Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 25
ÞRANDHEIMS- Kunnur frœðimaður stendur á því fastara en fót- unum, að hann hafi sé3 draug. Dr. Jon Medtboe, 43 ára gamali listasögufræðingur við Tækniháskólann í Þránd- heimi, var einmitt í þann veginn að hefja fyrirlestur sinn, þegar dyrnar að kennslustofunni opnuðust og inn komu 20 stúdentar klæddir munkakuflum með logandi kerti í höndum. Það kváðu við hlátrasköll í hin- um akademíska áheyrenda- hópi dósentsins. Þessi grímuklædda hers- ing var þarna komin vegna tilraunar sem Medtboe hafði gert til þess að komast að því, hvort eitthvað óhreint Draugur í veggskotinu; Dr. Medtboe. væri á sveimi í Þrándheims- dómkirkju. Tilraunina fram- kvæmdi hann á þann hátt, að hann dvaldi í kirkjunni heila nótt, og árangur henn- ar hefur orðið tilefni til fjörugra blaðaskrifa í norska höfuðstaðnum. Árangur tilraunarinnar var þessi; Dr. Medtboe sá með eigin augum hinn sögu- fræga „Þrándheimsmunk“ í skuggsýnum hvelfingum dómkirkjunnar. Medtboe, sem er þekktur fræðimaður, m. a. hefur hann skrifað margar athygl- isverðar ritgerðir í sinni grein og hann kennir við fimm norska æðri skóla, svaraði efahyggjumönnum með því að g?fa nákvæma greinargerð um draugagang- inn, sem hann varð vitni að. — Afturgangan sást í fjór- ar mínútur. Hún birtist kl. 0.30 í kórnum, 20 m fyrir ofan háaltarið, heyrðist syngja þrjár raddir sam- tímis, tenór, annan tenór og bassa. Hún hvarf kl. 0.34. Dr. Medtboe tókst einnig að þekkja, hvað það var sem munkurinn söng. Það var messa eftir Perotinus, eins og sungnar voru um 1280 í Notre Dame í París. Draugurinn hans Medt- boes olli miklu umtali manna á meðal í Noregi. Dagblöðin sendu fréttamenn út af örkinni til Þrándheims, og fjöldi fólks gerði sér ferð að skoða drauga-dómkirkj- una. Norska útvarpið fékk nokkrá fræðimenn til um- ræðna um draugamunkinn í umræðuþætti útvarpsins. Það kom brátt í ljós, að dómkirkjudraugurinn átti sér fleiri og merkari formæl- ehdur en jafnvel vatna- skrímslið í Loch Ness getur státað af. Auk Medtboes eru Vofumunkurinn fyrir altari- tveir norskir biskupar og meira en tylft virtra borgara fúsir til þess að ábyrgjast „tilveru“ draugamunksins, Hann er sagður hafa geng- ið ljósum logum í kirkjunni allt frá því á 12. öld, að biskup nokkur að nafni Laurentius lét strýkja hann til dauðs fyrir háaltarinu. Hverjar sakargiftir munks- ins voru, veit enginn. Á síðari tímum, eða nánar til tekið árið 1928 varð þá- verandi biskup, Jens Gled- itsch, fyrir óþægindum af völdum reimleika í' dóm- kirkjunni. Það var við síð- degisguðsþjónustu hjá þess- um æruverða embættis- manni kirkjúnnar, að kona hans Marie, sem sat á fremsta bekk, sá hvar munk- urinn kom gangandi aftan að manni hennar, tók báðum höndum fyrir kverkar hon- um og hvarf síðan leiftur- skjótt. Um leið var eins og biskupinn næði ekki andan- um áugnablik. En biskups- frúin var sú eina af kirkju- — Ljósmyndaglettur. ' fólkinu, sem sá þessa sýn í kirkjunni. Fimm árum síðar, 1933, birtist munkurinn 22 ára gömlum guðfræðinema, Alex Johnson. Hann hafði féngið leyfi til að sitja inni í kórn- um við næturmessu í dóm- kirkjunni. Johnsori skýrði á sínum tíma frá því sem fýrir hann bar. — Allt í einu sá ég mannveru til hliðar við mig klædda munkakufli. Ég gekk í áttina til mannveru þessarar, en hún hörfaði undan, og skyndilega var hún horfin. Við eftirgrennsl- an kom í ljós, að ég var eini maðurinn, sem hafði vérið léyfðúr aðgangur ‘ áð þessum hluta kirkjurin'ar.' Alex Johnson er nú bisk- up í, Hamar. Þegar Osfóar- dagblaðið Arbeiderbladet átti við hann símaviðtal fyr- ir skömmu, sagði hann hálf- hikandi: — Ég vil ekkert um þetta segja. Ég fullyrði ekki annað en það, að ég varð fyrir þessari reynslu, þegár ég var 22 ára. Framh. á bls. 38. FÁLKIISÍN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.