stöðuga um- hyggju handanna eins og umhyggju líkámans og næring hans. Það sem kallað er ljótar hendur er ekki til — ef vel er hugsáð um þær. Nudd hjálpar lögun handanna og heldur þeim mjúkum og hreyfanlegum. Berið handaáburð á hendur og úlnliði eins og verið sé að klæða sig í dýrustu leður- hanzka. Nuddið vel hvern hnúa, ýtið naglaböndunum gæti- lega upp á hverjum fingri fyrir sig. Hvílið olnbogann á borði á meðan þessu fer fram og haldið höndunum upp. Baðið hendur sem eru mjög hrjúfar eða rauðar í góðu nær- ingarkremi fyrir nótt- ina og notið bómull- arhanzka. Hanzkarnir vernda hendurnar og sængurfötin. Fjarlægja á bletti með sítrónusafa eða nudd- ið innan í börk á sítrónu. Gleymið ekki olnbogunum. Fátt er eins óaðlaðandi og grá- ir grófir olnbogar. Gula af tóbaki næst með því að nota sítrónu og skrúbba vel með naglabursta. Skrúbbið hendurn- ar vel öðru hverju og nuddið hendurnar vel á eftir með handa- áburði. Ef hendurnar eru rauðar eða „þjóta upp“ oft, þá lærið að halda þeim uppi. Ekki láta þær hanga. Gott er að hafa olnbogana bogna þegar gengið ér. Hvílið hendurnar í kjöltunni eðá 'á borði þegar setið er. ■ Æfið hendurnar til að gefa þeim teygjan- leika og Virðuleika: 1. Teygið og spenn- ið höndina og fing- urna. — Slappið af. Gerið þetta fjórum til fimm sinnum á dag. 2. Látið hendurnar hanga slappar. Hristið þær vel um úlnliðinn. Ef hendurnar eru ekki við vinnu, hafið þær þá rólegar. Óró- legar hendur sýna lítið jafnvægi skapgerðar. NEGLUR Margar konur kvarta yfir nöglunum. Að þær séu veikbyggðar, klofni og brotni. Þetta getur stafað af röngu matar- æði. Að kalk og víta- mín vanti eða þá eins og oft kemur fyrir, að hin „vikulega“ snyrt- ing naglanna sé léleg og rangt að farið. Notið minnst 20—40 mínútur í góða hand- snyrtingu: 1. Fjarlægið nagla- lakk með naglalakks- uppleysi sem inniheld- ur olíu. 2. Sverfið neglurnar með pappaþjöl, fyrst með grófari hliðinni síðan fínni hliðinni. eftir Þórdísi Ámadóttur snyrtisérfrœðing ekki fara ofan í hlið- arnar, það gerir negl- urnar veikari fyrir. 3. Setjið naglabanda- mýki á naglaböndin og nuddið vel. 4. Leggið fingurna £ sápuvatn. 5. Þrýstið aftur naglaböndunum með „orange stick“. Klipp- ið aldrei naglaböndin. en ef dautt skinn er meðfram nöglinni þá klippið það. Mýkj- andi krem varnar að naglaböndin harðni og þorni. 6. Nuddið hendurn- ar eins og greint er frá áður. 7. Burstið neglurnar úr léttu sápuvatni. Þurrkið þær vandlega. Aðeins þurrar hreinar neglur halda nagla- lakki vel. 8. Lakkið neglurnar með: undirlagi, tveim lögum af naglalakki og helzt yfirlagi. Það er engin afsök- un til fyrir vanrækslu handanna. Það er ágætt að venja sig af naglanög- um með því að fara í handsnyrtingu einu sinni í viku með öllu tilheyrandi. Notið alltaf hanzka eða vettlinga. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.