Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 30
HVAÐ SEGJA ÞÆ FÁLKINN RÆÐIR VIÐ HELZTU M Fl VATNSBERINN kemur mönnum fyrir sjónir eins og Pýþagóras- arreglan upp á endann. Hann heldur á tveim skjólum og stefnir inn í Þvottalaugar. Hvert er ferðinni heitið Vatnsberi? — Ætliði að hafa eitthvað eftir mér í blaðið? Þá verð ég að segja ykkur ævisögu mína í stórum dráttum. Einu sinni bar ég vatn í skjól- um í hvert hús í Reykjavík. Það var ekki mikið verk, því húsin voru fá og ég ungur. Svo missti ég jobbið þegar vatnsveitan kom. Þá komst ég á vonarvöl um tíma. Svo kom hitaveitan og þá hækkaði nú heldur hagur Strympu! Síðan hef ég haft ærið að gera við að ná í heitt vatn í Þvottalaugarnar og bera það í hitaveituhúsin á Skólavörðuholtinu og í gamla bænum. Verst er hvað vatnið kólnar mikið á langri leið og vildi ég biðja ykkur að koma því á framfæri við ráðamenn á Reykjalundi að þeir framleiði handa mér plastfötur tvöfaldar eins og hita- brúsa og með skrúfuðu loki. Það yrði vel þegið. ÚTILEGUMAÐURINN stendur vestur við Hringbraut undir kirkjugarðsveggnum. Hann er með konu sína látna á bakinu, barn í fanginu og hund við hlið. Við spyrjum hann um ástandið í húsnæðismálum Reykjavíkur: — Það var nú ekki fyrr en eftir æði langa mæðu að mér tókst að fá inni fyrir mig og mína vestur í Kamp Knox, en þið meg- ið ekki halda að björninn hafi verið þar með unninn. Ekki al- deilis. Það er löng Ieið austan úr Ódáðahrauni til Reykjavíkur og konan þoldi ekki ferðalagið og loksins, þegar ég kom hingað sár- fættur og dauðþreyttur, var mér sagt að búið væri að rífa alla braggana þar vestur frá. Hér ætla ég svo að doka við um tíma og bíða eftir að legstaður losni í kirkjugarðinum og koma líkinu af mér. Ætli ég fái svo ekki inni með barnungann í einhverri af bæjarblokkunum, annars verð ég auðvitað að labba suður í Kópa- vog og reyna að byggja, eða þá að ég leggst út í Heiðmörkinni og þá er ekki að vita nema borgar- stjórnaríhaldið sjái eftir að hafa rifið braggana í Kamp Knox. JARNSMIÐURINN styður sig við steðjann sinn á grasgeir- anum við Snorrabraut. Hann er hugsi á svip þegar við komum á vettvang og okkur dettur í hug að hann sé að velta fyrir sér uppmælingataxtanum. Þess vegna spyrjum við hann um álit hans á því fyrirkomulagi: — Nei, nei, strákar mínir. Mér er skítsama um uppmælingataxtann. Hann kemur sko ekki mál við mig. Ef ég á að segja ykkur alveg eins og er, þá er ég rétt stytta á röngum stað. En einu sinni var ég á réttum stað — uppi við Iðnskóla. Það fór þó verr en skyldi. Ég stóð þarna við dyrnar á menntastofn- uninni og heimtaði í sífellu alls konar endurbætur á iðnfræðslulöggjöfinni og af því að ég er bæði harður af mér og áreitinn, fylltust bæði nemendur og kennarar minnimáttarkennd og heimt- uðu mig fluttan. Nú og útslagið varð svo það að mér var holað niður hér eins og hverjum öðrum sveitarlim, langt frá öllum járnsmiðjum og fyrir einstaka náð fékk ég að halda steðjan- um og hamrinum. Annars stóð til að taka það upp í útsvör í hefndarskyni fyrir kjaftbrúkelsið uppi við skóla. Svo bið ég að heilsa honum Ásmundi og þið getið skilað því til hans að hann megi til að fara að' heilsa upp á mig og gefa mér korn í nefið. Mig sárlangar í neftóbak í öllu iðjuleysinu. 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.