Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Síða 19

Ljósberinn - 19.12.1931, Síða 19
LJÖSBERINN 389 alla og síðast þau Georg og önnu í götu- dyrunum. »Við þökkum fyrir kvöldið, þörn!« »Sjálfþakkað, paþþi og mamma, hald- ið þið nú áfram að biðja fyrir okkur«. »Já, við skulum biðja og ekki þreyt- ast. Góða nótt«. »Góða nótt!« Anna staðnæmdist ofurlitla stund í dyrunum, og horfði á eftir þeim. Peim munaði heldur smátt áfram, gömlu hjónunum. Ö, að þau væru komin heim heil á húfi. Henni varð þungt niðri fyr- ir, en svo bað hún Guð að láta engla sína leiða þau, lokaði síðan hurðinni og gekk inn. Gömlu hjónin héldu heimleiðis og fóru sér mjög hægt í fyrstu. »En sú blessun, að börnin okkar skuli eiga svona góðum tímanlegum kjörum að fagna. Fátæktina er hart að bera, það kannast eg svo vel við frá bernsku- dögunum mínum og æsku minni«, sagði Kristín. »Já, við verðum að biðja fyrir börnunum okkar, að þau leggi ekki of mikinn hug á sína jarðnesku fjármuni, heldur telji þá sem lánsfé og sig sjálf eins og ráðsmenn yfir því, sem þeim er trúað fyrir. En það er satt, það er bless- un að hafa svo mikið, að maður hafi eitthvað til að miðla öðrum, sem þurf- andi eru, og ekki hafa af gæðum þessa heims að segja. Hér >á það við líka, að mínum dómi: »Vertu trúr yfir litlu, þá mun eg setja þig yfir mikið«. »Við skulum öll keppa að því örugga marki, að Guð sé vor ástríkur faðir, og allt, sem fram við oss kemur af hans hendi, sé oss til heilla — jafnt sorg sem gleðj. Hann er í storminum og logninu, hann, sem er vörn vor og borg á bjargi traust. I þessu trausti skulum við hvílast«. »Já, pabbi, þú sér alltaf allt frá and- legu sjónarmiði og það gleður mig; þú getur haldið okkur hinum vakandi. Anna líkist þér í því efni. Andrés og eg gætum þar á móti ekki talað eins vel um þetta, en við heyrum þó líka Guði til, hann lítur á hjartalagið«. »En nú er farið að snjóa og stjörnurn- ar horfnar með öllu; bara það versni nú ekki veðrið, því að við höfum það beint á móti«. Pau fóru að greiða ganginn, en stað- næmdust bráðlega. »Nei, svona hart get eg' ekki gengið«, sagði Kristín og hægði á sér. »Við höf- um það nú ekki af á móti, fyrst það hvessir svona«. »Ja, það verður harðleikið«, sagði Hans, en í huga sínum bað hann: »Herra, varðveittu okkur —«. Qg áfram urðu þau að keifa fáeina metra í senn, en svo urðu þau að snúa sér undan veðrinu til að ná andanum, gengu svo spölkorn og sneru sér við aftur. »Pað lítur ekki vel út fyrir okkur, mamma«. Hún þagði. Pau ömluðu enn áfram. Pegar minnst varði, sukku þau á kaf í snjóinn upp að hnjám, eins og þau hefðu farið ofan í skurð. En þó komust þau upp úr aftur. »Við hljótum að vera komin afleiðis, mamma«, sagði Hans. En Kristín skildi varla hvað hann sagði; stormurinn þeytti snjónum framan í þau, svo að þau urðu sem blind, og vissu hvorki upp né niður. Pau gengu aftur á leið, hrösuðu um þúfur og steina og reyndu fyrir sér fra hægri til vinstri. Hans þreifaði fyrir sér með stafnum og fann að hart var undir og það hlaut að vera vegurinn,

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.