Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 33
FRAMHALDSSAGA________... eftir ERIK HORLANDBR inni, og gegnum litla gluggann sá hann rautt ijóskerið á flug- vélarvœngnum Ijóma skært með stuttu millibili. Það, að smá- sprenging virtist verða í geislan- um hverju sinni, þýddi að mistur eða snjór væri í lofti. , , Hann fann til ótta og örvíln- unar. Hann hafði hringt frá Chur til Gasthaus Niederjoch og beðið um að farangur hans yrði send- tir til Ziirich um daginn. En þegar flugvélin lagði af stað voru töskurnar enn ekki komn- ar. Hann fór um borð án þess að hafa annað með sér en fötin sem hann stóð í. Og óttinn var óljós angist vegna þess sem var að gerast þar sem hann náði ekki til. Grete liggjandi á sjúkrahúsi og undir hendi svikarans Hoffmanns, sem auðsjáanlega stóð nú andspænis erfiðasta vali lífs síns. Skýring Meyers á því sem gerzt hafði i fangabúðunum í Mauthausen, staðfesti það sem áður hafði ver- ið hugsanlegt en virzt allt of ótrúlegt: starf Hoffmanns þar hafði verið í því fólgið að gera tilraunakenndar móðurlífs- aðgerðir á konum. Tilraunirnar höfðu jaínvel átt við börn. Flutn- ingur eggjakerfa... Og þá — fyrir tuttugu árum vissu menn ekkert um ofnæmisviðbrögð á meðan ágrætt líffæri væri að festa rætur i nýjum móðurvef .. Hann vildi ekki halda þessum hugrenningum áfram. Hann ein- beitti hug'anum visvitandi að rauða ijóskerinu úti á flugvélar- vængnum. Hann reyndi að slaká á og tileinka sér hina mók- kénndu værð, sem ávallt fýlgdi næturflugi og kom hinum far- þegunum til að sitja hálfdott- andi í sætum sínum. En þreytan espaði aðeins hugarflug hans. Hann vissi að ef það versta hefði átt sér stað — að Hoffmann hefði framkvæmt glæpsamlega aðgerð á Grete — þá var aðeins eitt að gera: berja hann til jarð- ar, og berja miskunnarlaust, jafnvel þótt hinn friðelskandi óg algerlega saklausi herra Meyer yrði dréginn með í fallinu ... En hvers vegna ætti Hóff- mann éiginlega að fara að leggja út í uppskurð núna? Ef Grete hafði Verið rænd eggjastokkum síhúm, þá gátu engin vísindi eða önnur öfl í heiminum gefið henni þá aftur. Hoffmann myndi aldréi geta bætt þann skaða, sem hann hafði valdið. Það fór hrollur um Stenfeldt. Ef þetta var nú aðeins sýndar- aðgerð? Ef uppskurðurinn var nú aðeins sviðsetning og til þess ætlaður að misheppnast og leiða sjúklinginn til dauða? Flugvélin virtist standa kyrr í kvöldrökkrinu. Vængur hennar stóð stífur út í tómið og hreyfð- ist ekki um millimetra fram á við. Stenfeldt vissi að þetta var skynvilla og að hraðinn var ná- lægt 800 kílómetrum á klukku- stund. En skynsemin gat ekki bælt niður hina ofboðskenndu angist hans. Flugvélin sat föst í tömri eilífðinni á meðan Hoíf- mann gerði ráðstafanir til að afmá öll spor og sönnuriárgögn eftir sig. Flugfreyjan laut yfir hann: — Má bjóða yður kaffibolla? — Þakka yður fyrir, það væri prýðilegt. Hún kom aftur með kaffiboll- ann að vörmu spori, lagði niður hilluborðið sem fest var á bak næsta sætis fyrir framan. — Gjörið syo vel. Við verðum kom- in til Kastrup eftir hálftíma. Hann sötraði brennheitt kaff- ið. — Ég flýg ekki mjög oft, sagði hann, en hvernig er það fá ekki farþegarnir yfirleitt veðurskýrslu úr hátalaranum? — Oftast, svaraði flugfreyjan. — Höfum við fengið hana i kvöld? Ég hef kannski ekki haít athyglina hjá mér... — Ég veit það ekki, svaraði hún. En veðrið hérna yfir Þýzka- landi hefur verið gott og , frem- ur lágskýjað. Yfir Eystrasalti er snjóstormur upp í 2000 metra hæð, en við fljúgum yfir hann. — Haldið þér að Arlanda sé opinn? Flugfreyjan hrukkaði ennið og leit til hliðar. — Það er óvíst, sagði hún. Flugmaðurinn hefur fengið leyfi Kastrup flugvallar til að lenda en meira vitum við ekki í svipinn. Kastrup og Ar- landa eru að ræða um að stöðva umferðina það sem eftir er næt- ur þegar nálægustu flugvélar hafa verið teknar niður. — Mér liggur mjög á að kom- ast til Stokkhólms, útskýrði Stenfeldt. Mynduð þér vilja láta mig vita hvernig umræðunum milli Arlanda og Kastrup lykt- ar? Ég verð að gera áætlanir minar eins snemma og mögulegt er til þess að finna einhverja leið. Ef Arlanda lokar fyrir lang- línuflugið þá þýðir það auðvit- að að Bromma lokar einnig fyr- ir innarilandsflugið. Eða er nokk- ur leið að komast til Malmö og þaðan með áætlunarflugvél til Stokkhólms í fyrramálið? — Bromma lokaði fyrir nokkr- um klukkustundum, svaraði flug- freyjan. Svo það yrði líklega ekki um annað að ræða en lest- ina. Hann gat ekkert gert, — að- eins beðið. Éftir nokkra stund tókst honum að verða ofurlítið rólegri. Hann lét augun aftur og sá þá ekkert annað en föla and- litsmynd Grete bera við svart djúpið. Málmkennt hátalara- hljóð reif hann upp af mókinu: — Gott kvöíd, herrar mínir og frúr. Við verðum því miður að tilkynna yður að öll flugumferð yfir Sviþjóð liggur niðri vegna óveðurs Við leridum á Kastrup- flugvelli eftir hér um bil tuttugu minútur. Okkur þykir mjög leitt að flugvélin getur ekki haldið áfram samkvæmt áætlun til Stockholm-Arlanda. Þeir farþeg- ar, sem ætluðu að halda áfram þangað verða gestir okkar í Kaupmannahöfn I nótt. Eftir fá- einar mínútur lækkum við flug- ið. Vindur er hvass undir tvö þúsund metrum. Ég vildi þess vegna biðja yður að festa þegar á yður öryggisbeltin og slökkva í sígarettum. Flugvélin tók að hossast og vagga, og við og við huldi snjó- fjúkið rauða Ijósið á vængnum. Stemningin varð daufleg í klef- anum og loftþrýstingurinn á hljóðhimnurnár vár illþolandi, þar sem flugmaðurinn hafði kós- ið að fljúga fyrir ofan Veðrið eins lengí og hægt var' og varð nú að lækka flu'gið gegnum óveðúrsbeltið hraðar en eðlilegt mátti teljast. Nokkur fjarlæg ljós blikuðu í næturgrárri hríð- inni. Síðari kom dynkurinn þegar hjólin námu við stein- steypta flugbrautina. Vélarftvin- urinn dvínaði og flugvélin hægði æ meira á sér. Nú færðist aftur líf í farþegana, og skrafið varð fjörlegt aftur eftir algera þögn niðurflugsins. Nokkrum mínútum síðar stóð Lars Stenfeldt í flugstöðinni og reyndi að telja SAS-mann á að útvega sér umfram allt einka- flugvél, sem gæti flutt hann yíir til Malmö. Beiðnin var ófram- kvæmarilég. Jafnvel þótt einhver hefði fengizt til að réyn'a hefði hann aldrei fengið' brottfarár- leýfi né' heldur lendingarleyfi i Bulltöfta. Stenfeldt náði' í leigu- bíl og skipaði bílstjóranum áð aka í loftinu til ' ferjustöðvar- innar. Hanri komst um borð í ferjuna nokkrum mínútum áður en hún átti að leggja af stað. Klukkustundirnar tvær á leiðinni til Malmö voru honum eins og martröð. Ferjan hjó og valt svo um munaði í særótinu, og enn sáust engin ljós af ströndum Svíþjóðar. Hann var þreyttur og hafði ekki fullkomið vald á sér. Hann hataði flugvélar og hann hataði ferjur jafnvel enn meir. Svo sat hann seint og um síðir i leigubíl í Malmö og geystist áfram hinn stutta spöl yfir að járnbrautarstöðinni. En síðasta næturhraðlestin til Stokkhólms var farin fyrir fjórum mínútum. Allt hafði gengið í bandalag gegn honum, og hann hafði tap- að. Hann leigði sér hótelherbergi í nokkrar klukkustundir og lá svefnvana og engdist. Áður en hann fór af brautarstöðinni hafði hann keypt farmiða méð hrað- lestinni til Stokkhólms morgun- inn eftir, en hann gat samt ekkí verið komimi þangað fyrr en klukkan eitt. Það vrði árev'an- lega of seint. Hvern af starísbræðrunum á sjúkrahúsinu gæti hann kvatt sér til hjálpar? Hann þekkti suma yngri aðstoðarlæknana á deild Hoffmanns allvel, en hann þorði ekki að treysta á þá núna. Ef hann, sem farið hafði af sjúkrahúsinu og deild Hoff- manns um nýár færi nú að skjóta upp kollinum með sína- samtali um miðja nótt og bæði þá um fram allt að stöðva fyrir- hugaða skurðaðgerð á sjúklingi sem héti Grete Rosenberg þá mundu þeir halda að hann væri ekki með öllum mjalla. Þeir myndu vitanlega bjóðast til að leggja beiðni hans fyrir Hoff- mann. Og ekkert var áreiðan- legra en að það yrði til þess að reka enn frekar á eftir Hoff- mann. Starfsbræður utan deildarinn- ar? Þeir myndu veigra sér við því þar sem um beina óhlýðni við yfirlækninn var að ræða. Lindwall á þriöju skurðstofu gat komið til mála. Lindwall var dugnaðarförkur en bar ekki virð- ingu fyrir neinum, hann var engra þý og vandaði ekki orð sín enda reiknaði hann ekki með þeim stuðningi í framaferli sín- um, sem persónuleg vinátta yfir- mannanna oft.getur verið. Hann ákvað að þringja til Lindwall snemma um morguninn. Það yr.ði að ráðast.. Allt í einu var sem einhver dulin spenna læsti sig um allt í móttökustofu yfirlæknisins. Læknirinn starði eins og steingervinguur á nokkra stafi sem voru tattóveraðir handlegg hinnar meðvitnndarlausu stúlku. Hann hafði komiS frá Þýzkalandi rétt eftir stríðiS og hann þekkti siúklinginn. Hún hafði verið í fanghúðunum..... FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.