Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 32
9. hiuti i I egginu eru auðvitað allar erfða- eigindir mannsins geymdar. Hvaða arískum konum var ætlað að fórna öðrum eggjastokki sín- um veit ég ekki, það gat orðið frjálst framlag eða eignarnám. En ef hægt yrði að flytja eggja- stokka úr einni konu í aðra myndu jafnvel svertingjakonur geta fætt börn, sem væru hrein- ir aríar og ekki skyld þeim að neinu leyti. Það sem gerðist í Mauthausen — meðal margs annars — voru tilraunir til að græða eggja- stokka. Þetta var vitanlega ekki hægt við fullorðnar konur. En tilraunirnar voru endurteknar frá byrjun, og menn ímynduðu sér að ef eggjastokkarnir væru teknir úr börnum og græddir í önnur börn myndu horfurnar verða betri. Sternkopf hafði verið potturinn og pannan í þessu tilraunafyrirtæki. Ég get ekki trúað því, að hann hafi vonazt eftir að þetta tækist — hann hafði of mikla þekkingu til að trúa því ómögulega. En það gaf honum tækifæri til æf- inga í skurðaðgerðum, sem að kvensjúkdómum lutu og sem hann hefði aldrei fengið í venju- legu sjúkrahússtarfi. Jæja, meira veit ég ekki. Við réttarhöldin i Niirnberg var Sternkopf sagður hafa dáið í Tékkóslóvakiu áður en styrj- öldin var á enda. Ég vissi að hann var á lífi og ég vissi einn- ig að honum hafði smám saman tekizt að vinna sig upp sem kvenlæknir i Stokkhólmi undir minu nafni. Hann hafði engar sérstakar ástæður til að óttast mig — ég var talinn dauðvona þegar hann keypti sér persónu- gervi mitt. Það sem helzt vekur undrun mína er að hann skuli ekki hafa reynt að ganga úr skugga um það. Ef hann vissi að ég er á lifi og bý hér, þá væri líf mitt í mikilli hættu. — Ég skal engu Ijóstra upp, sagði Stenfeldt. En hvað myndi hann geta gert yður ef hann yrði afhjúpaður? — Hann gæti ef til vill ekki gert mikið sjálfur. En úlfarnir halda saman. — Hvað eigið þér við? Meyer brosti stillilega. — Spyrjið ekki, sagði hann rólega. Skýringar mínar myndu láta yður ótrúlega í eyrum. Hins veg- ar — þá hef ég átt von á þessu samtali í mörg ár. Ég hef alltaf haft leyndan grun um, að þessi skollaleikur gæti ekki haldið áfram til æviloka. Ég mun bíða rólegur átekta og sjá hvað setur. — Hvað hét læknirinn í Chur, sem þér vísuðuð ungfrú Rosen- berg til? — Doktor Weisenfeld. Það er kona. Þér getið treyst henni fullkomlega. 10. KAFLI. Doktor Weisenfeld var á fimm- tugsaldri og tók á móti Stenfeldt með mikilli vinsemd og hlýju. Eftir nokkur inngangsorð bar Stenfeldt fram erindi sitt. Vegna hvers hafði Grete Rosenberg leitaði til hennar? Doktor Weisenfeld hellti kaffi úr hitabrúsa í bolla handa sér. — Hún leitaði til mín vegna einhverra þrauta í kviðarholi. Ég rannsakaði hana á venju- legan hátt en fann ekkert, sem gæti gefið neina vísbendingu. Hún sagðist hafa verið undir hendi læknis í Stokkhólmi að nafni Hoffmann, vegna þessa kvilla. Þar sem mér virtist kon- an mjög æst og taugaóstyrk, bað ég hana að koma daginn eftir. Þegar hún var farin úr lækningastofunni náði ég síma- sambandi við doktor Hoffmann í Stokkhólmi, og var hann afar elskulegur. En hann varð alvar- lega kvíðinn, þegar ég sagði honum, að sjúklingur hans hefði leitað til mín. Hann sagðist hafa brýnt fyrir henni að taka sér ekki neina langferð á hendur, og hann bað mig eindregið að telja hana á að snúa aftur til Stokkhólms með fyrstu flugferð og finna sig hið bráðasta. — Og þér fluttuð henni skila- boð hans? — Já. Konan kom aftur á til- settum tima morguninn eftir. Ég færði henni kveðju Hoff- manns. Hún virtist hálf hikandi og hrædd, en ég hughreysti hana og reyndi að vekja traust hjá henni. Siðan fór hún héðan og ég veit ekki meira. Hafa upp- lýsingar mínar gert yður óró- legan? Hef ég gert nokkuð, sem var ungu konunni i óhag? Stenfeldt stóð á fætur. — Þér gerðuð það sem sanngjarnt má teljast, sagði hann. Get ég feng- ið lánaðan síma hér nokkurs staðar, þar sem ég verð ekki ónáðaður? — Ég er að fara í sjúkravitj- un, sagði doktor Weisenfeld. Þér getið haft frjáls afnot af skrif- stofu minni. Þegar Stenfeldt var orðinn ein- samall bað hann um hraðsam- tal við Stokkhólm og ferðaskrif- stofuna þar sem Grete vann. En Grete hafði ekki komið aftur úr leyfinu heldur hafði hún tilkynnt veikindi. Hann bað um annað samtal við sjúkrahús sitt og náði í deildarhjúkrunarkonuna, sem sagði honum að Grete Rosenberg lægi á sjúkrahúsinu til rannsóknar og ætti að skera hana upp daginn eftir. Þriðja simtal Stenfeldts var til Zurieh. Hann gat fengið sæti í flugvél til Kaupmannahafnar þá um kvöldið. Hann pantaði far- miðann og þaut síðan út til að ná lestinni til Zurich. Hann nærri hljóp eftir götunum. Hann hljóp til að forða lífi sínu og Grete og Martin Meyer. Caravellan klauf myrkrið með dimmum hvin frá þrýstilofts- hreyflunum. Lars Stenfeldt hafði fengið sæti hægra megin í vél- BKENNIMERK'r 32 FALKINN li

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.