Ljósberinn - 19.12.1931, Page 9
LJÖSBERINN
379
H e i m p r á.
Eftir Karl Herbert.
Jón lá með hendurnar undir hnakka
sér og horfði eins og í leiðslu upp í him-
ininn, sem hvelfdist yfir honum heiðblár
og ljómandi. Hann var að plægja haust-
plægingu og vænti sér nú mikils arðs af
þeim bletti, sem hann var nýbúinn að
plægja.
Það var ekki stór búgarður, sem hann
átti; en hann var sístarfandi og var
rnikill hugur á að koma ár sinni vel fyr-
ir borð, því að hann átti örðugt upp-
dráttar. Hann hafði erft jörðina eftir
föður sinn; var hann þá dáinn fyrir
nokkrum árum. Þeir voru hjáleigubænd-
ur óðalseigandans ríka, sem átti akur-
land og skóga upp í land svo mílum
skifti. En svo varð óðalseigandinn allt
í einu gripinn af hugsjónum tímans, og
bauð nú leigulendingum sínum hjáleig-
urnar fyrir tiltölulega lítið verð; en
samt var það nógu hátt fyrir marga og
þá einkum fyrir foreldra Jóns, þau
Gurine og Hans Aasen. Það var af því,
að kotið þeirra var fram í dalnum, svo
að þar var óhægt um vik að selja afurð-
ir kotsins. Það var allt erfitt viðfangs.
Jón var einkasonur þeirra hjóna og
átti að erfa eignina. Jörðin fóðraði fjór-
ar kýr, hest og nokkra grísi. Dálítill
skógteigur fylgdi jörðinni líka. Ö nei,
þessi arfleifð var helzt eins og fyndinn
náungi sag'ði: »Að lifa á rentunum af
skuld«.
En nú dóu báðir foreldrar Jóns. Það
var næm lungnabólga, sem varð þeim
að dauðameini. Þau fylg'dust trúlega að
í lífinu og nú fylgdust þau að í dauð-
anum.
Nú fór að verða reglulega örðugt upp-
dráttar fyrir Jóni. Nú skildi hann það
fyrst, hvað þessar gömlu og lúnu mann-
eskjur höfðu verið honum frá blautu
barnsbeini. Nú varð Jón að ráða til sín
stúlku til að annast hús og skepnur; var
það svo mikið starf, að hann þurfti
næstum að fá sér vikadreng líka, en þá
færi fólkið að hlæja, ef hann gerði það.
Ónei, fátækir bændur verða að hafa
sig hæga — var faðir hans vanur að
segja.
En hve hann saknaði Ingiríðar. En
hvar í veröldinni skyldi hún nú vera?
Auðvitað í Englandi sí og æ. Honum
var óskiljanlegt, hvernig nokkur gæti
haft lánið með sér. Þau Ingiríður höfðu
alist þarna upp í sömu byggðinni; hún
var dóttir hjáleigubónda, nákvæmlega
eins og hann. Fríð var hún sýnum og
hyggin, já, skarpskyggn. Þau voru
beztu vinir undir sólu. Og fyr en hann
vissi vitund af, þá var hann orðinn ást-
fanginn af henni árið eftir ferminguna.
Hann sagði aldrei neitt, en Ingiríður
varð að segja sér það sjálf af framkomu
hans með ótalmörgu móti; en hann
þorði ekki að biðja hennar; hann var
svo fátækur og Ingiríður var jafnvel
fátækari.
Hann ætlaði nú að hafa sig upp með
vorinu, og þá yrði mannsmót að sér og
þá ætlaði hann að biðja Ingiríði litlu, að
— verða konan sín. Og hann var viss
um, að hún mundi taka því, því að hann
þóttist hafa séð, að henni stóð ekki á
sama um hann. Ef hann hefði ekki ver-
ið svona heimskur, heldur sagt henni,
hvað honum bjó í brjósti, þá hefði hann
getað fengið fríðustu stúlkuna í sveit-
inni. Og þá mundi vinnan hafa orðið
honum eins og leikur. En nú — tjú!
Skuldir og armóður á allar hliðar.
Hann lá nú þarna lengi, lengi og
horfði upp í himininn, eins Qg' í leiðslu,