Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 34
BRENNIMERKT BRENNIMERKT BRENNIMERKT BRENNIMERKT Hann kom á brautarstöðina tíu mínútum áður en lestin átti að fara af stað og tróð nokkr- um krónupeningum niður í síma- sjálfsala. Rödd símastúlkunnar í Stokkhólmi var syfjuleg þegar hann bað hana um að leita að doktor Lindwall á þriðju skurð- stofu. Hún kom aftur með þau skilaboð, að Lindwall væri stadd- ur í sjúkrahúsinu en enginn vissi nákvæmlega hvar. Hún ætlaði að leita betur. Eftir eina mínútu kom hún aftur með skilaboð. Doktor Lind- wall hafði verið á næturvakt og ekki ósennilegt að hann væri þegar farinn heim. — Reynið aftur, bað Stenfeldt. Símastúlkan gerði ítrekaðar tilraunir. Mínúturnar liðu. Allt I einu tilkynnti stöðvarhátalarinn brottför hraðlestarinnar. Sten- feldt fleygði heyrnartólinu á simann og stökk út að lestinni. Það var ef til vill það sama og að fleygja frá sér tækifæri, en hann hafði ekki tíma til að ihu~a það nánar. Og lestin brunaði af ?*að um leið og hann hafði lok- að vagndyrunum á eftir sér. Snjóstormurinn hélt áfram án afláts, og þegar lestin var kom- in til Austurgautlands var hún klukkutíma á eftir áætlun. Sten- feldt þiammaði eirðarlaus fram og aftur eftir lestarganginum. Eiginlega ætti hann að gefa upp alla von. Skurðaðgerðir sem el.ki voru áriðandi slysatilfelli byrj- uðu ávallt klukkan átta á morgnana. Nú var klukkan að verða ellefu. Ef hann yrði að horfast í augu við fullgerðar staðreyndir eftir nokkra klukku- tíma — hvað átti hann þá að gera? Hann gat ekki lengur hugsað um hefnd. Ekkert gæti hvort sem er bætt aftur það sem Hoffmann hafði eyðilagt. Grete... Kveðjubréfið sem hún hafði skilið eftir i Niederjoch hafði hann i brjóstvasanum. Hann tók það upp og las það enn á ný. “.. .ef ég finn aftur sjálfa mig og ef mér finnst þá að ég geti uppfyllt þær kröfur, sem hægt er að gera til fullþroska konu — leyfðu mér þá að eiga frum- kvæðið og leita þig uppi. Ef þú heyrir ekkert frá mér, þá leit- aðu ekki að mér, gerðu engar fyrirspurnir og biddu mín ekki. Láttu mig hverfa úr lífi þinu ..“ Nei, hugsaði hann, ég get ekki setið með krosslagðar hendur og beðið átekta. Ég get ekki verið hlutiaus. Grete — skilurðu ekki að ég elska þig? Að ég vil eiga þig hvort sem þér finnst þú vera heilbrigð eða stórgölluð. Ég vil ekki eiga neitt gallalaust blóm. Ég vil þig eins og þú ert... Leiðin var greiðfærari frá 34 FÁLKINN Norrköping til Stokkhólms. Fimmtíu mínútum eftir áætlun stanzaði lestin á aðalbrautar- stöðinni í Stokkhólmi. Tíu mín- útum eftir það stóð doktor Sten- feldt í sjúkradeildinni sem hann hafði starfað við þar til í des- emberlok. Systir Maj var eitt- hvað að sýsla í lyfjaherberginu þegar hann stóð allt í einu í dyrunum. Hún varð öll uppljóm- uð eins og hún sæi gamlan og góðan vin. — Er doktor Sten- feldt kominn aftur...! — Hvar er Grete Rosenberg núna? — Ungfrú Rosenberg, sagði hún hikandi. Já, henni var ekið niður á skurðstofuna fyrir stundarfjórðungi. Systir Maj starði á eftir Sten- feldt, sem geystist út eins og vitfirringur, fram ganginn og hvarf inn í lyftu. 11. KAFLI. Enginn var í snyrtiherberginu fyrir framan skurðstofurnar Stenfeldt reif sig úr fötunum, fór í steypibað, þurrkaði sér með eldingarhraða fór í hrein nær- föt úr birgðaskápnum og græn- an skurðstofuslopp. Hendur hans voru óstyrkar og fálmandi þegar hann reyndi að draga á sig dauð- hreinsaða gúmmíhanzkana. Svo ýtti hann upp hurðinni með oln- boganum og stóð þá í milligang- inum milli snyrtiherbergisins og skurðstofanna. Fyrir utan skurð- stofu tvö stóð gangastúlka, sem hann kannaðist ekki við. — Er Hoffmann þarna inni? Stúlkan horfði feimnislega á hann og svaraði ekki. — Er Hoffmann þarna inni endurtók hann hörkulega. — Já, sagði stúlkan loksins. En það má enginn koma inn á meðan aðgerðin stendur yfir. — Þvættingur, sagði Stenfeldt með þjósti og reyndi að ryðjast fram hjá henni. Hún þrýsti sér upp að hurðinni og varnaði hon- um inngöngu. Hann sendi henni augnaifeð sem kom henni til að skjálfa af hræðslu. — Farðu frá, sagði hann al- variegur I bragði. Það var gott að hún skyldi standa þarna, hugsaði hann i skyndi. Hún gaf mér nokkurra augnablika umhugsunarfrest. Ég verð að vera rólegur ef ég á að geta gert nokkurn hlut. Stúlkan hlýddi og opnaði fyrir honum. Þegar dyrnar lukust aft- ur að baki hans, stóð hann kyrr og greip andann á Iofti. Hoffmann er brjálaður hugs- aði hann. Þetta er ómögulegt. Sjúklingur lá á skurðarborð- inu og var andlitið hulið. Þar sem að réttu lagi hefðu átt að vera að minnsta kostl tvelr að- stoðarlæknar vlðstaddir, var nú aðeins ein hjúkrunarkona. Við svæfingavélina stóð ungur piltur, sem auðsjáanlega var aðeins læknanemi eða í mesta lagi ný- bakaður kandidat. Annars var þarna enginn maður, sem fær væri um að veita neina aðstoð ef í harðbakka slægi. Þetta stríddi gegn öllum lögum og reglugerðum en umfram allt gegn hverri ögn af heilbrigðri skynsemi. — Hver var það sem kom? spurði Hoffmann án þess að snúa sér við. Hjúkrunarkonan leit upp frá skurðsvæðinu og öllum dúkunum. — Doktor Stenfeldt, svaraði hún lágum rómi. Hoffmann sem staðið hafði álútur yfir sjúklingnum, rétti harkalega úr sér. Skærin, sem hann hafði haldið á í hendinni féllu niður í skálina með glamr- andi tómahljóði. Hann sneri sér við: — Þú hefur ekki leyfi mitt til að koma hingað inn, 'sagði hann ógnandi. Hypjaðu þig burt! Stenfeldt virti ekki fyrrverandi yfirmann sinn viðlits. Hann gekk að sjúklingnum og fjarlægði dúkinn sem svo tilefnislaust hafði verið lagður yfir andlit hennar. Grete var fölleit en full- komin ró hvíldi yfir andlitsdrátt- um hennar. Með því að líta snöggvast á svæfingarslöngurn- ar vissi hann að hún hafði ver- ið svæfð með sprautu og fékk aðeins ofurlítið súrefni i slöng- unum. Bullan í súrefnistækinu sýndi rólegan andardrátt. Æða- slögin voru rúmlega niutiu, blóð- þrýstingurinn eðlilegur. Hann gekk kringum borðið og tók sér þá stöðu sem hann var vanur að hafa þegar hann aðstoðaði Hoff- mann. — Haltu áfram aðgerðinni, sagði hann þurrlega. Gefðu mér einhverjar upþlýsingar í snatri svo ég geti hjálpað þér. Hoffmann dró djúpt andann. I stað þess að verða æstur virtist hann algerlega kaldur, nærri hrokafullur. — Ég þarf ekki þinnar aðstoðar við. Öðrum hvor- um okkar er ofaukið hérna við borðið. Ef þú ferð héðan skal ég halda áfram verki mínu. — Ég verð hér kyrr. — Eins og þér þóknast. Þá fer ég sjálfur. Við hverju hef- ur þú hugsað þér að skera hana upp? Það var hæðnishljómur i rödd Hoffmanns. Hjúkrunarkon- an gekk nokkur skref aftur fyr- ir Stenfeldt og raðaði áhöldunum á bakkann. Lágt glamrið I ■ málmi við gler og snörlið í súr- efnisslöngunni var það eina sem heyrðist. Hoffmann stóð hreyf- ingarlaus. Hann horfði beint fram fyrir sig en virtist samt ekki sjá neitt. Stenfeldt skoðaði skurðinn. Neðri sárbarmurinn var þykkur og ávalur eins og skorið hefði verið ofan við mjög gamalt ör. Vöðvarnir voru mjög aðskildir og lífhimnan opnuð með sára- hökum. Allt var þetta eins marins verk mjög vel af hendi leyst. En hvað ætlaðist Hoffmann fyrir? — Haltu áfram! sagði Sten- feldt óþolinmóður. Hann sneri sér að unga manninum við svæf- ingartækin: Hve lengi... ? — Fimm stundarfjórðunga. Hið undarlega og vart sýni- lega bros í augum Hoffmanns fyllti hann bræði en hann stillti sig. Likami hans titraði allur af þreytu og taugaþenslu, og hann vissi að hann gæti ekki treyst höndum sínum ef hann ætti að framkvæma vandasama aðgerð. Honum datt í hug að fara út og kalla í einhvern af hinum læknunum. En það myndi hafa of miklar skýringar og þrætu- mál i för með sér. Það sem máR skipti núna, var að aðgerðin gæti haldið áfram án truflana. — Haltu áíram, sagði hann harðneskjulega. — Ég skal halda áfram strax og þú ert farinn héðan út, sagði ■■ Hoffmann önugur. Annars fer ég sjálfur. Þú getur valið. — Hvernig ætti ég að geta haldið áfram, sagði Stenfeldt milli samanbitinna tannanna. Ég hef engar myndir, enga sjúkra- skýrslu, veit ekki einu sinni um hvað er að ræða. Þvi hefur þér tekizt að halda leyndu. Nú verð ég kyrr þar til ég hef fengið að vita sannleikann. Hjúkrunarkonan sneri bakl við þeim á áberandi hátt og svæf- , ingamaðurinn beygði sig yfir tækin. En þess gerðist engin , þörf. Hoffmann og Stenfeldt sáu aðeins hvorn annan. — Ég gef þér mínútu, sagði Hoffmann. Svo fer ég héðan. Hann leit á klukkuna, sem hékk yfir dyrunum. — Nú eru f jörutíu og fimm sekúndur liðnar. Stenfeldt dró djúpt andann. Þegar sekúnduvísirinn var korn- inn á ellefu sagði hann: — Ég átti viðræður við Martin Meyer. Engin breyting var sjáanleg á andliti Hoffmanns. Hann lokaði aðeins augunum hægt, eins og hann væri að reyna að rifja eitt- hvað upp fyrir sér. Svo hristi hann höfuðið snögglega. — nafnið minnir mig ekki á neitt. Systir, hafið allt til reiðu til að loka skurðinum. Ég dreg mig . i... Framh. I næsta blaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.