Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 38

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 38
SWIR/TT h^ernig sem þer ferðist ferðatrygging ALMENNAR TRYGGINGARU PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 • Léyndardómar Framh. af bls. 27. saman myndað hina svoköll- uðu „dropasteina“ eða salakit. Járn og magnesía, sem borizt hefur með vatninu hefur litað kalksteininn, svo hann glitrar í undursamlegum litbrigðum, rauðu, fjólubláu, jadegrænu og azurbláu. „Þar sem kalkið er, þar eru hellarnir,“ segja hella- könnuðirnir. í mörgum tilvik- um eru hellarnir fullir af fjársjóðum bergkristalla, agat- steina og smaragða, en þá ger- ist margur fingralangur, og fjársjóðunum er rænt áður en hellakönnuðirnir fregna af fundinum. Kráreigandinn í Kolm Seigure í. Austurríki farm slíkan helli, en tók leynd- armálið með sér í gröfina. 23 ja ára gamall Frakki, Michel Siffre að nafni, dvaldi 63 sólarhringa samfleytt í jökulhelli hjá Scarasson í Pyre- næafjöllum í þeim tilgangi að komast að, hvar mörk mann- legs þols lægju og hver áhrif langvarandi dvöl 130 metra fyrir neðan sjávarborð hefði á manninn. Siffre var þaulvan- ur hellakönnuður, og þann 16. júlí 1962 steig hann niður í undirdjúpin, þar sem myrkrið, kuldinn og grafarþögnin ríkir og þar sem sagginn gegnvætir alla hluti, fötin, svefnpokann, sokka og skó og matvæli. Hann hafði ekkert úr eða klukku og missti fljótlega tíma- skynið, sem aftur á móti hafði lamandi áhrif á matarlystina. Hann reyndi að halda tímatal með því að fylgjast með hve- nær hann sofnaði og vaknaði aftur, en gafst fljótlega upp á því. Eftir tveggja vikna dvöl var hann orðinn litblindur. Verst átti hann með að þola myrkrið, og þess vegna eyddi hann rafhlöðum sínum of ört, og síðustu vikuna sat hann al- gerlega sinnulaus og kvartaði um svima og missti meðvitund- ina stund og stund. Morguninn 17. september varð að draga Siffre upp á yfirborðið, og félagar hans urðu að bera hann á bakinu til byggða. Hann var með dökk sólgleraugu til að dagsbirtan gerði hann ekki blindan. Fjór- um klukkustundum síðar var hann lagður í rúm og rannsak- aður gaumgæfilega af læknum. Blóðþrýstingurinn var aðeins 50/80. Þetta met var slegið árið 1965 af samlanda hans Antoine 38 Sennis, sem var fjóra mánuði niðri í hellinum. Hann missti líka tímaskynið, og þegar hann var dreginn upp á yfirborðið þann 5. apríl, hélt hann að kominn væri 6. febrúar. Þetta gerðist í 90 metra djúpum helli við Nissa. Því miður hafa oft orðið slys í hellum. T. d. hrapaði fransk- ur maður í helli í Pyrenæa- fjöllum árið 1951 vegna þess að taugin, sem hann hékk í slapp út af vindunni. Hann _hét Marce Luobend og var grafinn á slysstaðnum. Árið 1959 festist svo brezkur stúdent í sprungu á 310 metra dýpi og kafnaði af súrefnisskorti, þrátt fyrir að allra bragða væri leit- að til að bjarga honum. í næstu grein munum við reyna að fjalla lítillega um hella og hellakönnun hér á fs- landi. • Bítlatízkan Framh. af bls. 29. ríkjunum hafa ekki undan að breyta framleiðsluháttum sín- um til samræmis. Á útleið mætum við tveim flakatrússum í gallabuxum. Ekki er ólíklegt að þær hafi hamskipti bak við græna tjald- ið í Karnabæ. • Sviðsljósið Framh. af bls. 37. Hefurðu aldrei lent í neinum skakkaföllum í sambandi við þessar skemmtanir? Kannski ekki beint skakka- föllum, en óneitanlega lenti ég í óþægilegri aðstöðu eitt sinn. Þannig er mál með vexti, að efni það, sem ég hef notað lengst framan af fjallar um bjórdrykkjukeppni, sem fjórir mætir menn taka þátt í og sá telst sigurvegari, sem lýkur fyrstur við lítrann, en þetta efni hefur undantekningarlaust fengið mjög góðan hlátur. Svo var það einn daginn, að ég var beðinn um að skemmta á stúku- fundi. Ég var mjög á móti því á þeim forsendum, að ég hafði aðeins þetta eina prógram handbært þá stundina, en þó fór svo að lokum, að ég lét til leiðast og flutti þetta pró- gram með hörmulegum afleið- ingum. Lengi vel kom ekki nokkur hlátur frá áheyrendum, þó var auðséð, að margir höfðu lúmskt gaman af, en þorðu ekki að láta það í ljós, ef til vill vegna þess, að á fundin- um voru ýmsir vel þekktir andstæðingar bjórsins, en undir lokin gat ein frúin ekki leng- ur haldið niðri i sér hlátrinum og þá brast stíflan og að lok- um fékk ég glymjandi lófa- klapp, en það var nokkuð, sem ég var búinn að afskrifa. Notarðu eingöngu raddstæl- ingar, þegar þú skemmtir? Nei, langt því frá, ég hef einnig flutt stutta leikþætti þar sem ýmist eru ein eða tvær persónur, sem við sögu koma. Ég á t. d. mjög gott með að túlka rödd gamals karls, sem getur bæði verið sjóari eða bóndi að austan. Nú eða kærulausan ungan mann, sem er að hringja upp á fæðingardeild og allt er í pati. Ég hef mikinn áhuga á því að fara að læra leiklist, hvað sem verður úr því, en allavega stefni ég að því að hafa eftir- hermurnar í minni hluta á skemmtiskránni hjá mér. Þær eru orðnar dálítið útjaskað fyr- irbrigði. • Draugtirmn Framh. af bls. 25. Árið 1938 ásótti draugur þessi steinhöggvara sem vann að viðgerðum á steinhleðslu í kórnum, og nokkru síðar tré- smiðinn Klevse. Af vitnisburði alls þessa fólks mátti fá nokkuð heillega mynd af útliti dóm- kirkjudraugsins, og dagblaðið Aftenposten lét búa til tvær ljósmyndir, þar sem greina má höfuð á munki milli tveggja súlna í dómkirkjunni í Þránd- heimi. Fyrirsögnin yfir draugamynd- unum var á þessa leið: Ferða- maður ljósmyndaði drauga- munkinn síðastliðið sumar. En þarna var reyndar um fölsunar- brall að ræða. Dr. Medtboe, hinn skyggni næturgestur í Þrándheimsdóm- kirkju, sýndi líka að hann er ekki sneyddur kímnigáfu í sam- bandi við þetta mál. Þegar hinir kuflklæddu stúdentar bii'tust frammi fyrir kennara- púltinu, afsakaði listasögufræð- ingurinn sig stuttlega við nem- endur sína og yfirgaf stofuna. Fimm mínútum síðar var hann mættur aftur, og þá sjálfur í munkakufli með logandi kerti í hendi. • Leikið fjórhent Framh. af bls. 24. aldrei óróleg þegar hann var einn hjá henni, enda þótt hann teldi fullvíst að hún heyrði ekki helminginn af þvi sem hann sagði. Hún horfði einungis á hann, sætti sig við hann, og meira gerði enginn sér vonir um. Þá gerðist þetta atvik með elda- buskuna. „Smáræði í sjálfu sér,“ sagði George, „en ágætt dæmi um hversu áhættusamt það er að hafa ekki fullt vald á öllum, sem koma nálægt henni." Hann kvaðst hafa gert það sama þennan dag og endranær, talað um heima og geima, feg- urð himinsins og sjáðu hvernig laufin bregða lit, Mrs. Manson. Þakkargerðardagur á næsta leiti, jólin koma áður en maður veit af, og svo framvegis. Þá kom Hattie inn með kótelettu og kjúklingslæri á diski. Hrátt. Heimilisvenja, ráðagerð sem átti að hvetja Mrs. Manson til að hugsa. Emma átti hugmyndina. Hérna eru tvö kjötstykki. Þú mátt fá eitt til kvöldverðar. Hvort? Emma stóð á þvi fastara FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.