Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 23

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 23
Jt jneð sér. Emma gimbaði núna. Áður prjónaði hún, en þau fengu hana til að hætta því — vegna prjónanna. Prjónarnir höfðu hina réttu lögun, voru eins ná- lægt réttri stærð og lögun og nokkuð gat verið, nokkuð sem jneð heppni væri hægt að komast höndum undir. Heppni, ef hend- urnar, ef aðeins hendurnar ... Hendur. Gamlar hendur Emmu, vinnulúnar og hrjúfar, vegna þess að hún vann fyrir sér með þeim, en sterkar. Gamlar hend- tir Emmu, sem ekki þörfnuðust neinna krafta, héldu um þessa dásamlegu prjóna. Sneru þeim milli fingra sér, veltu þeim fram og aftur, yndisleg hreyfing sem bruðlað var á Emmu. Emma hlaut að hafa séð hana gefa prjónunum gætur; hún hlaut að hafa séð augnaráð henn- ar vegna þess að hún hafði sagt: „Nei, nei, Miss Nora, þér megið ekki hugsa svo hræðilega." Emma gat ómögulega vitað hvað hún var raunverulega að hugsa, enginn gat vitað það. Enginn nema — nei, það var ómögulegt. Eða var það? Hún hafði brotið heilann svo áhyggjurnar höfðu nærri rænt hana vitinu, þar til hún heyrði þau tala sarnan þeg- ar þau héldu að hún væri sof- andi. Miss Sills sagði: „Hún vildi fá prjónana hennar Emmu í dag. Emma sá það á augnaráðinu. Mér geðjast ekki að þvi, Mr. Manson, mér geðjast hreint ekki að því. Hún gæti ekki haldið á þeim, jafnvel þótt við létum þá í hendurnar á henni — hún get- ur ekki einu sinni haldið á vasa- klút, ekki núna. En mér líkar það ekki. 1 svona tilfellum get- ur orðið snögg breyting — tíma- bundin auðvitað, eins konar vöðvakrampi. Hún gæti gert sjálfri sér alvarlegt mein, ef hún LEIKIÐ FJÓR- HEIMT næði í eitthvað oddhvasst. Svo ég sagði Emmu að hætta að prjóna og gera eitthvað annað. Gimba til dæmis. Það getur enginn meitt sig á lítilli plast- spólu." Hann sagði: „Gera sér mein? Hræðilegt! En ég er hræddur um að það sé rétt hjá yður. Ég sá hana horfa á blýantinn yðar þegar þér voruð að semja hjúkr- unarlistann. Hún vildi fá hann, hún þráði að fá hann. Blýant! Hvað gæti hún gert við blýant?“ „Ég veit það ekki. Við getum ekki lesið þennan veslings huga. En í sannleika sagt, Mr. Manson, við verðum að vera stöðugt á verði. Við verðum að vera við- búin' líkamlegum breytingum. Þér vitið að hún gæti gert sér — mér er meinilia við að segja þetta — hún gæti gert sér — ég á við, hún gæti skaðað í sér augun. 1 þessu ástandi sem hún er, ég meina andlegu ástandi, þá finnst henni ef til vill að hún sé gagnslaus, byrði á yður. Hún gæti valdið sér meini — ó, það er hræðilegt, aumingja konan. Kannski vill hún ekki einu sinni sjá! Þá lagði hann hlýjar hendur sínar yfir hana. Hann sagði: „Gætið hennar, Miss Sills, látið ekkert koma fyrir hana. Hún er allt sem ég á. Þessi fallegu augu, hafið þér tekið eftir hvernig þau — elta? Þau eru það eina við hana, sem er iifandi." Þess vegna var það, sem Emma varð að hætta við prjón- ana og fara að gimba, sem hún hafði mestu skömm á. Þess vegna var það, sem Miss Sills hafði nú aldrei blýant eða sjálf- blekung klemmdan íraman á svuntuna sína. Gæti valdið mér meini... Hugsaðu ekki um það, sagði hún við sjálfa sig. Þú ert lánsöm, þú ert lánsöm, vegna þess að þau gátu rangt til. Hugsaðu um eitthvað annað, reyndu að hugsa sterkt, sterkt. Hugsaðu um hendurnar á þér, fingurna á þér; um eitthvað sem komið gæti í staðinn fyrir blý- ant. Eitthvað, eitthvað, sem hægt væri að snúa og velta í máttlaus- um fingrum, snúa og velta og gefa þeim styrk. Leyndan styrk sem hún yrði að dylja. Ef þú værir hermaður á spítala þá myndi þér vera fengið eitthvað í hendurnar og þér hjálpað að velta því og snúa. Á sjúkrahúsi myndi þér vera hjálpað. Þess vegna ertu ekki á sjúkrahúsi þess vegna ertu heima. Þú heyrð- ir hvað þau sögðu: „Henni líður betur á sínu eigin heimili, á meðal fólks, sem henni þykir vænt um.“ Gæti valdið sér meini; þú heyrðir það líka. Þar varstu einnig lánsöm að geta ekki hleg- ið. Þú ert lánsöm vegna þess að ef þú byrjaðir einu sinni, þá gæt- irðu ekki hætt. Þú myndir koma upp um þig. Valdið sér meini, þegar það eina sem þú vilt er að halda í þér lífinu, ekki missa það. Halda því, eins og það er, þangað til... Hvað er þetta, ég er að gráta. Þetta eru tár á höndunum á mér. Ég vissi ekki að ég gæti grátið. Hugsa um eitthvað annað. Fljótt... Bruce kemur með fjögur fimmtán lest- inni. Betra að hugsa ekki um það heldur. Á hverjum degi, beygir sig niður til að horfa í andlitið á þér, kyssir hendur þínar, segir þér hvað þú lítir vel út, stríðni, látaiæti... Hættu þessu, hættu þessu. Líttu á kögrið á værðarvoð- inni. Gamla, góða voð; indæla, þykka kögur. Þykkt. Nærri eins þykkt og blýantur! Reyndu það, reyndu það meðan þú ert ein, flýttu þér áður en — áður en Emma kemur. Áður en nokkur kemur. Áður en þau koma öll þrammandi úr gönguferðunum, æfingunum, frá járnbrautarstöð- inni. Svona, nú tókst þér það nærri því. Nærri því. En láttu ekki hugfallast þótt það virðist ómögulegt núna; einhvern tima tekst þér það. Reyndu aftur. Þarna er góð, þykk lykkja, sem liggur yfir vinstra úlnliðinn á þér. Vittu hvort þú getur snert hana með hinni hendinni. Vittu hvort þú getur hreyft úlnlið- inn, handlegginn, handlegginn, reyndu ... Nei. Nei, en gráttu samt ekki aftur, það er ekkert gagn að þvi. Haltu áfram að reyna, og þakkaðu guði fyrir að hugur þinn skuli vera heilbrigð- ur. Það er eitt, sem þau eru ekki viss um, hugur þinn. Þar hefurðu dálítið forskot; þannig muntu að iokum sigra. Einhvern daginn mun önnur hönd þín ná I kögrið og lykjast um það. Ein- hvern daginn muntu grípa um kögrið og opna og kreppa fing- urna. Velta mjúku, þykku kögr- inu milli fingra þinna, aftur og aftur, þangað til þeir eru nógu sterkir til að halda á blýanti. Blýanti. Þú færð aldrei að sjá blýant framar. Þú veizt það. Én fingur þínir verða viðbúnir hverju sem býðst. Það gerir ekk- ert til þótt þú getir aldrei fram- ar gengið, aldrei framar talað. Þú þarft ekki annað en tvo fing- ur. Tvo? Nei, einn. Einn væri nóg. Einn fingur getur bent. Þú gætir skrifað í loftið með einum fingri, bendingamál. Þú gætir gert þig skiljanlega svo ekki yrði um villzt, ef þú yrðir ein- hverntíma ein með réttri mann- eskju... En hvernig get ég vit- að hvaða manneskja er rétt? Ég er ekki einu sinni viss núna. Hvernig get ég vitað hver þeirra er bæði rétt og örugg? Svona, svona gráttu ekki. Það eyðir þessum litlu kröftum, sem þú hefur. Svona, svona, vertu nú ekki eins og smábarn. „Litla telpan mín,“ sagði hann... Þarna kemur Emma. Milly Sills gekk yfir garðinn og hraðaði sér að Larchville braularstöðinni. Fjögur-fimmtán lestin frá Nevv York var að renna inn á stöðina, og stöðvarpallur- inn var þéttskipaður ættfólki og hundum. Hún hafði rétt tima til að toga húfuna fallega út á snið, áður en George Perry og Mr. Bruce Cory olnboguðu sig til hennar gegnum mannþröngina. Milly og George, sem bjó með foreldrum sinum í næsta húsi við Manson hjónin, höfðu verið vinir um nokkurt skeið. Hún leit hálfgerðu hornauga á Mr. Cory, en varð að viðurkenna að hann væri skrambi myndarlegur með sín — hvað var það, fimm- tiu ár? Emma hafði sagt henni, að hinn Mr. Cory, fyrri eigin- maður Mrs. Manson, hefði verið um tíu árum eldri en Mrs. Man- son, og hún var fjörutíu og tveggja. Og Bruce Cory var tví- buri við þann Mr. Cory. Jæja, skrambans ári myndarlegur með sin fimmtíu og tvö ár eða hvað það nú var. Engin fita, ekki gramm. Vinurinn George var eins og hvolpur í samanburði við hann. „Fjandakornið," tautaði Milly í barm sér, „það virðist eins og við George getum ekki fengið að vera ein saman nokkra stund þessa dagana." Hún veifaði og þeir veifuðu á móti yfir höfuð hinna farþeg- anna. Hún skipulagði í skyndi kvöldið í huganum. Kannski bíó, kannski ball, ef til vill hvort tveggja. „Ég skal lempa hann LEIKID FJÓR- HEINIT tll,“ hugsaði hún ákveðin. „Mér er sama þótt hann sé súr á svip- inn. Hann verður að vinna bug á þvi. Ég, til dæmis, læt það ekki viðgangast. Ég til dæmis hef meira en nóg á minni könnu.“ Aftur á móti, hugsaði hún með sér, var enginn jarðarfararsvip- ur á Bruce Cory, með golfvallar- sólbrunann og tennisvallar-vöxt- inn. Hún horfði með aðdáun og hæfilegri tortryggni á hann nálgast. Hann gekk eins og hann væri smurður á hjörum. „Mr. Perry, geri ég ráð fyrir,“ sagði hún við George, er þeir voru komnir til hennar. Hún krækti handleggnum ástúðlega í olnboga Georges og kleip hann, en hann virtist ekki finna fyrir því. Bruce Cory sendi hún bros- ið, sem hún var vön að geyma handa ættingjum sjúklinga. „Halló,“ sagði George. „Ég rakst á Mr. Cory í reykingavagn- inum.“ Cory endurgalt bros hennar og leit velþóknunaraugnaráði yfir hana frá hvítum strigaskónum upp að hvítum hjúkrunarkappan- um. Hún fann að henni geðjaðist að því. George hafði litið snögg- lega á hana, einu sinni, og það var ekkert i augnaráðinu. Ekki neitt, neitt. Þau gengu yfir stöðvarpallinn. „Leigubíl heim eða ganga?" spurði George. „Ganga,“ svaraði hún. „Þetta er viðrunartíminn minn.“ Cory varð óðara umhyggju- semin sjálf, horfði á hana á- hyggjufullur. „Getið þér nokkuð skemmt yður?“ spurði hann. „Eða er það allt sarrian eintóm mæða?“ Skemmt yður, hugsaði hún i þöglu háði. Að láta sér slíkt um munn fara! Ég þekki þig og þína nóta, góði minn. Þú hefur ekki haft þig i frammi enn sem komið er, en það er einn af þínu tagi í sérhverju starfi ... Hún sendi honum brosið sem hún geymdi mönnum af því tagi, FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.