Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 13
heimspeki eða sálgreiningu. Honum léiðist að vera súkku- laðidrengur og langar að líta út eins og ungur háskóláborg- ari, vísindamaður eða stjórnmálaleiðtogi. „Það er ekki rétt, að gömlu stjörnurnar eins og Gary Cooper, Clark Gable, Burt Lancaster og John Wayne hafi haft meiri kyntöfra eða verið karlmannlegri en við nú á dögum. Þeir sem halda því fram hafa séð þá í bíó þegar þeir voru sjálfir litlir drengir og kynnzt þeim þannig sem föðurímyndinni — styrkleika hins stóra karlmanns í augum barnsins. Og þegar þeir sem upp- komnir menn sjá leikarana í dag finnst þeim þeir vera drengja- legir og ókarlmannlegir í samanburði við bernskuminningarn- ar um gömlu stjörnurnar. Við leggjum minni áherzlu á útlitið núna, en meiri á öll blæbrigði sálarlífsins: kímnigáfu, hugsun, blíðu, skapstyrk o. s. frv. Kyntöfrarnir eru aðeins hluti af heildartöfrum persónuleikans.“ ÞAÐ eru ekki til neinar formúlur,“ segir Belmondo, „mað- ur verður bara að aðlaga sig tíðarandanum. Nú á dög- um kæra konur sig ekki um blóm og blíðuhót eins og tíðk- aðist á dögum Rudolphs Valentino. Þær vilja enga uppgerð og þrá stundum ruddaskap. Ef Claudia Cardinale segir ’Ég elska þig‘, við mig í kvikmynd svara ég ’Auðvitað — hvað annað?‘ en ekki ’Ég elska þig líka, ástin mín‘ eða eitthvað álika flónslegt. Það er ágætt í einkalífinu en alls ekki í nútímakvikmyndum.“ „Allir leikarar hafa sín smábrögð, viss augnatillit eða hreyf- ingar sem þeir vita að verka vel,“ segir Jean Sorel. „Örlítið bros eða maður hallar undir flatt á sérstakan hátt eða augna- ráðið verður eins og maður sjái ekkert í heiminum nema konuna andspænis sér. Það er gamalt bragð að hoi-fa ýmist í vinstra eða hægra augað á mótleikara sínum í ástarsenu, mjög náið og ástríkt. En hlýjan verður að koma innan að, annars verka öll ytri brögð hlægilega.“ Hann álítur leikarana núna miklu nær raunveruleikanum en gömlu stjörnurnar. „Við erum ekki eins stórir og sterkir og vöðvamiklir, það skal ég játa, en svo er annað. f gamla daga voru hlutverkin búin til handa leikurunum en ekki ætlazt til, að leikararnir túlkuðu neitt nema sjálfa sig í sama hlutverkinu upp aftur og aftur. Þeir voru alltaf góðir og traustir, heiðarlegir og hetjulegir, höfðu enga galla, sem sagt þeir voru ekki lifandi menn, heldur ævintýrapersönur. Núna túlkum við menn sem hafa bæði kosti og galla, þeir geta verið blanda af ýmsum eiginleikum, og tilfinningalíf þeirra er margslungið. Við skiptum ekki öllu í hvítt og svart lengur, heldur reynum við að fá fram bæði Ijós og skugga. Kannski erum við ekki eins miklar stjörnur, ekki eins mikl- ar hetjur og ekki eins rómantískir, en það er vegna þess að við erum sannari og mannlegri, lifandi menn en ekki persónur g sviði.“ . Stjörnudýrkunin dvínar, hið rómantíska, ósigrandi kvenna- gull er horfið af sjónarsviðinu, og leikararnir eru orðnir menn eins og þú og ég. Þýðir það, að kvikmyndirnar missi smám saman aðdráttarafl sitt á sama hátt og skáldsagan virðist út- deyjandi form síðan rómantískar hetjur voru bannfærðar af bókmenntasviðinu? Eða verður það til þess að kvikmyndin öðl- ist nýtt gildi sem listform í heimi framtíðarinnar þegar hún er laus úr fjötrum gervimennsku og falskrar rómantíkur? ★ Terence Stamp: „Leikararnir eru ekki iengur blóð- lausar dúkkur, heldur raunverulegir karlmenn." Richard Burton: „Fegurð er túlkunaratriði hjá leik- ara, en vissa kyntiifra verður hann að hafa.“ Alain Delon: „Stúlkur missa allan áhuga á manni sem hefur eklcert til að bera nema £egurðina.“ FALKÍNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.