Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Side 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Side 7
En skyldusparnaðurinn er líka að mínu viti alveg ómetanlegur grundvöllur undir heimilisstofnanir í iand- inu. Og byggingamenn segja mér, að beztu viðskiptavin- irnir séu einmitt sparimerkjaeigendur, því inneignin get- ur hlaupið á hundruðum þúsunda, þegar bæði hjóna- efnin hafa sparað saman. — Þú minntist áðan á lífeyrissjóðakerfið. Hvernig er andinn ykkar á milli? — Ekki nógu góður. — Hvers vegna? — Eg tel, að lífeyrissjóðirnir í landinu, sem eru jafnvel sterkari fjárhagslega en Húsnæðismálastofnunin ein, ættu annað hvort að gera: að sjá til fulls um íbúðarlán til sinna félagsmanna - og þá myndum við annast hina, eða þá, að þeir ættu að tengjast með einhverjum hætti okkar íbúðarlánakerfi, svo að við gætum gert jafnvel við alla. Að vísu keyptu lífeyrissjóðirnir af okkur skuldabréf fyrir 90 milljónir króna síðasta ár (1970), en það gerðu þeir ekki ótilneyddir. Við höfum á þessu ári neyðst til að taka upp skerðingarákvæði á lánum okkar til þeirra lántak- enda, sem eiga kost á háum lánum hjá lífeyrissjóðum. - Þú sagðist áðan vilja tengja lífeyrissjóðina íbúðar- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 43

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.