Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Síða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Síða 10
Lög um Húsnæðismálastofnun ríkisins nr. 30 12. maí 1970 úrdráttur l.gr. Húsnæðismálastofnun ríkisins heyrir undir félags- málaráðuneytið. Húsnæðismálastjórn veitir stofn- uninni forstöðu. í húsnæðismálastjórn eiga sæti átta menn, þar af sjö kosnir hlutbundinni kosningu af sameinuðu Alþingi og einn skipaður af félagsmálaráðherra samkvæmt tilnefningu Landsbanka íslands. Vara- menn skulu vera jafnmargir og valdir á sama hátt. Kjörtími húsnæðismálastjórnar skal vera fjögur ár. Félagsmálaráðherra skipar formann húsnæðismála- stjórnar en að öðru leyti skiptir hún með sér verkum. Félagsmálaráðherra skipar Húsnæðismálastofn- uninni framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra að fengnum tillögum húsnæðismálastjórnar. Ráðherra ákveður þóknun til húsnæðismálastjórnar. Þóknun húsnæðismálastjórnar og laun fram- kvæmdastjórans greiðast úr ríkissjóði, en annar kostnaður stofnunarinnar úr Byggingarsjóði ríkis- ins og Byggingarsjóði verkamanna í hlutfalli við útlán hvors sjóðsins fyrir sig. 4. gr. Hlutverk Byggingarsjóðs ríkisins skal vera að annast lánveitingar til íbúðabygginga, annarra en þeirra, sem Stofnlánadeild landbúnaðarins lánar fé til, svo og að standa straum af framkvæmdum, er húsnæðismálastjórn kann að ráðast í til lausnar á húsnæðisvandamálum almennings. Árlegar tekjur sjóðsins skulu vera: a) Launaskattur, samkvæmt lögum um launaskatt. b) Framlag úr ríkissjóði, að fjárhæð 75 milljónir króna. c) 1% álag, er innheimta skal aukalega, á tekju- og eignaskatt, og Vj% á aðflutningsgjöld sam- kvæmt tollskrá. d) Afborganir og vextir lána, sem veitt hafa verið af eigin fé eða veitt verða af framlögum ríkisins til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði. e) 1% lántökugjald af lánum, er húsnæðismála- stjórn veitir, svo og vaxtatekjur byggingarsjóðs. f) Höfuðstóll vaxtabréfa samkvæmt 5. gr. og vaxtafé af þeim, sem komið er í gjalddaga til útborgunar, sé þess ekki vitjað innan 20 ára frá gjalddaga, sbr. 18. gr. laga nr. 55/1945. Byggingarsjóðurinn skal vera í vörzlu veðdeildar Landsbanka íslands. REGLUGERÐ um lánveitingar húsnæðismála- stjórnar úr Byggingarsjóði ríkisins. 9- gr. Við úrskurð um lánshæfni umsókna skal húsnæðis- málastjórn fylgja eftirfarandi reglum varðandi stærð nýbygginga miðað við innanmál útveggja: a) Fyrir einstaklinga hámarksstærð 50 m2. b) Fyrir 2ja-3ja manna fjölskyldu, hámarksstærð 100 m2 í fjölbýlishúsum, en 110 m2 í einbýlis- húsum. c) Fyrir 4—5 manna fjölskyldu, hámarksstærð 120 m2 í fjölbýlishúsum, en 125 m2 í einbýlishús- um. d) Fyrir 6-8 manna fjölskyldu, hámarksstærð 135 m2. e) Ef 9 manns eða fleiri eru í heimili má bæta við hæfilegum fermetrafjölda fyrir hvern fjöl- skyldumann úr því með þeirri takmörkun há- marksstærðar, að ekki verði lánað út á stærri íbúðir en 150 m2. Um c- og d-liði skal þess sérstaklega gætt, að herbergjafjöldi sé í sem mestu samræmi við fjöl- skyldustærð. Við mat fjölskyldustærðar skal ein- 46 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.