Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 8

Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 8
ÚTGÁFA Stefnt er að því að Frétta- blaðið verði aðgengilegt um land allt eftir breytingar á dreifingu þess í lok mánaðarins. Blaðinu hefur ekki verið dreift svo víða áður. Miðað við núverandi upplagstölur verður samdráttur í frídreif- ingu um þrjú prósent af upplag- inu en miðað við undirtektir við hugmyndir um lausasölu á kostn- aðarverði má búast við að heild- aráhrifin verði þau að upplagið aukist nokkuð frá því sem nú er. Fréttablaðinu verður dreift frítt á helstu þéttbýlisstöðum suðvestur- hornsins: á Reykjanesi, Akranesi, í Borgarnesi og Árborg og áfram borið í hús á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Frídreifing Fréttablaðsins mun því áfram ná til um 85 prósent landsmanna. Á öðrum stöðum verður hægt að fá blaðið í lausa- sölu á kostnaðarverði. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í fyrradag eru breytingarnar á dreifingu blaðsins gerðar vegna efnahagsþrenginganna sem nú ganga yfir. Auglýsingamarkað- urinn hefur dregist það mikið saman að hann stendur ekki undir jafn stóru upplagi og jafn víð- tækri dreifingu og áður, auk þess sem staða krónunnar hefur aukið pappírskostnað til muna. Söluaðilar Fréttablaðsins á landsbyggðinni munu fá hvert blað á kostnaðarverði. Eins og fram hefur komið hefur verið gengið frá samningum við N1 um að bjóða viðskiptavinum Fréttablaðið. Fleiri sölustaðir munu bætast við áður en breyt- ingarnar koma til framkvæmda og verða kynntir jafnóðum í blaðinu. Þeim sem hafa áhuga á að taka Fréttablaðið til dreifingar á lands- byggðinni er bent á að setja sig í samband við Pósthúsið í síma 585 8300. Áfram verður hægt að fá Fréttablaðið í fullri áskrift utan hefðbundins dreifingarsvæðis. Það kostar 2.890 krónur á mánuði . Blaðið fæst frítt í rafrænni áskrift í tölvupósti, auk þess sem það er aðgengilegt ókeypis á Vísi.is. 10. október 2009 LAUGARDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 72 85 0 9/ 09 * Innifalið: Flug ásamt flugvallarsköttum, gisting í 3 nætur með morgunverði, rútuferðir til og frá flugvelli erlendis, einnig í Jónshús og í „Fisketorvet“. Skoðunarferð um Kaupmannahöfn, kvöldverður á Copenhagen Corner, aðgöngumiði í Tívolí og “julefrokost” á Restaurant Kronborg og fararstjórn. Uppgefið verð getur breyst til samræmis við hækkun á eldsneytisgjaldi og álögðum sköttum og gjöldum. Verðið m.v. gengi 27. ágúst 2009. KAUPMANNAHÖFN AÐVENTUFERÐIR FYRIR ELDRI BORGARA VERÐ 99.200 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI (AUKAGJALD FYRIR EINBÝLI: 17.700 KR. Ferðadagar: 15.–18. og 22.–25. nóvember. Íslenskir fararstjórar: Erla Guðmundsdóttir / Emil Guðmundsson + Bókanir á www.icelandair.is/hopar. (Númer hópa er 1207). Nánari upplýsingar hjá Hópadeild Icelandair í síma 50 50 406 eða með tölvupósti á hopar@icelandair.is Ertu ekki að froska í mér? Frábær tilboð í nýrri verslun í Kringlunni Fullt verð: 29.900 kr. Sony Ericsson W302 19.990 kr. Fullt verð: 29.900 kr. Sony Ericsson F305 19.990 kr. F í t o n / S Í A 5 lög fylgja 5 lög fylgja Fást aðeins í Kringlunni 2.490 kr. Glæsilegir Essasú Dogma bolir Takmarkað magn Fréttablaðið verður fáanlegt um allt land Fréttablaðið verður fáanlegt á kostnaðarverði á fjölmörgum stöðum þar sem blaðið hefur ekki verið fáanlegt áður. Með breytingunni mun dreifingarsvæði blaðsins aukast til muna. Frídreifingin nær áfram til um 85 prósent landsmanna. ■ Fréttablaðið verður aðgengilegt um land allt. ■ Blaðinu verður dreift frítt á svæði þar sem 85 prósent landsmanna búa. ■ Um 97 prósentum af upplagi blaðsins verður dreift frítt. ■ Á öðrum stöðum fá söluaðilar blaðið á kostnaðarverði. ■ Söluaðilar leggja sjálfir á þann kostnað sem til fellur vegna flutnings. Fyrirhuguð dreifing Fréttablaðsins Núverandi dreifingarsvæði Áætlað viðbótar-dreifingarsvæði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.