Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 12

Fréttablaðið - 10.10.2009, Page 12
 10. október 2009 LAUGARDAGUR Frábær tilboð í nýrri verslun í Kringlunni 5 lög fylgja öllum tónlistarsímum Fullt verð: 53.990 kr. Nokia 6730 F í t o n / S Í A 42.990 kr. Fullt verð: 13.900 kr. Nokia 2330 9.990 kr. Fást aðeins í Kringlunni 2.490 kr. Ertu ekki að froska í mér? Frábært tilboð! Glæsilegir Essasú Dogma bolir Takmarkað magn SÓL BORGIR ÆVINTÝRI SKÍÐI GOLF ÍÞRÓTTIR 148.826kr.* ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 Tenerife MEIRA Á urvalutsyn.is - betra veður í allan vetur! Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið fékk í gær gögn Existu er varða birtingu upplýsinga í Kauphöll. Hvorki náðist í Lýð Guðmunds- son, stjórnarformann Existu, né forstjórana Erlend Hjaltason og Sigurð Valtýsson þegar eftir því var leitað í gær. Talsmaður Existu segir ekki um húsleit að ræða. Fáir starfsmenn eftirlitsins hafi komið í höfuðstöðvar Existu og óskað eftir gögnum, sem þeir hafi fengið. Fjármálaeftirlitið (FME) vildi ekki tjá sig um húsleitina þegar Fréttablaðið leitaði eftir því í gær og vísaði til lagaramma sem bind- ur hendur þess til upplýsingagjaf- ar um einstök mál. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar fékk frá FME er fjöldi mála til skoðunar sem snýr meðal annars að mark- aðsmisnotkun, innherjaviðskiptum, rangri skýrslugerð og slæmum viðskiptaháttum. Eftirlitinu hafa borist ýmsar ábendingar og eru þær skoðaðar sérstaklega. - jab Fjármálaeftirlitið sótti upplýsingar í höfuðstöðvar Existu í gær: Kauphallargögnin í rannsókn RÍKISFJÁRMÁL Ríkið ætlar að taka þátt í 23 milljóna evra hlutafjár- aukningu í Eignarhaldsfélaginu Farice ehf. og leggja fram 6,25 milljónir evra, jafngildi 1,1 millj- arðs króna. Heimildar er aflað í frumvarpi til fjáraukalaga. Að sögn Guðmundar Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Farice, er ríkið eini hluthafinn sem hefur skuldbundið sig til að taka þátt í hlutafjáraukningunni, sem var samþykkt í stjórn félagsins í síðustu viku. Ríkið á fjórðung hlutafjár en Landsvirkjun er stærsti hluthafinn með um 29,5 prósent. Afgangurinn er í eigu Skipta, Og Vodafone, Orku- veitu Reykjavíkur og HS Orku. Farice rekur sæstrengina Far- ice og Danice, sem tekinn var í notkun í haust. Danice er enn ekki farinn að skila þeim tekjum sem áætlað var að féllu til á þessu ári. Seinkun á framkvæmdum við gagnaver Verne Holding á Kefla- víkurflugvelli er um að kenna, að sögn Guðmundar. „Það hefur orðið ákveðinn for- sendubrestur,“ segir Guðmund- ur. „Við erum ekki í vafa um að þessar tekjur muni koma en það er áreiðanlega 6-12 mánaða frest- un á því,“ segir hann. Danice mun einnig geta annað þeirri flutn- ingsgetu sem þarf til ef áform bandaríska fyrirtækisins Green- stone um gagnaver við Blönduós ná fram að ganga. - pg Hlutafjáraukning Farice vegna tafa á gagnaveri Verne Holding: Ríkið leggur fram 1,1 milljarð SÆTRENGUR Danice bíður fullbúinn eftir því að gagnaver taki til starfa hér á landi og nýti flutningsgetuna. Tafir valda því að orku- og fjarskiptafyrirtæki þurfa að leggja fram nýtt hlutafé. Í síðasta mánuði kærði Nýja Kaupþing forsvarsmenn Existu og nokkra starfs- menn endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og lögmannsstofunnar Logos til sérstaks saksóknara vegna hluta- fjárhækkunar Existu í desember í fyrra og sölu félagsins á rúmlega fjörutíu prósenta hlut í Bakkavör. Lögmanns- stofurnar sáu um tilkynningu vegna hlutafjárhækkunarinnar. Bankinn taldi ólöglega staðið að hlutafjárhækkuninni auk þess sem leita hefði átt samþykkis lánardrottna fyrir sölu á Bakkavör til félags í eigu bræðranna Ágústar og Lýðs Guðmundssona. Þetta er ekki eina málið gegn Existu. Í gær tilkynnti félagið að því hefði borist stefna frá skilanefnd Kaupþings vegna greiðslu á 20,1 milljarði króna vegna gjaldeyrisviðskipta. Krafðist skilanefndin viðurkenningar á rétti til innistæðu Existu í nýja bankanum á tæpa 12,9 milljarða. Exista segir í tilkynningu dómstólaleiðina jákvætt skref þar sem neyðarlögin hafi fram til þessa komið í veg fyrir að félagið geti sótt mál sitt fyrir dómstólum. NOKKUR MÁL GEGN EXISTA TOPPARNIR Nokkur mál eru á borði FME og sérstaks saksóknara tengd Exista.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.