Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 6

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 6
„MEGiNHLUTVERKHúsnæðismálastofnunar ríkisins má segja að sé tvíþætt", sagði Sigurður E. Guðmundsson, frkvstj. stofnunarinnar, í viðtali við Tímarit iðnaðarmanna fyrir nokkru. „Annars vegar að veita lán til íbúðabygg- inga og til kaupa á eldri íbúðum og hins vegar að vinna að framförum í húsnæðismálum almennt." - Ef við tökum þá lánastarfsemina fyrstf -Já, húsnæðismálastjórn er stjórn Byggingarsjóðs ríkis- ins og Byggingarsjóðs verkamanna. Þessir tveir sjóðir, sexn eru reknir aðskildir, standa að verulegum hluta undir íbúðabyggingum á þéttbýlissvæðum í landinu. Velta Byggingasjóðs ríkisins er alveg upp undir 900 milljónir króna á ári, en Byggingasjóður verkamanna var nýlega endurreistur og er ekki farið að veita lán úr honum á nýjum grundvelli. Báðum sjóðunum er ætlað að standa undir fjármögnun verkamannabústaðakerfisins í landinu, sem nú er sem óðast að taka við sér aftur. Áætla má að Byggingasjóður verkamanna láni 25-30% af byggingar- kostnaði hvers bústaðar, kaupandinn greiði um 20% og Byggingasjóður ríkisins láni um 50%. Ég vil þó taka fram, að hér er aðeins um lauslega áætlun að ræða. - Hvað lánar Byggingasjóður ríkisins mikið? - Á árunum 1971-1972 verða hæstu lánin 600 þús- und krónur, á hverja íbúð, sem hafin er smíði á þau árin. Þó má lánið ekki nema meiru en % hlutum verðmætis íbúðar samkvæmt mati sérstakra trúnaðarmanna veðdeild- ar Landsbankans. Og svo þarf íbúðin auðvitað að standa undir láninu. - Og skiptir stærðin einhverju máli? - Jú. Hún skiptir verulegu máli, þar sem ákveðnar reglur gilda um, hvernig fjölskyldustærð og íbúðarstærð eiga að stemma saman. Hámarksstærð er 150 fermetrar netto fyrir stærstu fjölskyldurnar (9 manna og stærri). - Hvað með lán til kaupa á eldri íbúðum? - Við erum nýbyrjaðir að veita slík lán og höfum til þess 50 milljónir króna árlegan kvóta úr Byggingasjóði ríkisins. Um þessi lán gilda nánast alveg sömu reglur um Húsnæðismála - stofnun ríkisins Viðtal við Sigurð Guðmundsson framkvæmdastjóra íbúðastærð og annað þess háttar og um lán til kaupa eða smíði nýrra íbúða. - Vísitölutrygging íbúðarlána er mörgum þyrnir í aug- um. - Því er ekki að neita, undanfarið a. m. k. Þau eru til 26 ára, vextir af þeim eru 414% og svo kemur hálf vísi- tölutrygging ofan á sérhverja ársgreiðslu - ekki höfuð- stólinn. Á síðasta ári var reiknað út, að þetta svaraði ekki til meira en rúmlega 8% meðalvaxta á lánum. Ef þessi hálfa vísitölutrygging félli niður, má búast við að vext- irnir yrðu hækkaðir á móti, til samræmis við bankavexti til dæmis. Þá væri óséð hver vinningur hefði orðið. - Hvaða tekjur hefur Byggingasjóður ríkisins? - Tekjur sjóðsins eru aðillega launaskatturinn og af- borganir af eldri lánum, árlegt framlag ríkissjóðs, bygg- ingarsjóðsgjald, skuldabréfakaup Atvinnujöfnunarsjóðs og skyldusparnaðarfé. Ég vil bæta því við, að ég tel nauð- synlegt, að sjóðurinn fái fleiri og/eða öflugri tekjustofna. - Hverja til dæmis? - Ég tel eðlilegt, að lífeyrissjóðakerfið taki sem bein- astan þátt í fjármögnun íbúðabygginga með skuldabréfa- kaupum af Byggingasjóði ríkisins. - Hvað með ríkið? - Já. Ríkið gæti eflt sjóðinn, til dæmis með því að hækka launaskattinn. - Fer ekki hluti hans í aðra átt núna? - Jú, það er rétt. Launaskatturinn hefur verið 1% frá 1965 og runnið allur til Byggingasjóðs, en með lögunum um verðstöðvun sl. haust var tekið hálft annað prósent til viðbótar til að anna niðurgreiðslunum. Ég tel hins veg- ar rétt, að þegar verðstöðvun lýkur, verði þessu IV2 við- bótarprósenti kippt inn í Byggingarsjóð ríkisins. - Svo er nú skyldusparnaðurinn. - Alveg rétt. Ekki má gleyma honum. Nú á unga fólkið í landinu 35—40 þúsund reikninga inni með um hálfum milljarð króna. Hann hefur því mikla þýðingu fyrir Byggingasjóð. 42 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.