Ljósberinn - 01.07.1942, Blaðsíða 36

Ljósberinn - 01.07.1942, Blaðsíða 36
»Kali getur ekki horft upp á að Bíbí gráti«, sagði svertingjadrengurinn, »þess vegna fór hann að leita að hundinum«. »Góði félagi«, sagði Stasjo, »varstu ekki hræddur um að þú myndir mæta ljóni eða öðrum óargadýrum?« »Kali hræddur en Kali fór«, svaraði hinn. Þessi orð vöktu hrifningu barn- anna. Að ósk Nel tók Stasjo eitt glerperluháls- bandið, sem Grikkinn: hafði gefið þeim og hengdi það um húlsinn á Kali. Kali leit strax hróðugur til Meu og mælti: »Mea á engar perlur. Kali á perlur því að Kali er stóri heimur«, »Segðu okkur nú, hvað fyrir þig bar«, sagði Stasjo. Þau héldu áfram ferðinni. Á þriðja degi gerði hlýviðrisrigningu, svo að litla ferðafólkið sló upp tjaldi sinu undir gríðarstóru tré, og lét þar fyrir berast urn nóttina. Skammt þaðan uxu einkennileg pálmatré, með blöðum sem líkust voru blævængj- um. Kali fræddi Stasjo á því, að hættulegt væri að taka sér náttstað undir þessum páhnum á haustin, því þá væri hætt við að hinir þungu, fullþroskuðu ávextir féllu sjálfkrafa til jarðar, og gætu þá orð- ið mönnum og jafnvel hestum að b.sma, sem fyrir þeim yrðu. En nú var engin hætta á ferðum, því að ávextirnir voru enn svo smáir. Meðan þau voru aði borða morgunverð, — góm- sætar fíkjur og antilópuhi-ygg, sagði Kali þeim »ð vísundurinn hefði flúið langar leiðir. Erfitt hefði verið að rekja slóð hans, því að nóttin var dimrn. En jörðin var rök af regni og kiaufaspor dýrsins allstór og skýr. Hann kvaðst hafa þreifað efth' sporunum með tánuin og loks fundið þannig tarf- inn, sem hafði hnigið til jarðar steindauður. En Saba var þá búinn að rífa í sig mikið af bring- unni og bógunum. Kali náði, strax í hálsband Saba og dróg hann mieð sér heim til búðanna. Þannig' var frásögnin af næturæfintýri Kalis. Loftið var ónotalega þungt og mollulegt. Og nóttin varð brátt svo dimm að ekki sáust handa- skil. Ferðafólkið sat í hnapp umhverfis eldinn og hlustaði á skrækina í öpunum, sem voru á ferli > skóginum umhverfis, þau, spangól sjakalanna og ýmsar aðrar raddir, sem allar voru svo undur óhugnanlegar. Allt í einu gerði dauðaþögn. Því eirthvers staðar inni i myrkrinu heyrðist ljónsöek- ur. Hestarnir, sem voru á beit skammt frá tjald- inu, færðu sig nær eldinum; hoppandi í höftunurn, og Saba, sem annara var býsna frakkur, hélt sig sem næst fólkinu og var sýnilega skelkaður-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.