Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 41

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 41
Tom HOME PERM NEW ]jta . niður á fœtur haris, henni tókst það með naumindum, er hún ranghvolfdi augunum þar til hana verkjaði i þau. Hann var með skóhlífar á fótunum. Þess vegna hafði hún ekki þekkt ógreinilegt fótatak hans. Það var þá farið að rigna. Já, það hafði dimmt úti, regndropar sá- ust á glugganum. Miss Sills sagði glaðlega: „Við ætlum að slá upp ofurlítilli ýeiziu. Strax og George er búinn að kveikja upp í ofninum! Hann segist vilja vínglas, en við ætl- um að láta hann vinna fyrir því. Og hér er annar maður — hann tók mig tali á brautarstöðinni, heidur því fram að hann búi hérna núna. Eigum við að gefa honum vínglas líka?“ Miss Sills hafði ánægjuroða í vöngum. Hún er ástfangin af einhverjum þeirra. Hverjum? Ralph hélt á bakka og lagði hann frá sér á tevagninn, sem á voru lyf hennar og nuddolíur, mötunarpípan úr sterku gleri, hart, sívalt varalitarhylkið. Bakka með vinglösum. Eitt handa henni? Kol heyrðist giamra við ofnristina, síðan niðurbældur hlátur. Miss Sills Og George. Það var George, sem hún var ástfangin af. Brucie laut niður til að kyssa hana á vangann. „Hvernig líður vinunni okkar?“ Hann dró hend- ur hennar upp undan ábreiðunni og nuddaði þær mjúklega, brosti við henni. „Við ætluðum að fá okkur gias niðri og þá fékk Ralph þessa hugdettu. Babcock kom inn og sagði að það væri i iagi. Sérðu mjólkurglasið? Líttu á. Skrítið á litinn.“ Hann tók það af bakkanum og hélt því fyrir framan hana. „Mjólk með meiru. Þetta meira er romm. Gott fyrir stúlkur." Kögrið lá yfir hné hennar, dá- samlegt gildi þess ónotað. Doktor Babcock beið ekki eftir hinum. Hann tók gias sitt, lyfti því og skálaði, og teygaði helm- inginn úr því. „Gott fyrir drengi," sagði hann. Þau hiógu. Jafnvel Emma Hún sagði: „Læknir, þér látið mig aldrei hafa lyf af þessu tagi!“ Þau hlógu aftur og skræk- ur hlátur Emmu skar gegnum dimmar karlmannaraddirnar og bjartan aðdáunarkliðinn, sem hjúkrunarkonur nota aðeins fyr- ir iækna. Ralph útbýtti glösunum, viskí og sódi í veiðimannaglösunum. Giösunum sem hún hafði keypt hjá Tiffany fyrir sex vikum. Aðeins sex vikum. Aðeins svo stuttu? Daginn sem hún hafði borðað hádegisverð með Robbie á Piaza. Daginn ... Sterk brún hönd Ralphs hélt mjóikinni fast við munn henn- ár. 1 hinni hendinni hélt hann á mötunarpípunni. Hann sagði: „Ekki að dreyma, elskan, þetta er veizia. Fyrir þig. Taktu nú góðan sopa fyrir karlinn þinn." Hún lokaði vörunum, herpti þær. _,.' ", Hann dekstraði hana. „Svona, elskan, það er gott. Brucie bjó það til sjálfur. Sjáðu? Ég skal súpa á því íyrst." Andlit Brucie, þrungið upp- gerðargremju. Hlæjandi rödd hans. „Hvað á þetta að þýða — er verið að gera eiturpróf?" Hræðilegt, hræðilegt, að nefna þetta á nafn. Að segja það upp- hátt, hafa það i flimtingum. Að segja það, að segja það. Miss Sills sem hraðar sér gegn- um herbergið, kemur að stól hennar, „Hvað er á seýði!“ Miss Sills, þusar úr sér langri setn- ingu sem hún beinir til þeirra allra, vaðall orða, sem öll enda á sömu stöfunum. Essmál. Robbie var alltaf — Essmál. Miss Sills var að segja þeim að minnast ekki á svona hluti. Miss Sills var ágæt. Hafa nánar gætur á Miss Sills, taka af alian vafa. Ef Miss Sills er traust, þá... Þeir tóku báðir um hendur hennar, Ralph og Brucie. „Elskú vina,“ sagði Ralph, „fyrirgefðu okkúr. Við erum klaufabárðar og aular. Þú hefur alltaf verið svo léttlynd að okk- ur hæítir til að gleyma því að við verðum að fara varlega núna. Skilurðu?" Bi’ucie kyssti höndina sem hann hélt um og lagði hana ofan á ábreiðuna. Ofan á. Hann tók mjólkina af Ralph. „Ég skal gera það,“ sagði hann. Hann renndi mötunarpípunni milli vara henn- ar. Drykkurinn var ágætur. Hann var góður á bragðið. Romm og Framh. á bls. 43. 41 Toni gefur fjölbreytileiKa Sama stúlkan. Sama permanentið. Ólíkt útlit TONI lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvemig sem þér ósldð. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Um Toni — Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvem lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar knillur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.