Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 18

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 18
HE L L A R hafa löngum vakiS mönnum for- vitni, og allt fram á þennan dag eru þeir skoðurum sínum ráð- gáta og heillandi heim- ur, líkt og undirdjúp sjávar, eða geimurinn. Hella- kannanir síðustu tima hafa leitt í ljós, að í árdaga voru hellar athvarf manna og í- verupláss á norðurhveli jarð- ar og að einhvern tíma fyr- ir tugþúsundum ára skriðu forfeður okkar upp úr hell- unum og réttu úr sér, hrófl- uðu upp skýium fyrir veðr- um og vindum, sem síðan hafa verið að fullkomnast æ meir, en ævinlega hefar þeim þótt forvitnilegt að kikja ofan í hellana, sem sveipuðust sífellt meiri dul- úð, þar til óljós minningin um forfeðurna varð að tröll- um í hugum fóiks. Hjátrúin hefur vafalaust valdið því, að hellakönnun hófst ekki að ráði fyrr en komið er fram á nítjándu öld. Að minnsta kosti fara litlar sögur af ferðum manna í hella fyrir þann tíma, nema í þjóðsögum um alla Norðurálfu ganga menn í björg heillaðir af álfum og tröllum. í Austurlöndum eru hellar þjóðsagnanna hins vegar fullir áf fjársjóðum, og í þá verður ekki komizt nema með hjálp töfraorða. Nútíminn gengur út frá því sem vísu, að öll tröll séu dauð og álfar ekki annað en hugarburður fólks, sem þekkti ekki rafmagn, en þó að hjátrúnni sé rutt úr vegi, eru óteljandi erfiðleikar á leiðum hellakönnuða. Og erfiðleikarnir Jeynast í hell- unum sjálfum í líki vatns, grjóthruns, viilu, hraps, sterkra vindsveipa og festu. Þeir eru því margir, sem ekki hafa átt afturkvæmt upp á yfirborð jarðar úr hellunum, heldur borið þar beinin við hörmungar, sem þeim einum eru kunnar. Því eru hellar enn litnir horn- auga af þorra fólks, sem ekkí myndi fást til að kafa í undirdjúp sjávar, eða láta skjóta sér út í himingeim- inn. Þannig er hellakönnun álitin einna varasömust af þeirri frístundaiðju sem menn kjósa sér á fastaiand- inu. Smám saman hafa menn þó verið að þreifa sig áfram og læra af reynslunni. í dag hefur hellakönnuður- inn margvíslegan útbúnað til að mæta hættunni, og hann hefur komið sér upp víðtæku og sæmilega öruggu aðvörunarkerfi. Nokkur líking virðist manni vera með hellakönn- un og fjallgöngum, og vafa- laust hafa hellamenn lært mikið af fjallamönnum. Hvorir tveggja starfa á sama sviði náttúrunnar, FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.