Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Page 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Page 12
„Blessaður vertu — það vantar allt skipulag í byggingar- iðnaðinn hjá okkur. Og ekki bara í byggingariðnaðinn - heldur allt eins og það leggur sig. Hér má aldrei lofta af nýrri hugmynd. Ungu mennirnir eru þá beztir, þegar þeir feta dyggilega troðnar slóðir. Sá, sem ekki fetar slóðann, er bara vitlaus. Á íslandi er það nefnilega hnefinn, sem rceður - ekki hugsunin!' Þannig mcelir Sigurlinni Péturs- son, byggingameistari, völundur, uppfinningamaður og skáld með meiru, í viðtali við Tímarit iðnaðarmanna. - Hver er forsaga Einingahúsa, Sigurlinni? - Eg var lengi búinn aS ganga með hugmyndina um forsteyptar veggeiningar í huganum. Eg lærði til húsa- smíða á ísafirði og maður með jafn skrýtinn haus og ég, kemst ekki hjá því að velta hlutunum fyrir sér. Hvers vegna erum við eiginlega að tvíbyggja? Svona spurði ég sjálfan mig. Hvaða vit er í því, að reisa fyrst tréhús, hella svo í það steypu og rífa síðan tréhúsið utan af? Og ég velti þessari vitleysu mikið fyrir mér. Fyrstu sporin steig ég svo á árunum 1945-47, að þar kom, að ég fékk leyfi Guðjóns heitins Samúelssonar til að byggja bakhlutana á nokkrum bílskúrum á Vífilsstöð- um úr einingum. Og það í fulla hæð. Þá þekktust ekki í Danmörku einingar, það hef ég staðfest frá einum dönskum ingeniör, sem hingað kom. Guðjón heitinn er eiginlega eini vitmaðurinn, sem ég hef kynnzt. Og hann var raunverulegur maður. Ekki fúskari - hvorki í huga né hjarta - eins og hinir. Nú, þessir bílskúrsbakhlutar urðu svo byrjunin á því, sem ég hef síðan dundað við og heitir nú virðulegu fyrirtækjanafn': „Einingahús". „Ég dunda fyrir mína hugsjón” segir Sigurlinni Pétursson, byggingameistari faðir Einingahúsa. - Hvað hefurðu byggt mörg slík? - Ætli ég sé ekki búinn að byggja ein 80 hús og nú erum við með tíu í gangi í Garðahreppi. Þetta eru alls konar hús; geymsluhús, bílskúrar, peningshús og íbúðar- hús. Og öll jafn góð! - Viltu ekki lýsa þessari byggingaraðferð þinni? - Það er nú fljótgert, drengur minn. Hún gengur út á það að steypa veggeiningar sem plötur á sléttu undir- lagi. Þær geta verið járnbentar sem vill og gluggaðar eftir teikningum. Þegar búið er að steypa plötur í húsið - samkvæmt teikningum - er að koma þeim á staðinn. Þá þarf grunnurinn að vera til. Plöturnar eru svo reistar og tengdar og þannig er fljótgert að reisa húsið. - Ertu með staðlaðar plötustærðir? - Já. Þú notar það nýjasta! Ójú, staðlaðar geta þær heitið. Við framleiðum tvær stærðir; 125x252 sm og 180x252 sm. Þær minni vega um 500 kíló og hinar um 700, þannig að þetta er ekki erfitt í meðförum. - Hvernig festirðu plöturnar saman? - Eg ber plastsement í kantana og bolta svo allt saman. - En þakið? - Þar verð ég enn að notast við timbur og járn. Eg er samt viss um, að ná má fram léttum og góðum þökum úr vikri - brunagjalli. Um þetta hef ég mikið hugsað, en ennþá vantar mig aliar eksperimentasjónir. Þú veizt auðvitað, að á íslandi má lítið eksperimenta með nytsama hluti. Nytsemdin er nefnilega harla lítils virði. Hér situr annað í fyrirrúmi. Veiztu, hvað það er? - Nei. - Það er heimskan. Og hún er víðast ómæld. - Höldum okkur í bili við byggingarnar. Hvaða kosti telur þú svo þessa byggingaraðferð þína hafa? - Eg held ekkert um það sem ég veit. Hún er auðveld- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 48

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.