Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 20
Oft á tíðum verður að kafa gegnum vatns- fyllta ganga, og kemur frosk- mannabúningurinn sér þá vel. ar og skín í öllum regn- bogans litum, og í hvert sinn sem hann hreyfir ljós- ið giíeistar umhverfið af geislandi skini. Mennirnir þrengja sér lengra inn í fjallið, og í fjarska heyra þeir nið, sem verður sterkari með hverju fótspori, og þeir koma að litlu neðanjarðarstöðuvatni með freyðandi bylgjum. Sterkur loftstraumur þrýst- ist inn í hellinn gegnum þröngan gang. Litlu munar að slokkni á steinolíulömp- unum þeirra. Þrem vikum síðar taka þeir til við næsta áfanga. Mörk bindur taug um mitti sér og syndir yfir vatnið, yfir á bakkann hinum meg- in. Þegar hann loks kemur tii baka, er hann næstum mállaus af æsingi. Allt það sem á undan er skoðað, er bókstafiega. ekkert á móti því, sem handan við vatnið býr. Þar er undursamlegt, ótrúlegt og ævintýralegt um að lítast... En það liða sex ár, þangað til öðrum en honum auðnast að líta augum alla dýrðina. Mörk fejlur á vígvöllum fyrri .heimsstyrjaldarinnar strax þann 22. október árið 19J4, og það. er ekki fyrr en árið 1919, sem rannsókn- unum er haldið áfram. . Eftir mikla erfiðleika tekst mönnum að komast yfir vatnið og þrengja sér gegnum vindglufuna, og sjö metrum innar í fjallinu standa þeir alit í einu í 40 metra hárri hvelfingu, ólýs- anlega fagurri. Hún.er strax skýrð Alexanders von Mörk dómkirkjan. Og sífellt fleiri hvelfingar mæta undrandi augum þeirra. Er hellirinn óendanlegur? Það er ekki fyrr en mörgum áratugum síðar, sem menn vita með vissu, að hann er 30,000 fer- metrar af ísiþöktu rými. og í honum eru ekki færri en fjörutíu kílómetrar af göng- um, hvelfingum og rangöl- um. Þetta er stærsti íshellir í Evrópu, af þeim sem þekkt- ir eru. í stærstu hvelfingunni stendur krukka með öskp Aiexanders von Mörk. Hans síðasta ósk var að fá að hvíla' í hjarta þess fjalls, sem hann i ejskaði. fshellarnir eru sífellt að breyta um lögun. Eftir því sem jökulhettur Alpafjalla minnka (eftir 100 ár verða Alparnir íslausir!), verður ís- lagið í hellunum þykkra og þykkra, þangað til það að lokum fyllir upp í ganga og hvelfingar. Á hverju vori verður að sprengja burt 4 til 5 tonn af ís til að komast inn í hellinn. Það er engu líkara en fjallið sjálft leggi sig fram um að hindra mann- skepnuna í að afhjúpa millj- ón ára gamla leyndardóma þess. Með þugsjönaeldþ hetju- móði og frámúrskarandi skipulagningú hefur mönn- um tekizt að finna og rann- saka helli eftir helli. Það eru ekki nema þjálfuðustumenn, sem geta þrengt sér svo kilómetrum skiptir inn 1 jörðina. Samt sem áður er það ekki eingöngu af íþrótta- áhuga og löngun til að setja met, sem menn leggja hella- könnun fyrir sig, heldur fullt eins mikið af ósveigjan- legri rannsóknarþörf, líkri þeirri sem kemur fram í sögu Jules Verne „Leyndar- dómar Snæfellsjökuls“. Hið óþekkta og ósigraða hefur ævinlega freistað mannanna — frumskógar hitabeltisins, hæstu fjallstindar og myrk- ustu undirdjúp sjávarins, og sá sem einu sinni hefur aug- um litið undrasmíð náttúr- unnar í iðrum jarðar, hann mun langa til að fara aftur, jafnvel þó að honum sé full- Ijóst að það geti kostað hann lífið. Engirjn verður hellakönn- uður á einum degi. Mörg ár geta liðið áður en maður- inn er fær í flestan sjó í þeim efnum. Eðlislægir eig- inleikar, sem slíkur maður þarf að vera búinn, eru við- bragðsflýtir, að vera fljót- ur að taka ákvarðanir við tvísýnar aðstæður, lifandi athygli og félagsandi. Ytri útbúnaður er sem hér segir: Vatnsþéttur sam- festingur, líkur þeim sem froskmenn nota til að skýla gegn raka og áur, skór með mannbroddum, hjálm- ur, hakar, klifuröxi, streng- ir, reka og kaðalstigi úr málmþræði, eða næloni með þrepum úr alúmíní. Hella- könnuðurinn verður að geta klifrað eins og bezti fjall- göngumaður og jafnvel enn betur, þar eð hann klifrar í myrkri. Bergmálið kastast fram og aftur eftir göngunum og gerir mönnum illkleift að gera sig skiljanlega. Mis- skilningur getur orðið ör- lagaríkur, og þess vegna hafa menn komið sér saman um þrenns konar fyrirfram- ákveðin merkjahljóð. „E“ þýðir t. d. að leiðangurs- menn eigi að strekkja á líf- taugunum og stanza. Síðan mega þeir ekki hreyfa sig um eitt einasta hænufet, þangað til foringinn hefur hrópað „U“, sem þýðir „áfram niður“. Þegar allir eru komnir til botns í sprungunni er hrópað „A“, sem þýðir „Upp“. Stalhjálmurinn hlífir höfði mannsins fyrir hættu, sem alls staðar liggur í leyni: grjóthruni. Framan á hjálm- inum hefur hann litla en sterka lugt, og í líflínunni er innofinn símaþróður, þannig að alltaf er hægt að vera i sambandi við hjálpar- menn, sem bíða úti fyrir hellinum, eða einhvers stað- ar í honum. Sé leiðangur- inn gerður í helli með vatnagangi, verður að huga vandlega að veðurspá og loftþyngdarmæli (baró- meti). Loftþrýstingurinn má ekki vera fallandi, því að eftir mikla regnskúri stíg- ur vatnið í göngunum og getur lokað þröngum út- 1 gangi. Þegar loftið þjappast saman í göngunum og brýzt fram með ærandi hávaða, er flótti eina leiðin til björg- unar, flótti undan vatninu og dauðanum... í fjölda hella komast menn ekki áfram án þess að hafa litla alúmín- eða gúmbáta, sem þeir bera á bakinu. Bjargvesti heldur sundmanninum á floti, en hann myndi veltast stjórn- laust í straumnum, ef hann hefði ekki blýsóla undir skónum sínum. Þeir halda honum uppréttum í vatninu. Eldspýtur og kerti eru höfð í hjálminum. ísiþaktir klettaveggir eru sigraðir með hjálp egg- hvassra fótjárna, sem rekin eru í gljána. Á bröttum klettaveggjum getur tekið margar mínútur að skipta um fót, og þegar ekkierhægt að komast lengra með hjálp fótjárnanna grípur hægri höndin til ísaxarinnar. Oft verður að höggva yfir hundr- að þrep í ísinn og kletta- vegginn, áður en hann er yfirstiginn. Á niðurleið ér | stuðzt við taugar, sem festár eru í 30—50 cm langa króka. Boðorð hellakönnuðarins er fyrst og fremst: Veríh rólegur hvað sem á gengur. Allt í einu kveður við vá- brestur eins og fallbyssu- skot í göngunum. Eru þau að hrynja saman? Nei, þetta er ekki annað en meinlaus . frostsprenging. Á sumrin getur komið fyrir að geysi- stórar ísfyllur spryngi frá veggjunum og splundrist í ótal agnir. Það fer jafnvel hrollur um gamalreynda hellakönn- uði, þegar þeir rekast á lík af manni einhvers staðar inni í fjallinu. Hans hefur kannski verið saknað í fjallabyggðinni mánuðum saman, og nú liggur hann þarna, hefur hrapað til dauðs eða soltið í hel. 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.