Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 19

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 19
 l&Jil n'v nema hvað annar gengur utan á fjallinu og upp á það, en hinn innan í fjall- inu og niður í það. Við skulum nú fylgjast með því, hvernig stærsti hellir Evrópu fannst, og hvernig menn könnuðu hann smám saman á mörgum ára- tugum. Frásögnin er tekin úr danska blaðinu „Mandens verden“: Hingað og þangað í Tenn- engefjöllunum í Austurríki má sjá hellismunna. Sögur og srgnir hafa um aldir ver- ið spunnar um þessi hlið undirdjúpanna, en fáir hafa þorað að stíga inn í svart- nættisveröld dverga, dreka og trölla. En vordag einn árið 1879 klifu tveir menn upp að stærsta munnanum í fjallshlíðinni. Hann er tuttugu metra hár og átján metrar á breidd. fsköldum gusti slær á móti þeim úr hellinum. Landafræðingur- inn Posselt Czorich hikar eitt andartak, en gengur síðan einn með tendraðan kyndil inn í hellinn. Á einum stað sér hann blá- grænt glerkennt efni breiða sig yfir veggina eins og stirðnað vatnsfall, og brátt kemur hann í helli, sem er 30 metra breiður og álíka hár. Svo langt sem skinið frá kyndlinum nær glamp- ar -á óteljandi íssúlur, og lengra í burtu sér hann allt í einu risavaxna manns- mynd... en þar er aðeins um að ræða klettadrang. Og aftur bergmálar fótatak þessa einmana könnuðar um ganga hellisins, þar til hann allt í einu stendur frammi fyrir ísvegg, ókleifum, sem nær frá gólfi til lofts. Lengra kemst hann ekki. Czorich snýr til baka og fálmar sig að útganginum, þar sem félagi hans bíður í ofvæni. 30 árum síðar situr 23ja ára gamall stúdent, Alex- ander von Mörk að nafni og blaðar í bunka af göml- um fréttablöðum. Þar rekst hann af tilviljun á frásögn Czorichs um hellinn, og einn góðan veðurdag árið 1912 er hann kominn á vettvang í fararbroddi hóps ákafra hellakönnuða og reynir að feta í fótspor Czorichs. Þeir koma fljótt að ísveggnum og tekst ekki að finna neinar glufur á honum, og eftir nokkurra klukkustunda ár- angurslausar tilraunir snúa þeir við út í dagsljósið. Þann 2. ágúst árið eftir er Mörk enn kominn á stað- inn við þriðja mann. Þeir höggva þrep í ísvegginn, og að lokum stendur Mörk uppi við brúnina og lyftir ljós- inu ... Þar fyrir innan sér hann inn í ævintýraheim 1001 nætur. Höll, sem glitr* FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.