Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 8

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 8
FEGURÐARSAMKEPPNI Við sjáum ekki betur en bolinn á myndinni sé auð- mýktin sjálf frammi fyrir hennar hátign Bretadrottn- ingu, sem er komin á vettvang í eigin persónu að sjá hvað hann er fallegur. Og drottningin gerði meira, hún gaf bola bikar, sem hann fær að líkindum aldrei að drekka úr. Boli sigraði nefnilega í fegurðarsam- keppni í sinni sveit, sem er einhvers staðar ekki langt frá þeirri ágætu Grimsbyborg. En þó að Elísabet brosi fallega framan í bola, erum við ekki í nokkrum vafa um að hún brosir ennþá fallegar framan í Filipus, þrátt fyrir harmkvælin sem hann mátti þola við Norðurá hér um árið og strandið á Patreksfirði á dögunum. En hvað um það. Við sjáum ekki betur, en bóndinn sé stérum montnari en bolinn. Soffía og karlkynið Sophia Loren er nú löglega gift sínum Carlo Ponti, en hún liefur notað þetta einstaka tækifæri til að gefa út endurminningar sínar, þar sem hún m. a. segir frá því að hún hafi eitt sinn verið að því komin að giftast kvikmyndaleik- aranum Cary Grant. Þau léku þá saman í myndinni „Pride and Passion“. Leikarinn bað hennar og hún var rétt búin að segj.a já. Svo kom þeim saman um að rétt- ast væri að láta hjúskapinn eiga sig og verða venjulegir vinir og það eru þau enn þann dag í dag. Myndin er af þeim skötuhjúunum í gamla daga., Én vel á minnzt: Bókin hénnatf Soffiu heitir „jMénn- irnir í lífi mínu“. Hafði ekki peningavit Það munaði ekki nema einum. að Jim Kerry eigandi Hróa hattar krárinnar í Brctlandi yrði dæmdur í árs fangelsi fyrir fjársvik. Upp komst að hann hafði ruglað öllum fjárreiðum saman og ekki hirt um hvort hann átti peningana sjálfur, eða viðskiptavin- irnir og svo stóð hann uppi með 600,000 króna sjóðþurrð. Við réttar- höldin kom hins vegar í ljós að hann hafði alls ekki gert þetta í auðgunarsky.ni, heldur einfaldlega vegna þess að hann hafði ekk- ert vit á peningamálum og framdi fjárdráttinn óvart. Viðskiptavin- irnir voru ekki lengi að sættast við karlinn og skutu saman því fé sem vantaði og hann varð laus allra mála. Á myndinni er hann að skála við hjargvætti sína í enskum bjór. GAFU IIAIVS HEILAGLEIKA NÝJAN BÍL Páfinn er búinn að bæta við sig einu farartæki og þvf ekki af verri endanum. Mercedes verksmiðjurnar í Þýzkalandi voru svo elskulegar að gefa hans heilagleika nýjan Benz af gerðinni 600, nákvæmlega eins og þann sem leiguflugsforstjérinn Simon Spies keypti sér fyrir skömmu á rúma milljén. Bíll páfa gefur hinum ekkert eftir í þægindum, hann er með vínstúku í aftursætinu, radíósíma og þakið og gluggarnir eru rafknúin. Kaþólskir menn um alían heim geta svo sannarlega verið ánægðir með veraldlega veígengni Páls páfa VI, sem situr nú sem fastast á stóli Péturs postula í Rém, þó svo að Pólverjar leyfðu honum ekki landvist. Á myndinni er páfinn að vísitera Rómverja í nýja bílnum sínum. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.