Ljósberinn - 19.12.1931, Blaðsíða 21
LJÓSBERINN
391
vertu hjá oss með friði þínum. Láttu
okkur hittast á himni ásamt öllum ást-
vinum okkar. Amen. — Nú, mamma,
skulum við víst rísa á fætur og þreyta
okkur dálítið, svo að okkur verði ekki
kalt«.
»0, mér er ekki kalt; við skulum held-
ur sitja fáeinar mínútur enn, eg er svo
þreytt«.
»Já, mamma, en við höfum svo oft
heyrt það, að þeir, sem frjósa í hel,
sofna og sofa fyr en nokkur veit af, og
þeim finnst sér liða svo vel. Við verðum
að gæta okkar, að kuldinn gabbi okkur
ekki. Komdu nú«, og hann togaði í hand-
legginn á henni.
En þá varð hann sjálfur valtur á fót-
um og hneig niður við hlið henni og
kveinaði ögn við um leið.
»Hvað er þetta þó, pabbi?«
»Eg hefi víst misstigið mig, það er svo
mikill snjór neðan í hælunum á öðru
stígvélinu. 0, mig verkjar svo í öklalið-
inn«.
»Ö, hvað verður úr þessu? Nú getur
þú ekki gengið; hér verðum við að frjósa
i hek því að ekki þori eg að fara ein og
leita hjálpar og svo get eg ekki heldur
farið frá þér. Getum við ekki bundið
vasaklútinn minn fastan um fótinn?«
»Það líður kannske frá, ef eg set dá-
lítið«.
I-Iann reyndi að hreyfa fótinn og
staulast á honum; en hann varð brátt
að setjast aftur.
»Nú er það vegurinn til Guðs, sem
einn er opinn, en það er þá líka bezti
vegurinn«, sagði Hans.
Kristín reis á fætur og vappaði kring.
»Þú mátt ekki ganga, mamma, það er
gagnslaust — eða til hverrar handar
ætlar þú að fara? Við skulum sitja þétt
saman og halda okkur hlýjum svo lengi
sem við getum, og svo verðum við alla
tíðina að ákalla Guð. Hann sér okkur
hér á þessu eyðihjarni', hann vantar
hvergi vegi, hann vantar aldrei mátt«.
Svo sátu þau þá grafkyr hvort hjá
öðru og börðust við Guð í bæn, eins og
Jakob forðum — með efa og trú og von
og ótta. Hugur þeirra hvarflaði yfir lið-
in ár og dvaldi lengi við allar hinar
góðu endurminningar, sem þau áttu og
gleymdu því, sem þungbært hafði verið.
Þau báðu fyrir börnum sínum og barna-
börnum, að Guð léti þeim alla þá bless-
un í skaut hrynja, sem þau gætu á móti
tekið.
Nú lægði storminn, en snjóaði áfram;
en þó tóku þau ekki eftir því — hugsuðu
ekkert út í það, þótt snjónum hlæði þeim
á bak og herðar. Þarna sátu þau hvort
í sínum hugsunum, og þau voru langt
burtu frá mönnum. Þau tóku heldur
ekki eftir því, að uppstytta var komin;
stjörnurnar voru aftur komnar í ljós á
himninum.
Heima á búgarðinum ætlaði Andrés
að g'anga út og slökkva á ljóskerunum;
en nam staðar í dyrunum steinhissa;
hann hafði heyrt að sönnu, að stormur
var úti fyrir, en hann óraði ekki fyrir,
að svo miklum snjó hefði hlaðið niður.
En sú kafaldshríð; þrepin úti fyrir dyr-
unum voru hulin af snjó; hann lá alveg
upp að dyrastöfunum.
Það, sem honum datt næst í hug, var
þetta: Ætli pabbi og mamma séu komin
heim? Hann skundaði niður að garðs-
hliðinu. Stór skafl lá frá stafninum á
útihúsinu heim að stofuhúsinu. Hann sá
hús foreldra sinna, en þar var hvergi
ljós í gluggum. Skyldu þau vera komin
heim og gengin til náða? En klukkan
var ekki nema tíu og nú var aðfanga-
dagskvöld! Þá fer fólk ekki svo snemma
að hátta. Hann varð að vita vissu sína