Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 11
ungis miðað við þá, sem skráðir eru til heimilis hjá hlutaðeigandi umsækjanda samkvæmt vottorði sveitarstjórnar. Nú vill umsækjandi, sem hefur með höndum sjálfstæðan atvinnurekstur, byggja auk eigin íbúðar, en í tengslum við hana, húsnæði, sem ætlað er atvinnurekstri hans, getur þá húsnæðis- málastjórn ef sérstakar ástæður mæla með því, haft hliðsjón af því við mat á hámarksstærð, skv. þess- ari grein. Það er þó algjört skilyrði, að atvinnuhús- næðið sé með öllu aðgreint frá íbúð, hafi sérstakan inngang, hreinlætisaðstöðu og annað það, sem at- vinnuhúsnæði ber að fylgja. Þá skal umsækjandi leggja fram skilríki fyrir því að byggingaryfirvöld hafi samþykkt atvinnuhúsnæði á hlutaðeigandi lóð. Enn fremur skal atvinnuhúsnæðið sérstaklega auð- kennt á samþykktri teikningu byggingarnefndar. 10.gr. Þeir umsækjendur, sem svo stendur á um, sem lýst er í stafliðum a-e hér á eftir skulu eigi taldir lánshæfir: a) Eiga eða hafa átt s. 1. 2 ár nothæfa og fullnægj- andi íbúð, þ. e. 12 m2 pr. fjölskyldumann að innanmáli herbergja og eldhúss, enda sé her- bergjafjöldi íbúðarinnar í samræmi við fjöl- skyldustærð. b) Byggja stærri íbúðir en ákveðið er í 9. gr. e) Byggja fleiri en eina íbúð. d) Hafa góða möguleika til lána annars staðar, t. d. sambærilegra eða betri lána en samkvæmt reglu- gerð þessari eða næg fjárráð að dómi húsnæðis- málastjórnar, svo að þeir geti betur komið íbúð sinni í nothæft ástand án frekari lána en aðrir umsækjendur, er afgreiðslu bíða. Við mat á lánsmöguleikum umsækjenda skal þó ekki í þessu sambandi taka tillit til lána úr þeim lífeyrissjóðum eða eftirlaunasjóðum, sem árlega verja ákveðnum hluta ráðstöfunarfjár síns til kaupa á skuldabréfum Byggingarsjóðs ríkisins eftir nánara samkomulagi við húsnæðis- málastjórn. e) Fengið hafa hámarkslán á s. 1. 5 árum nema sér- stakar ástæður séu fyrir hendi að dómi hús- næðismálastjórnar. ll.gr. Meiri háttar viðbygging, sbr. a-lið 2. gr., telst vera bygging sem myndar nýja sjálfstæða íbúð, enda þótt hluti hennar sé í hinni eldri byggingu, svo og viðbygging, sem eykur gólfflöt eldri íbúðar um a. m. k. 20 m2, enda hafi íbúðin, að dómi hús- næðismálastjórnar, verið ófullnægjandi. Saman- lagður gólfflötur hins eldra húss og fyrirhugaðrar viðbyggingar fari á sama hátt ekki yfir þau stærð- armörk er hlutaðeigandi fjölskyldu eru ætluð í 9. gr. 42. gr. Veðdeild Landsbanka íslands skal sjá um af- greiðslu þeirra lána, sem veitt eru af húsnæðis- málastjórn, svo og um innheimtu vaxta og af- borgana. Veðdeildinni er heimilt að afgreiða íbúð- arlán húsnæðismálastjórnar til nýbyggingar hús- næðis, þegar íbúðin er komin það langt áleiðis, að hún, skv. mati, geti talizt öruggt veð fyrir láninu. Heimilt er veðdeildinni að halda eftir hluta af lán- um þar ril frágangur byggingarinnar er orðinn eins og húsnæðismálastjórn og veðdeildin gera kröfur um. Enn fremur getur húsnæðismálastjórn látið halda eftir hluta af lánum, þar til umsækjandi hefur skilað kostnaðaryfirliti um byggingu íbúðar- innar. tímakit iðnaðarmanna 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.