Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 49

Fálkinn - 27.06.1966, Blaðsíða 49
JA3MES MtOXMÞ - JA3MES MtO XtÞ - JA3MMJS MtOiXMÞ Njósnarinn og kvennagnllið JAMES BCJC 007 - C07 í nýrri sögu: í þjónustu hennar hátignar JAMES BOND sögurnar seljast nú meira um allan heim en nokkrar aðrar njósnarasögur. I þjónustu hennar hátignar er komin í bókiiverzlanir um allt land. JA3MES MtOiXMÞ - JA3MES ttO XIÞ - JA3MES MtO XMÞ • Leikið fjórhent Framh. ai bls. 44. ábreiðuna, svona við skíðiogandi eldinn. Hérna, loíið mér að taka hana. Þér eruð að stikna. Þér eruð eins og lítill vigahnöttur i framan.“ Taka ábreiðuna? Taka kögrið frá henni? Nei! Néi! „Hvað hef ég nú sagt rangt? Viijið þér ekki láta kalla yður vígahnött? Svei mér þá, elskan — ég meina Mrs. Manson, bara að ég vissi hvað þér vilduð. Þér viljið mér eitthvað, er það ekki? Ég vildi óska — heyrið mig, er það eitthvað í sambandi við. ábreiðuna? Emma sagði að þér hefðuð allt í einu fengið dálœti á henni. Gat ég rétt? Einmitt! Jæja, þá, þér megið hafa hana. Hafið hana bara. Ég ætla aðeins að færa stólinn yðar frá eldin- um. Þetta er betra, er það ekki? Á ég að segja yður nokkuð, Mrs. Manson? Einhvern daginn munuð þér brosa til min, og það er dagurinn sem ég bíð eftir." Kæra Miss Sills. Farið varlega, Miss Sills. Verið ekki of góð við mig... Klukkan níu þetta kvöld gekk Alice Perry inn í herbergi sonar síns. George lá í rúminu og las, hann ieit á hana án þess að segja neitt þegar hún kom inn. „Ertu með fýlu, George?" Hár Aiice Perry var eins og baðm- ullarflóki og kringluleitt andlit hennar var frísklegt og festu- legt. Rödd hennar var einnig festuleg. „Nei. Tannpínu." „Þú hefur farið til tann- læknis?“ „Nei. Hún líður frá.“ „Stundum hagarðu þér eins og krakki, góði minn. Þú finnur pakka af tannbökstrum í meðala- skápnum. Notaðu einn í kvöld Og farðu svo til tannlæknis á morgun. Ég ætti ekki að þurfa að segja þér þetta." Hún gekk um í herbergiskytrunni, lagfærði stóla, lét bækur upp í hillur, leit hornauga á skál með gulum körfublómum. „Hver lét þau hingað inn? Þú?“ „Já, mér finnst liturinn falleg- ur. Nokkuð athugavert við það?“ , „Nei, auðvitað ekki. En þú : ert klaufi að fara með blóm. ■Þessi eru allt of stíf og skálin ;á ekki við þau. En hirtu ekki um það núna, ég skal sjá um jþað á morgun. George?" „Já, mamma." Hann lagði frá ísér bókina. „Þú komst þar við á leiðinni heim, var það ekki?“ Hann þúrfti ekki að sjá augna- gotu hennar að glugganum, sem lá út að garði Perry hjónanna, götóttu limgerðinu og Manson bústaðnum. „Já, dálitla stund." „Hvernig er hún?“ „Iss. Ég man þá tíð þegar ég var hundskammaður fyrir að segja „hún“. Svona: „Ef þú átt við Mrs. Manson, þá segðu það.“ Jú, ég kom þar við. Ég drakk íáein glös." Hann var í bezta skapi og brosti. „Mrs. Manson er eins." „Enn ósjálfbjarga? Ég á við, ennþá algerlega háð öðrum?" Svo bætti hún við: „Veslings manneskjan." „Enn við það sama. Mállaus. Hreyfingarlaus." „Ralph Manson segir mér ekkert. Brucie Cory er ekkert betri. Ég spyr á hverjum degi, hringi eða fer sjálf. Ég þekkti Noru Manson þegar hún hét Nora Cory. Ég fór með þig í heimsókn þegar þau fluttu hing- að og Robbie var smábarn og þú lítið stærri. Ralph og Brucie vita þetta jafnvel og þeir vita hvað þeir heita. Samt finnst mér stundum eins og ég sé enginn aufúsugestur." „Nei." Hann svaraði með gætni. „Þú mátt ekki taka það sem persónulega óvild. Ég held að þeir álíti betra fyrir hana að sjá engan nema nánustu fjöl- skyldumeðlimi. Ef hún er að byrja að gera sér ljóst ástand sitt — og það halda þeir að hún sé — þá ...“ „Þá hvað, George?" Hún hló. „Nú ertu kominn í mótsögn við sjálfan þig, er það ekki? Þú ferð þó til hennar, ekki satt?“ „Jú. En ég er svo lánsamur að samband mitt við fjölskyld- una er á öðru sviði. Ég minni þau á reiðhjól í forstofunni, sultu á nótnaborðinu, þess hátt- ar hluti. Allt mjög heilbrigt og angurvært á réttan hátt.“ „Og hvað ætti ég svo sem að minna þau á, kjáninn þinn?“ Hún ýfði á honum hárið. „En mamma þó, notaðu fallega, litla kollinn. Þú ert önnur kona, og þú ert heilbrigð og hefur ekki átt í neinum erfiðleikum, Enn- fremur, og það er ekki siður mikilvægt, komst þú þangað þennan dag; ef hún sæi þig, þá kæmi það henni áreiðanlega — í uppnám. Það vilja þeir forð- ast. Þeir vilja að hún lifi eins og hún gerir nú, frá degi til dags, í einhvers konar miskunn- arlegu dái, aðskilin frá fortíð- inni. Vegna þess að ef henni skyldi einhvern tíma batna þá mun henni gefast nógur tími til að velta hlutunum fyrir sér. Hún hefði þá heila ævi til umhugs- unar, og það verður ekki fögur mynd sem hún sér. Látum hana eiga þessa eyðu, eða hvað á að kalla það. Ef henni batnar og verður hugsað til þessara daga, þá munu þeir virðast eins og sælutími." „George, þú likist föður þín- um meira með hverjum deginum. Þið talið við mig eins og þið haldið að ég sé eitthvað rugl- uð... Ég held ekki að henni batni." „Hvers vegna ekki?“ „Þessir 'rfræðingar úr borg- inni. Þeir komu og fóru. Ef þeir hefðu verið vongóðir, þá hetð- um við frétt um það. En það hefur ekki verið minnzt á það einu orði. Að minnsta kosti ekki það sem ég kalla orð. Og nú er Babcock einn eftir. Hún hef- ur misst vitið, er það ekki? I hreinskilni sagt, þá er nú ekki svo mikils misst.“ Hann tók upp bók sina og fletti blaði. Hafi hann ætlað þaC sem kveðju þá var ekkert mark tekið á henni. „Ertu alveg klumsa, George?" Henni var skemmt þar sem hún stóð við rúmið, horfði niður á hann og brosti. „Tannpina. Nei. hún hefur ekki misst vitið." „Hvað kalla þeir þá þetta — þetta ástand?" „Taugaáfall og lömun, eitt ArshAtíðir BRÚÐKAUPSVEIZLUR FERMIN G AR VEIZLUR TJARIMARBtÐ StMl 19000 ODDFELLOWHUSINU SlMl 19100 SÍÐDEGISDRYKKJUR FUNDARHÖLD FÉLAGSSKEMMTANIR FALKINN 49

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.